Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 14
14 Það er alltaf áhugavert að heyra hvað ungu fólki finnst, þau eru með puttann á tæknipúlsinum og vita hvað er í gangi meðal þeirra jafnaldra. Það er því spennandi að spyrja þau um íslenskuna og upplýsingatæknina. Til að leita svara við spurningum mínum fékk ég átta nemendur í tölvunarfræði og sálfræði við Háskólann í Reykjavík til að spjalla við mig. Í tölvunarfræði er mikið um fræðiorð sem hafa verði þýdd en einnig mörg orð sem ekki er búið að þýða. Nemendurnir bentu á að þegar nýtt orð eða hugtak kæmi fram á ensku þá væri reynt að finna upp íslenskt orð. Í upphafi væru mörg orð í notkun yfir sama hlutinn og jafnvel mismunandi milli kennara. Langur tími gæti liðið áður en eitthvert eitt orð næði yfirhöndinni og oft gerðist það jafnvel ekki og allir héldu sig við enskuna eða sitt hvort íslenska orðið. Einn nefndi að íslensku heitin, sem væru tekin upp, væru oft ekki nógu lýsandi og erfitt að tengja þau við hugtök og annar sagði: Það sem skiptir máli eru orðin sem við notum yfir fræðin frekar en samtalið sjálft, fræðiheitin eru öll til á ensku og því hagkvæmara að nota þau frekar en að vera að þýða þau of seint. Það er þreytandi að læra fræðin á ensku en eiga síðan einnig að læra hluta af þeim á íslensku. Það er næstum því hætt því það nota fáir þessi íslensku orð utan skólans. Nemendurnir töldu mikilvægt að vera góð í íslensku en einnig í ensku. Í háskólanámi eru allar bækur á ensku og einnig hluti af kennslunni. Þá væru verkefnalýsingar oft á ensku, sérstaklega þegar erlendir nemar væru í bekknum og það mætti skila verkefnum á ensku. Þegar á vinnustað tölvunarfræðinga væri komið væri mikið um erlenda starfsmenn og þá þyrfti oft að nota ensku í samskiptum. Þegar verið væri að forrita hugbúnað þá væri allt haft á ensku til að geta hugsanlega selt hugbúnaðinn erlendis, en einnig til að bæði innlendir og erlendir starfsmenn gætu komið að hönnun og viðhaldi hans. Einn bar þetta saman við læknisfræði, þar sem notuð er latína bæði í rit og talmáli, sem einfaldar öll samskipti manna á meðal sem hafa ólík móðurmál. Enskan væri eðlilegt vinnu­ og lærdómsmál í tölvunarfræði og auðveldaði öll samskipti. Í sálfræðinni er staðan önnur þegar kemur að vinnustöðum, því að þar skiptir íslenskan miklu máli í klínísku starfi, bæði í samskiptum við skjólstæðinga og við skýrsluskrif, en enskan ræður ríkjum í fræðaheiminum og mikið af náminu er á ensku. Eða eins og einn sagði: HVAÐ FINNST UNGA FÓLKINU UM ÍSLENSKUNA OG UPPLÝSINGATÆKNINA? Viðtalið tók Ásrún Matthíasdóttir Ég tel að það sé gott að auka enskuna í fræðaheiminum en styrkja um leið íslenskuna í daglegu lífi. Það eykur samkeppnishæfni okkar sem erum að vinna hér. Ef þú þekkir fræðiheitin bara á íslensku þá lendir þú í vanda með samskipti í þínu fagi. Nemendurnir vildu öll vera góð í íslensku en einnig í ensku. Nemendurnir töldu að íslenskan væri ekki á undanhaldi í daglegu máli þó að nokkur þeirra viðurkenndu að sletta óhóflega mikið heimavið á meðan önnur töldu sig vanda sig og reyna að tala rétt mál. Einn tók sérstaklega fram að hann vandaði sig eins vel og hann gæti og notaði málshætti og orðatiltæki, en viðurkenndi að samferðafólk hans skildi ekki alltaf það sem hann væri að segja, þekkti t.d. ekki orðatiltækin. Eitt af því sem hann sagði var: Mér finnst svo kjánalegt að sjá fólk sem ég veit að er íslenskt vera að tala saman á ensku. Þú labbar ekki um heima hjá þér og segir: Hi mom how are you doing. Þau höfðu lítið eða ekkert heyrt um nýlegar breytingar á íslenskum ritreglum og skildu ekki alveg hver gæti allt í einu komið fram með nýjar reglur, hver hefði beðið um það. Væri þá þeirra þekking á ritreglum úrelt? Einn spurði hvort það væri búið að taka burt alla fáránlegu stafina. Þeim var tíðrætt um hversu margir skrifa lélegt og einfalt mál víða á netmiðlum t.d. á facebook og styttingar væru algengar og hluta af setningum oft einfaldlega sleppt. Einn nemandi sagði að sér þætti þetta bara eðlilegt, hvers vegna að skrifa heilu setningarnar þegar væri hægt að nota styttingar sem allir skyldu. Annar taldi þetta eðlilega þróun, einfalt mál væri auðveldara að nota, þetta væri alþjóðleg þróun sem við tækjum þátt í, en flest voru þau áhyggjufull yfir að margir kynnu einfald­ lega ekki að skrifa góða íslensku. Einn lagði áherslu á að tungumálið væri alltaf í þróun. Það hvernig fólk talar og skrifar væri alltaf að breytast, kannski hraðar núna en áður fyrir tilstuðlan tækninnar en það væri bara eðlilegt að málið tæki breytingum. Vinur minn sendi mér ETA, ég svarða: já ég er að borða en hann var að spyrja hvenær kemur þú, estimated time arrival. Þau höfðu engar áhyggjur af ungum börnum sem geta horft á mikið efni á ensku og leikið sér í leikjum á ensku í ýmsum tækjum. Það væri jafnvel æskilegt að þau kynnu strax góða ensku, væru næstum tvítyngd. En auðvitað þyrftu þau að hafa góðar fyrirmyndir til að læra líka íslensku og komu þar inn á hvað lítið stafrænt efni er til á íslensku fyrir mjög ung börn. Þetta þyrfti að bæta. Í framtíðinni sjá þau flest fyrir sér að búa erlendis, alla vega tímabundið, en jafnvel til lengri tíma eða alla ævi. Aðalástæðan væri ekki tengd tungumálinu beint, heldur atvinnutækifærum og hversu mikið auðveldara og ódýrara væri að ferðast á milli landa, t.d. í ESB­löndunum. En til að skapa sér tækifæri erlendis töldu þau mikilvægt að vera ekki bara góð í sínu fagi heldur einnig að vera góð í ensku. Aðeins einn í hópnum hafði engan áhuga á að búa erlendis og ítrekaði oft að hann vildi bara búa á Íslandi. Það var áhugavert að heyra hvað þessum hóp var annt um íslenskuna og vonandi endurspegla þau skoðun ungra íslendinga, þá þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af málinu.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.