Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.01.2016, Blaðsíða 30
30 Í íbúðinni til hægri er svipað uppi á teningnum. Með hefðbundnu leiðinni, sýnd á mynd 5, nær merkið inn í íbúðina við hliðina en eitt herbergi, við enda gangsins, er útundan. Með nýja kerfinu er hægt að takmarka aflið, og útsendinguna, að miklu leyti innan íbúðarinnar en með forhönnuninni kemur fram að til að ná til endaherbergisins þarf tvo aðgangsstaði í íbúðinni. Það má sjá á mynd 6. DREIFING FRÁ STIGAGÖNGUM Einn forvitnilegur vinkill er á þessum vangaveltum. Ef aðgangsstaður væri staðsettur í loftinu á hverjum stigapalli í stigagöngunum til vinstri og í miðjunni vill svo til að merkið myndi ná vel inn í íbúðirnar til beggja handa á 2,4 GHz og þokkalega á 5 GHz. Þannig þyrfti aðeins þrjá aðgangsstaði til að sinna sex íbúðum í þriggja hæða stigagangi og óverulegar líkur á að rásir skarist með notkun 2,4 GHz bandsins. Það er í tilfellinu með stigaganginn lengst til hægri þar sem svona lausn gengur ekki. Of „djúpt“ er inn í herbergin í mestri fjarlægð frá aðgangsstaðnum á stigapallinum. Mynd 7 – dreifing frá aðgangsstöðum á stigagöngunum. Mynd 8 – sendisvið hvers aðgangsstaðar á stigapalli. Ef hver aðgangsstaður á stigapalli er skoðaður í forhönnuninni, á mynd 8, sést að merkið nær vel inn í íbúðirnar til beggja handa en veggirnir milli stigaganganna beggja megin mynda „skjól“ svo merkið berst ekki lengra, og þar af leiðir má endurnýta rásirnar í hinum stigagöngunum. Deyfing er því ekki alltaf til ills og kemur sér vel hér til að mögulegt sé að endurtaka rásir án þess að þær lendi saman. Dæmin hér á undan eru gerð með forhönnunarhugbúnaði Verkís sem gerir mögulegt að sjá fyrir útkomuna á þráðlausum netum. Fjöldamargar breytur og stillingar eru mögulegar, bæði varðandi byggingaefni, húsbúnað, fjölda hæða, tegund húsnæðis og mannfjölda auk tæknilegra eiginleika aðgangsstaðanna og þannig hægt hvort sem er að hanna ný net í eldra húsnæði, eða taka út eldri net til að kanna ástand þeirra og hæfileika við breytt hlutverk. UTMESSAN 2017 Í HÖRPU Föstudaginn 3. febrúar: ráðstefna og sýning fyrir tölvufólk Laugardaginn 4. febrúar: sýning og fræðsla fyrir alla TAKIÐ DAGANA STRAX FRÁ! Tilgangur UTmessunnar er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag. Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum landsins. Einnig viljum vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs. Fylgstu með á UTmessan.is - Facebook UTmessan – Twitter UTmessan

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.