Lögmannablaðið - 2018, Síða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18
Lögmanna blaðið bankaði upp á hjá Þórunni
Guðmundsdóttur, hæstaréttar lögmanni og
fyrsta kvenkyns formanni LMFÍ, einn kaldan
dag í nóvember. Þórunn tók vel á móti
útsendurum blaðsins á heimili sínu í
miðbænum.
„Ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð og ákvað að fara
í lögfræðina eftir stúdentspróf. Faðir minn var lögmaður
en ég vildi ekki viðurkenna að ég hefði valið lögfræðina
vegna pabba, en auðvitað hafði það samt áhrif. Foreldrar
okkar systkinanna þriggja hvöttu okkur og studdu til náms.
Pabbi sagði við mig að ef ég ætlaði ekki að sætta mig við
að vera lægra launuð og í lægri stöðu en karlmennirnir í
kringum mig, yrði ég að mennta mig og það myndi ekki
duga mér að vera jafnvel menntuð og karlarnir, heldur yrði
ég að vera með meiri og betri menntun. Ég ákvað að fara
í lögfræði en var jafnframt ákveðin í því að reyna aðeins
einu sinni, ef ég félli þá færi ég í íslensku eða sagnfræði.
Svo náði ég „almennunni“ og eftir námið hér heima fór
ég beint út í framhaldsnám.“
Býr alla tíð að náminu í Bandaríkjunum
„Eftirá að hyggja hefði kannski verið skynsamlegra að
vera komin með einhverja starfsreynslu áður en ég fór
út“, segir Þórunn en hún lauk LL.M. gráðu frá lagadeild
Cornell háskólans í New York árið 1983. „Sá skóli er einn
af þessum gömlu „Ivy League“ háskólum á austurströnd
Bandaríkjanna, stofnaður árið 1865. Þetta var mikið ævin
týri og rosaleg vinna en ég held að ég búi að því alla tíð
að hafa gert þetta. Lagadeildin hér heima var bara eins
og barnaafmæli í samanburði, vinnuálagið var svo mikið.“
Þórunn eignaðist góða vini þetta ár sitt í Bandaríkjunum
og vinkona hennar frá Jóhannesarborg kom einmitt í
heimsókn í sumar. „Við höfðum ekki hist í 35 ár en sá
langi tími hvarf á fyrsta klukkutímanum. Það myndaðist
sterk vinátta á milli okkar enda bjuggum við saman á
stúdentagarði lagadeildarinnar, ásamt um 100 öðrum
laganemum. Við bjuggum, lærðum og þjáðumst saman.
Þriðja í hópnum var frá Panama og það kom sér vel þegar
ég var að vinna í ýmsum málum eftir hrun og álitamál
tengd svokölluðum Panamafélögum skutu upp kollinum.
Þá var gott að geta bara hringt í gamla vinkonu sem starfaði
á lögmannsstofu í Panama, þó ekki á Mossack Fonseca!“
MIKILVÆGAST
AÐ VERA HEIÐARLEG
VIÐTAL VIÐ ÞÓRUNNI GUÐMUNDSDÓTTUR
HÆSTARÉTTARLÖGMANN: