Tölvumál - 01.01.2018, Síða 3
3
EFNISYFIRLIT
VILTU GANGA Í SKÝ?
Skýrslutæknifélag Íslands, í daglegu tali nefnt Ský, er félag einstaklinga,
fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Ský er rekið án
hagnaðarmarkmiða og starfa tveir starfsmenn hjá félaginu.
Aðild er öllum heimil og bjóðum við ungt fólk í tölvugeiranum sérstaklega
velkomið.
Starfsemi félagsins er aðallega fólgin í, auk útgáfu Tölvumála, að halda
fundi og ráðstefnur um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni.
Félagið á og heldur UTmessuna sem er einn stærsti viðburður í tölvu
geiranum á Íslandi. Einnig veitir félagið Upplýsingatækniverðlaunin árlega
frá 2010. Ský sér um að halda Bebras tölvuáskoruninia árlega í skólum
landsins en það er alþjóðlegt verkefni sem hvetur krakka til að nota
hugsunarhátt forritunar við lausn á skemmtilegum verkefnum. Félagið
stóð að ritun og samantekt á „Sögu tölvuvæðingar á Íslandi 19642014“
og er hún á vef Ský auk þess sem sagan kom út í bókarformi í apríl 2018.
Ýmis önnur starfsemi tengd tölvu og tæknigeiranum fer fram hjá Ský
enda félagið óháð öllum.
Tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa
áhuga á upplýsingatækni.
Hlutverk Ský er að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í
formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni og hlúa að því
öfluga þekkingar og tengslaneti sem myndast hefur innan félagsins og
veita þannig félagsmönnum sínum virðisauka og vegsemd.
MARKMIÐ SKÝ ERU:
• að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að
skynsamlegri notkun hennar
• að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli
félagsmanna
• að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni
• að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni
• að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni
INNAN SKÝ ERU FJÖLMARGIR FAGHÓPAR OG GETUR
FÓLK SKRÁÐ SIG Í ÞÁ SEM HENTA:
• Faghópur um vefstjórnun
• Faghópur um rafræna opinbera þjónustu
• Faghópur um öryggismál
• Faghópur um fjarskiptamál
• Faghópur um hugbúnaðargerð
• Faghópur um rekstur tölvukerfa
• Faghópur um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT
• Fókus, faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu
• Öldungadeild, ætlaður þeim sem hafa starfað lengur en 25 ár í
UT geiranum
ÁVINNINGUR AF FÉLAGSAÐILD:
• Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn
• Áskrift að Tölvumálum, fagtímariti með efni tengdu tölvunotkun
og upplýsingatækni
• Leið að faghópastarfi innan félagsins
• Hafi félagsmenn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet myndi
félagið aðstoða við það
• Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/með
undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins
• Tengslanet, fræðsla, tengslanet, fræðsla, tengslanet ...
NÁNARI UPPLÝSINGAR ER AÐ FINNA Á WWW.SKY.IS
OG HJÁ SKRIFSTOFU SKÝ.
2 Ritstjórnarpistill
3 Efnisyfirlit
3 Viltu ganga í Ský?
4 Búum til tækni sem er mikils virði
Magga Dóra Ragnarsdóttir, stafrænn hönnunarstjóri
6 Tækifærin leynast í sjálfvirkni
Valeria Rivina, forstöðumaður stafrænnar viðskiptaþróunar, Icelandair
8 Verður atvinnuleysi vandamál vegna aukinnar sjálfsafgreiðslu og
sjálfvirknivæðingar?
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Origo
9 Ekki láta plata þig í viðskiptum á netinu
Ólafur Kristjánsson hjá Netkynningu
10 Stafræn umbreyting snýst ekki um tækni
Viðtal við Ólaf Örn Nielsen, framkvæmdastjóra Kolibri og handhafa
verðlaunanna „Bylting í stjórnun 2018“
14 Security training at your own pace
Steindór S. Guðmundsson, Chief Product Officer at Syndis
16 Sjálfvirknivæðing veitna
Hendrik Tómasson, MSc í rafmagnsverkfræði og þróunarstjóri snjallkerfa
hjá Kerfisþróun og stýringu
17 Breytngar á flugi beint í símann þinn
Heiðar Örn Arnarson, vefstjóri hjá Isavia
18 Sjálfvirkar ákvaðanir um allan heim
Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Lánstrausts og
svæðisstjóri Creditinfo Group í NEvrópu
20 Roboadvisors: The future of financial advice?
Stefan Wendt, Assistant Professor of Finance, Reykjavik University,
Matthias Horn, Department of Finance, Bamberg University
Andreas Oehler, Full Professor and Chair of Finance, Bamberg University
21 Forritarar framtíðarinnar
22 Borgarbókasafnið og framtíðarsýn þjónustuþróunar
Ásta Þöll Gylfadóttir, verkefnastjóri stafrænnar þróunar,
Borgarbókasafn Reykjavíkur
24 UTmessan 2018
Yfirlit og myndir
26 Tæknin eykur aðgengi að hjálp
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect
27 Áhrif tölvuleikjaspilunar á heilastarfsemi
Fjóla Baldursdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík
29 Tölvumál þá og nú
Viðtal við Grétar Snæ Hjartason. Viðtalið tók Ásrún Matthíasdóttir
30 Vélmennin taka yfir
Guðmundur Vestmann, verkefnastjóri hjá Rafrænni þjónustumiðstöð
Reykjavíkurborgar
31 Getur meðferð i gegnum vefinn lagað svefnleysi á árangursríkan
hátt?
Erla Björnsdóttir sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum
32 Tækjabyltingin
Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi hjá Símanum
33 Babel fiskur
Kolbeinn Páll Erlingsson, nemandi við Háskólann í Reykjavík
34 Stelpur, látið ekki staðalímyndir hrekja ykkur frá tæknigreinum
Dr. Ásrún Matthíasdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík
36 Nýir heiðursfélagar í Ský
39 Eyður
40 Síðan síðast...
42 Tölvunarfræði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.
Verðlaunahafar upplýsingatækniverðlauna Ský 2018
44 Fréttir af starfsemi Ský
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský
46 50 ára afmæli Ský