Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 13
13 Áframhaldandi prófanir á Eyra eru fyrirhugaðar nú í haust á fleiri tungumálum. Ennfremur vinnur hópurinn að frekari þróun á talgreiningu fyrir íslensku. SKÝRINGAR OG HEIMILDIR [1] Málföng (e. language resources) eru gögn sem notuð eru til að hanna og smíða máltæknilausnir eins og stafsetningar og málfræðileiðréttingu, talgervil, sjálfvirka þýðingu, og talgreini. Til málfanga teljast t.d. textasöfn (e. text corpora), framburðarlyklar (e. lexicon), talupptökur (e. speech recordings), orðabækur og beygingarlýsingar. [2] http://googlemobile.blogspot.co.uk/2011/09/introducing voice­ actions forandroid. Html [3] http://googleresearch.blogspot.co.uk/2015/09/crowdsourcing­ textto speech voicefor. html [4] http://www.ethnologue.com/statistics/size Heimsmynd okkar mótast að miklu leyti í gegnum miðla ýmiss konar. Við horfum á fréttir, lesum greinar, skoðum myndir, hlustum á útvarp o.s.frv. Nú er svo komið að við getum auk þess mikið til ráðið því hvenær, hvar og hvernig við viðum að okkur upplýsingum. Með tilkomu netsins og fjölbreyttrar tækni þurfum við ekki að treysta á að ná fréttatímanum klukkan sjö eða stilla okkur inn á uppáhaldsþáttinn okkar, ná dagblaði gærdagsins og þar fram eftir götunum. Við einfaldlega sækjum okkur efni þegar við viljum og höfum til þess talsvert svigrúm. Auk þess hafa möguleikar almennings til að útbúa sitt eigið efni og miðla því aukist gríðarlega. Texti, hljóð og mynd eru þó enn uppistaðan í þessari miðlun og því er miðlalæsi lykilhæfni sem einstaklingar þurfa að búa yfir til að geta tekið fullan þátt í lýðræðislegu samfélagi. HVAÐ ER MIÐLALÆSI? Miðlalæsi snýst um að skilja hlutverk fjölmiðla og annarra miðla í samfélaginu. Einnig snýst það um að geta fundið, greint og skoðað upplýsingar á gagnrýninn hátt. Síðast en ekki síst þarf einstaklingurinn að kunna að tjá sig og búa til efni fyrir ólíka miðla. Í fyrstu tengdist miðlalæsi einkum fjölmiðlum en snýst nú einnig um stafræna miðlun. Í dag fer stór hluti af umræðum og umfjöllun í gegnum fjölbreytta miðla. Samfélagsmiðlar eru notaðir til að eiga samskipti bæði persónulega og opinberlega og fjölmiðlar nota netið, sjónvarp, prentmiðla og útvarp til að koma sínum skilaboðum á framfæri. Miðlalæsi þýðir að einstaklingur öðlast bæði hæfni og getu til að láta rödd sína heyrast og til að taka upplýstar ákvarðanir. Einnig er það forsenda þess að geta iðkað réttindi og skyldur í lýðræðislegu samfélagi. Miðlalæsi er auk þess mikilvæg forvörn til að sporna gegn uppgangi öfgastefna hvers konar. VIÐ VILJUM EKKI BARA ÖRYGGI Miðlar ýmiss konar og netið eru orðnar hversdagslegar nauðsynjar sem fólk þarf að hafa aðgang að til að geta stundað nám, félagslíf og til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu. Hvernig pöntum við t.d. flugmiða? Hvernig er þjónustu banka háttað? Hvernig starfa fjölmiðlar? Hvernig fyllum við út skoðanakannanir? Hvernig sækjum við um skólavist? Svona mætti lengi telja. Því er ekki nóg að ætla sér einungis að vernda börn og unglinga fyrir skaðlegu efni, t.d. á netinu. Við þurfum að stuðla að miðlalæsi barna og unglinga svo þau fái tækifæri til að vaxa og dafna sem virkir borgarar í nútíma lýðræðissamfélagi. Við þurfum að kenna þeim að nota miðla á ábyrgan hátt en einnig er mikilvægt að styðja við frumkvæði og sköpun þannig þau geti nýtt sér hina ýmsu miðla í eigin þágu. Þannig sköpum við smám saman betra miðlaumhverfi sem gagnast aftur við að stuðla að betra neti og betri upplifun af notkun þess. HVAÐ GETA „RISAEÐLURNAR” GERT? Oft heyrist fullorðna fólkið hvá yfir því að börn séu svo miklir tæknisnillingar, þau bara kunni þetta allt saman miklu betur en fullorðna fólkið! En tæknileg færni er ekki það sama og heilbrigð skynsemi. Hana skortir í öll öppin, stýrikerfin og hvað þetta allt nú er. Þar koma foreldrar og aðrir uppalendur til sögunnar. Þeir sem eldri eru og sjóaðri geta miðlað þekkingu á samskiptum og gagnrýnni hugsun. Einnig er það hlutverk foreldra að setja mörk í uppeldinu og ekki síður að kenna börnum að setja sjálfum sér mörk. Það er ekki síður mikilvægt þegar kemur að miðlanotkun og miðlalæsi. MIÐLAMENNT OG MIÐLALÆSI Í AÐALNÁMSKRÁ Læsi er einn af grunnþáttum menntunar á öllum skólastigum og hluti af aðalnámskrá íslenskra grunnskóla. Þar er miðlalæsi talið með en læsi í víðum skilningi vísar til þess að nemendur nái tökum á ýmsum táknkerfum og miðlum á meðan hefðbundið læsi tengist kunnáttu og færni sem fólk þarf til að geta fært hugsun sína í ritað orð og skilið prentaðan texta. Þeir fjölbreyttu tjáningarmiðlar sem standa fólki til boða í dag gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að námi, starfi og lýðræðisþátttöku. Miðlamennt felur í sér að nemendur nota mismunandi miðla við nám sitt og læra um leið um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Í ritröð um grunnþætti menntunar fjallar Stefán Jökulsson um læsi og þar segir m.a.: „Lesturinn í miðlalæsi snýst þó ekki aðeins um gagnrýna greiningu heldur fjölþætta færni sem nýtist fólki við að njóta efnis eða nota það.” Þar er enn fremur talað um að miðlalæsi geti tengst öllum námsgreinum og feli frekar í sér nýja nálgun og hugtök en nýja námsgrein. Slíkt læsi er þó nátengt tungumálinu sem kemur við sögu í alls konar miðlun. Þess vegna er mikilvægt að auka færni ungs fólks í að beita tungumálinu. Auk þessa stuðlar nám í anda miðlamenntar að sveigjanlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum og helgast af því sjónarmiði að fólk læri ekki mest í samkeppni heldur í samstarfi. HVERT ER MARKMIÐIÐ? Markmiðið með miðlalæsi er að stuðla að lífsgæðum, friði, lýðræði og góðum efnahag. Þetta eru háleit markmið og ljóst að miðlalæsi er ekki einhver töfralausn sem leysir allan vanda en það að vera læs á umhverfi sitt, menningu og samhengi og að geta sett sig í spor annarra er svo sannarlega hluti af lausninni. Miðlalæsi snýst því í raun um að skapa betri heim þar sem einstaklingurinn fær notið sín í krafti þekkingar og upplýsingar. FRÁ NETÖRYGGI TIL MIÐLALÆSIS Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.