Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 21
21 MINNING JÓN ÞÓR ÞÓRHALLSSON Heiðursfélagi Ský. Fæddur 21.06.1939 Dáinn 20.09.2016 Einn af þeim mönnum sem hefur haft einna mest áhrif á þróun upplýsingatækni á Íslandi er Dr. Jón Þór Þórhallsson, sem við kveðjum hér. Eftir stúdentspróf fór hann fór til náms í Þýskalandi árið 1959, fyrst við Tækniháskólann í Karlsruhe en síðan við Háskólann í Gießen í Hessen þar sem hann hlaut doktorsgráðu í fræðilegri eðlisfræði og útskrifaðist með láði árið 1967. Á árunum 1969­1974 starfaði Jón Þór sem prófessor við Red Deer College í Alberta í Kanada. Þar stundaði hann rannsóknir og kennslu í eðlisfræði, stærðfræði og tölvunarfræði ásamt því að vera forstöðumaður tölvuþjónustudeildar háskólans. Árið 1974 kom Jón Þór aftur heim til Íslands og varð forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans. Því starfi gegndi hann til 1977 þegar hann varð forstjóri Skýrr hf. Jón Þór var forstjóri Skýrr í 20 ár, allt til ársins 1997 og samhliða því starfi var hann einnig dósent við Háskóla Íslands og kenndi upplýsingatækni í Viðskipta­ og hagfræðideild HÍ á árunum 1974­1997. Undir forystu Jóns Þórs þróaðist Skýrr frá því að vera gagna vinnslu­ fyrirtæki í að vera upplýsingafyrirtæki. Í fyrstu voru öll vinnslugögn skráð í gataspjöld og síðan unnin í runuvinnslu. Undir forystu Jóns hóf fyrirtækið sívinnsluvæðingu og tókst á við það verkefni að smíða og reka upplýsingakerfi fyrir allar grunnskrár þjóðfélagsins; þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, fasteignskrá, skipaskrá og bifreiðaskrá. Einnig bjó Skýrr til og rak upplýsingakerfi sem héldu utan um álagningu skatta, tollakerfi og innheimtu opinberra gjalda sem og launa­ og bókhaldskerfi fyrir ríki og borg. Jón lagði mikla áherslu á að kerfin mynduðu lífræna heild, væru nútímaleg og að gögn flæddu greiðlega milli kerfa. Jón Þór var ákveðinn forstjóri, hafði styrka stjórn á öllum þáttum rekstar og skýra sýn á hvernig Skýrr skyldi þróast. Mikill áhersla var lögð á íslensku, öryggismál og gæðamál svo eitthvað sé nefnt. Jón Þór taldi það eitt af sínum hlutverkum að ala upp nýja kynslóð sem ryðja skyldi brautina fyrir þróun upplýsingatækni á Íslandi og tryggja hagnýtinu hennar sem víðast í þjóðfélaginu. Margir starfsmenn kynnust Jóni fyrst sem kennara í Háskólanum og síðan sem lærifaðir í Skýrr. Hann var óþreyt andi að ryða brautina fyrir nýjar hugsanir og aðferðir hvort sem var í stjórnun, fjármálum eða tækni. Eitt af áhugamálum Jóns Þórs var að aðstoða Eystrasaltslöndin við að smíða og reka upplýsingkerfi sem hann lagði mikla rækt við fyrst sem forstjóri Skýrr og síðar sem ráðgjafi. Jón Þór var formaður Skýrslutæknifélagsins frá 1979­1982 og var ætíð mikill stuðningsmaður félagsins og stuðlaði að framþróun félagsins. Skýrslutæknifélagið gerði Jón Þór að heiðursfélaga árið 2008. Jón Þór var einn af þeim mönnum sem allir tóku eftir. Hann var fram­ sækin og fylgdist mjög vel með nýjungum í tækni og stjórnun og var stöðugt að máta þær hugmyndir við Ísland til að finna út hvað gæti komið að notum. Að öðrum ólöstuðum þá er hann sennilega sá maður sem hafði einna mest áhrifa á þróun upplýsingatækni á Íslandi á 21 öld. Ómar Ingólfsson Stefán Kjærnested Þorsteinn Garðarsson HEIMILDIR Eiríkur Rögnvaldsson. Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku? Vísindavefurinn, 21. janúar 2014. Sótt 23. febrúar 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=66671. Eiríkur Rögnvaldsson, Kristín M. Jóhannsdóttir, Sigrún Helgadóttir og Steinþór Steingrímsson. (2012). Íslenskt tungu á stafrænni öld / The Icelandic Language in the Digital Age. META­NET White Paper Series. Springer, Berlín. Guðrún Kvaran. (2008). Eru líkur á að íslenskan deyi út eins og sum önnur tungumál? Vísindavefurinn, 2. júlí 2008. Sótt 23. febrúar 2016 af http://visindavefur.is/svar.php?id=47397. Sigríður Hagalín. (2015). Búa til íslenska rödd fyrir Google. Ríkisútvarpið, 12. október 2015. Sótt 23. febrúar 2016 af http://www.ruv.is/frett/ bua­til­islenska­rodd­fyrir­google. Tölvu­ og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014. (2015). Hagtíðindi - ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni, 2015(1). Skoðað 22. febrúar 2016 á https://hagstofa.is/media/43822/ hag_150123.pdf

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.