Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 7
7
BEBRAS
VILTU TAKA ÞÁTT
Í STARFI ORÐANEFNDAR SKÝ?
Bebras áskorunin 2016 fer fram í skólum landsins vikuna 7. 11.
nóvember og geta allir skólar sem eru með nemendur frá 6 18 ára tekið
þátt. Þrautirnar eru hugsaðar fyrir 6 18 ára og skipt niður eftir aldri.
Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem hvetur börn til að nota
hugsunarhátt forritunar (Computational Thinking) við að leysa
verkefni. Þessi áskorun fells í tölvufærni og rökhugsun og
takast þátttakendur á við áskorunina með því að leysa
skemmtileg verkefni.
Það kostar ekkert að taka þátt og viljum við fá sem flesta skóla
með í verkefninu. Tölvukennarar skólanna eru oftast í forsvari
fyrir hvern skóla en þó er það ekki algilt.
Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er við kennslu í
upplýsingatækni og var hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember í
fyrra og tóku 475 nemendur þátt frá 14 skólum en nú viljum við fá
sem flesta með.
Hægt er að sjá hvernig verkefnin í fyrra voru uppbyggð á www.bebras.is
og þar að velja þar KEPPNIR.
Til að geta tekið þátt í Bebras áskoruninni þarf kennari að sækja um
aðgang að kerfinu og búa til notanda fyrir sinn skóla. Farið
er á www.bebras.is/admin og skráður umsjónarmaður/
kona og nafn skóla.
Þegar nær dregur fá allir sem eru skráðir umsjónarmenn
fyrir skóla sendar leiðbeiningar um hvernig skal skrá
nemendur inní kerfið ásamt nánari leiðbeiningum um
framkvæmdina. Allar upplýsingar eru veittar í gegnum
tölvupóstfangið sky@sky.is.
Mikið og þarft starf hefur verið unnið síðustu áratugina við að íslenska hugtök
í tölvuheiminum og við óskum eftir fleirum í það starf.
Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu í gegnum sky@sky.is
Siri. En til að svo megi verða þarf fé til að útbúa ákveðin gögn og vinna
ákveðna tæknivinnu. Verði þetta ekki gert er hætta á að íslenskan missi
stórt notkunarsvið yfir til enskunnar.
En máltæknin getur líka komið að gagni á ýmsum öðrum sviðum. Það
er t.d. tæknilega hægt að setja íslenskan texta á allt sjónvarpsefni, hvort
sem það er á Netflix, YouTube eða annars staðar, með því að nota
talgreiningu og vélrænar þýðingar. Talgreinir greinir þá erlenda talið og
breytir því í ritaðan texta sem sendur er til þýðingarforrits. Þýðingarforritið
snarar textanum á íslensku og getur skrifað hann sem neðanmálstexta
á skjáinn, eða sent hann til talgervils sem skilar frá sér íslensku tali.
Þessi tækni er þegar til fyrir ensku – að vísu ekki sérlega fullkomin enn,
en batnar mjög með hverju ári. Tækni af þessu tagi gæti skipt sköpum
fyrir framtíð íslenskunnar.
NAUÐSYNLEGAR AÐGERÐIR
Hvað þarf þá að gera? Þess má vænta að ítarlegar tillögur um það komi
út úr áðurnefndu samráði ríkisvaldsins og Samtaka atvinnulífsins, en
nefndin sem samdi aðgerðaáætlunina sem áður er getið lagði áherslu á
þróun þrenns konar búnaðar: Fullkominnar talgreiningar fyrir íslensku,
vélrænna þýðinga milli íslensku og annarra mála, og búnaðar til að
lagfæra og leiðrétta málfar á íslenskum textum.
En að auki er grundvallaratriði að byggja upp viðamikil málleg gagnasöfn
fyrir íslensku – textasöfn og orðasöfn sem eru greind á margvíslegan
hátt (beygingarlega, setningafræðilega, merkingarlega o.fl.), og einnig
söfn með upptökum af töluðu máli. Í söfn af þessu tagi er hægt að
sækja margvíslegar upplýsingar um málið og notkun þess. Því stærri
og vandaðri sem söfnin eru, þeim mun ítarlegri upplýsingar má vinna úr
þeim, og þeim mun betri verður máltæknibúnaðurinn sem byggður er
á þessum upplýsingum.
LOKAORÐ
Íslenska deyr ekki út á næstu fimm eða tíu árum – og ekki á næstu
áratugum, held ég. Hún hefur góða möguleika á að standast þann
þrýsting sem hún verður nú fyrir en til þess þarf hún stuðning, og fyrsta
skrefið er að málnotendur – og stjórnvöld – átti sig á þeim gífurlegu
breytingum sem hafa orðið á umhverfi og aðstæðum íslenskunnar á
örfáum árum, og til hvers þær gætu leitt. Það er vissulega útilokað að
segja til um langtímaáhrif þessara breytinga, en við getum ekki leyft
okkur að loka augunum fyrir þeim. Þegar og ef hrun verður í
tungumálinu, eða það verður ónothæft á mikilvægum sviðum, verður of
seint að grípa til aðgerða – glötuð tunga verður ekki endurheimt. Tíminn
er þess vegna dýrmætur og íslenskan á að njóta vafans.