Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 2
RITSTJÓRNARPISTILL
Dr. Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri Tölvumála
SKIPTIR TUNGUMÁLIÐ OKKUR MÁLI? SKIPTIR
ÍSLENSKAN OKKUR MÁLI?
Þemað í Tölvumálum í ár er íslenskan og upplýsingatæknin. Hugmyndin er að skoða
hver staða íslenskunnar er í heimi þar sem tækninýjungar eru á hverju strái og „allir“ eru
tengdir alls staðar með þráðlausu neti og sítengingu. Hinn greiði aðgangur að efni, sem
oftast er erlent, hefur sína kosti og galla. Við höfum farið í gegnum þróun sem byggist á
einkatölvu, netvæðingu, margmiðlun, snjallsímum, öppum og skýjum. Þrívíddarprentarar
eru staðreynd og sjálfkeyrandi bílar handan við hornið. Framundan eru ótal nýjungar og
það að við förum að tala sífellt meira og meira við tækin í kringum okkur er ef til vill það
sem mun hafa mest áhrif á tungumálið. Á hvaða máli ætlum við og viljum tala?
En hvar liggur varnarlínan? Upplýsingatæknin minnkar vissulega heiminn og mikill fjöldi
þjóða tekur möglunarlaust við alþjóðlegum (enskum) heitum og hugtökum og jafnvel
orðaröð og málnotkun. Það er í sjálfu sér jákvætt að heimurinn minnki og þau áhrif
upplýsingatækninnar blasa hvarvetna við. Varðandi tungumálaþróunina má segja að
ákveðin markmið esperantista séu við það að nást. Sérstaklega á það við um menntafólk
og sérfræðigreinar, þeir hópar eiga sífellt auðveldara með að tala saman af því þeir nota
sama hugtakasafn. Það vekur upp spurningar að á Íslandi hafa börn jafnvel jafngott vald
á ensku og móðurmálinu, samkvæmt rannsóknum segjast grunnskólabörn kunna
ensku betur en íslensku. En hvar ætlum við að draga mörkin?
Ekki viljum við draga úr aðgengi að upplýsingum, en um leið viljum við ekki að áhrifin
verði þau að íslenskan fari halloka. Flest viljum við rækta móðurmálið og standa vörð um
það. En hvernig gerum við það í samkeppninni við „risa“ tungumál, sem geta boðið upp
á endalaust efni sem t.d. ungu fólki finnst áhugavert? Eitt af því sem skiptir miklu fyrir
okkur er að til sé mikið og gott stafrænt efni á íslensku, sérstaklega fyrir börn frá unga
aldri. Í dag læra mörg börn fyrst að telja og læra litina á ensku, þar sem framboð af
skemmtilegu efni á netinu, sem kennir ýmis grunnatrið, er mikið og aðgengilegt á ensku.
Ekki er ég á móti því að börn læri ensku, en þurfum við ekki að tryggja að þau læri líka
íslensku og geti greint á milli?
Mig langar að deila reynslu af dóttursyni mínum fæddum 2012. Hann hefur haft greiðan
aðgang að internetinu með spjaldtölvunni sinni og haft gaman af að horfa á og leika með
margvíslegt efni sem oftast er á ensku. Áhugi hans beindist snemma að allskonar
vinnuvélum og fann hann (ekki við) myndbönd þar sem sungið var á ensku um hinar
ýmsu vinnuvélar. Höfum við í framhaldinu farið margar ferðir í kringum byggingarsvæði
til að skoða margskonar vinnuvélar. Afi og amma voru nú ekki vel að sér í enskum
heitum á vinnuvélum og ákvað afinn að gera orðalista svo við gætum skilið barnið. Þegar
við síðan bentum á hinar og þessar vélar þá þekkti drengurinn ensku heitin á þeim en
sagði síðan við okkur „En hvað heitir þetta?“ Þá átti hann við hvað vinnuvélin heitir á
íslensku. Þökk sé orðalistanum þá gátum við kennt honum íslensku heitin. Síðar þegar
við spurðum hann hvað vélarnar hétu á íslensku gat hann svarað fyrir sig og var hálf
hissa á að við værum að spyrja, við eigum jú að vita hvað þessi tæki heita á íslensku.
Tímaritið Tölvumál
Fagtímarit um upplýsingatækni.
Tölvumál hafa verið gefin út frá
árinu 1976 af Skýrslutæknifélaginu
Prentvinnsla
Litlaprent ehf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Ásrún Matthíasdóttir
Aðrir í ritstjórn
Ágúst Valgeirsson
Margrét Rós Einarsdóttir
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson
Haukur Arnþórsson
Sigurjón Ólafsson
Skýrslutæknifélag Íslands
Ský, er félag einstaklinga,
fyrirtækja og stofnana á sviði
upplýsingatækni.
Framkvæmdastjóri Ský
Arnheiður Guðmundsdóttir
Stjórn Ský
Guðjón Karl Arnarson, formaður
Snæbjörn Ingi Ingólfsson
Helga Dögg Björgvinsdóttir
Theódór R. Gíslason
Birna Íris Jónsdóttir
Guðrún Birna Guðmundsdóttir
Kristján Ólafsson
Aðsetur
Engjateigi 9
105 Reykjavík
Sími: 553 2460
www.sky.is | sky@sky.is
Óheimilt er að afrita á nokkurn
hátt efni blaðsins að hluta eða
í heild nema með leyfi viðkomandi
greinahöfunda og ritstjórnar.
Blaðið er gefið út í 1.200 eintökum.
Áskrift er innifalin í félagsaðild að Ský.
Pökkun blaðsins fer fram í vinnustofunni Ás.
Tölvumál eru skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu og eru
í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í
vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda.Í því
felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög
m vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur
eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á
landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í
atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki
hans. Nánari uppl: http://www.els.is/merki/
vorumerki/
2