Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 3
3 EFNISYFIRLIT VILTU GANGA Í SKÝ? Skýrslutæknifélag Íslands, í daglegu tali nefnt Ský, er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Ský er rekið án hagnaðarmarkmiða. Aðild er öllum heimil og bjóðum við ungt fólk í tölvugeiranum sérstaklega velkomið. Starfsemi félagsins er aðallega fólgin í, auk útgáfu Tölvumála, að halda fundi og ráðstefnur um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni. Félagið á og heldur UTmessuna sem er einn stærsti viðburður í tölvu­ geiranum á Íslandi. Einnig veitir félagið Upplýsingatækniverðlaunin árlega frá 2010. Ýmis önnur starfsemi tengd tölvu­ og tæknigeiranum fer fram hjá Ský enda félagið óháð öllum. Tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Hlutverk Ský er að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni og hlúa að því öfluga þekkingar­ og tengslaneti sem myndast hefur innan félagsins og veita þannig félagsmönnum sínum virðisauka og vegsemd. MARKMIÐ SKÝ ERU: • að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar • að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna • að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni • að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni • að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni INNAN SKÝ FJÖLMARGIR FAGHÓPAR OG GETUR FÓLK SKRÁÐ SIG Í ÞÁ SEM HENTA: • Faghópur um vefstjórnun • Faghópur um rafræna opinbera þjónustu • Faghópur um öryggismál • Faghópur um fjarskiptamál • Faghópur um hugbúnaðargerð • Faghópur um rekstur tölvukerfa • Faghópur um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT • Fókus, faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu • Öldungadeild, ætlaður þeim sem hafa starfað lengur en 25 ár í UT geiranum ÁVINNINGUR AF FÉLAGSAÐILD: • Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn • Áskrift að Tölvumálum, fagtímariti með efni tengdu tölvunotkun og upplýsingatækni • Leið að faghópastarfi innan félagsins • Hafi félagsmenn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet myndi félagið aðstoða við það • Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/með undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins • Tengslanet, fræðsla, tengslanet, fræðsla, tengslanet ... NÁNARI UPPLÝSINGAR ER AÐ FINNA WWW.SKY.IS OG Á SKRIFSTOFU SKÝ. 2 Ritstjórnarpistill 3 Efnisyfirlit 3 Viltu ganga í Ský? 4 Á meðan við kunnum enn að segja sögur á íslensku Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands Viðtalið tók Ásrún Matthíasdóttir 6 Stafrænt líf íslenskunnar – eða stafrænn dauði? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands 8 Hvenær verður hið illskiljanlega auðmeltanlegt? Heiða Dögg Jónsdóttir, tölvunarfræðingur hjá TM Software 10 Netlenska er okkar mál Atli Týr Ægisson, nemandi í vefmiðlun og hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands 12 Eyra Talgreining fyrir mörg tungumál Jón Guðnason lektor við tækni­ og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík 13 Frá netöryggi til miðlalæsis Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra 14 Hvað finnst unga fólkinu um íslenskuna og upplýsingatæknina? 16 Vefgáttin Málið.is Eva María Jónsdóttir, vef­ og kynningarstjóri og Steinþór Steingrímsson, verkefnisstjóri, Árnastofnun 18 Hvers vegna er WordPress til á íslensku? Egill Rúnar Erlendsson, kóðasmiður og auglýsingastjóri hjá Automattic Viðtalið tók Sigurjón Ólafsson 20 Mikilvægi máltækni: Af framtíð íslenskrar tungu Steinunn Valbjörnsdóttir, Tinna Frímann Jökulsdóttir og Þorgerður Edda Eiríksdóttir 22 UTmessan 2016 Yfirlit og myndir 24 Staðartímaflækjan Heimir Sverrisson, rafmagnsverkfræðingur 26 Skýjum ofar Eydís Huld Magnúsdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík 27 „Ég þarf bara að safna hundrað vinum til þess að verða frægur“ Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri Heimilis og skóla– landssamtaka foreldra 28 Sameiginlegt þráðlaust net í fjölbýlishúsi Einar H. Reynis, rekstrar­ og rafiðnfræðingur hjá Verkís og fyrrverandi ritstjóri Tölvumála. 30 UTmessan 2017 í hörpu 32 Rafræn stjórnsýsla – langtíma varðveisla á rafrænum gögnum S. Andrea Ásgeirsdóttir og Garðar Kristinsson, skjalaverðir á Þjóðskjalasafni 34 Spilar þú Planning Poker leikinn? Logi Helgu, ScrumMaster hjá Novomatic Lottery Solutions Formaður Agile Netsins agile.logihelgu.com 36 Hvernig nýtum við rauntíma upplýsingar í nútíma netkerfum til að auka framleiðni? Kristján Ólafur Eðvarðsson og Finnur Eiríksson, netsérfræðingar hjá Sensa 38 UT verðlaun Ský 2016 Verðlaunahafi Upplýsingatækniverðlauna Ský 2016 Skúli Eggert Þórðarson og embætti ríkisskattstjóra 39 Eyður 39 viðtal við Hjört! Viðtalið tók Dr. Ásrún Matthíasdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík 40 Síðan síðast... 42 Fréttir af starfsemi Ský Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.