Tölvumál - 01.01.2018, Page 17
17
eða rigning kemur inn. Veðurgögnin gætu einnig hjálpað okkur að sjá
fyrir mögulegan vatnsskort ef vatnsborðsmælingar væru fullkomnar eða
gerlamengun væri yfirvofandi, þ.e.a.s. þær verða við sérstakar aðstæður.
Þá væri t.d. hægt að undirbúa svæðin áður en vandræðin koma.
RAFVEITA
Við snjallmælingu rafmagns á heimilum mun sýn notanda og veitukerfis
batna til muna. Notandinn gæti séð nákvæmlega hversu mikið rafmagn
hefur verið notað og hversu mikið það kostar hann. Hann gæti auðveldlega
borið saman kostnað milli tímabila og séð hvort rafmagnsreikningurinn
væri að hækka óeðlilega. Einnig væri hægt loka fyrir rafmagn á ákveðnum
stöðum t.d. í tengslum við eldsvoða eða jarðskjálfta.
FRAMTÍÐIN
Stefna Veitna í dag hefur breyst, nú er lögð áhersla á að boða framsækna
hugsun þar sem við ætlum alltaf að hafa heitt vatn, kalt vatn, rafmagn
og hreinar strendur, þar sem stefnan er að lágmarka sóun, tryggja auðlindir
og dreifingu. Stór þáttur í því að ná þeim markmiðum verður að bæta
yfirsýn kerfa og fyrsta skrefið er að safna fleiri gögnum. Meiri og betri
upplýsingar upp úr búnaði og svæðum geta gefið til kynna hvar gallarnir
eru eða hvar við getum bætt kerfið, hvort sem það eru upplýsingar úr
dreifistöð, dælu, hverfi eða auðlind.
Hvernig komast Veitur áfram í þessum málum? spyr einn af ungu
verkfræðingunum sig. Þurfum við ekki bara að stíga svolítið út fyrir
þægindaramman og hrista boxið, opna okkur meira? Gera gögnin okkar
aðgengilegri og starfa betur með háskólasamfélaginu, stuðla að meiri
þróun í veitugeiranum. Byggja upp stemningu og þekkingu fyrir meiri
sjálfvirkni og snjallheitum. Stækka net skynjara og upplýsinga sem hægt
er að mylja með einhverjum ofurtölvum sem eru í boði í dag.
BREYTINGAR Á
FLUGI BEINT Í
SÍMANN ÞINN
Þeir sem þurfa að skipuleggja tíma sinn vel í kringum flug frá Kefla-
víkurflugvelli s.s. farþegar og ferðaþjónustuaðilar, geta nú fengið
upplýsingar um breytingar á flugi sendar beint til sín á Twitter og Facebook
Messenger. Þetta er meðal þeirrar þjónustu sem er í boði á nýjum vef
Isavia www.isavia.is, en þar má nálgast upplýsingar um alla áætlunarflugvelli
á Íslandi auk flugleiðsöguþjónustu.
BOTTI BIRTIR UPPLÝSINGAR ÚR
FLUGKERFUM ISAVIA
Þjónustan lýsir sér þannig að farþegar geta fengið upplýsingar um
breytingu í rauntíma á sínu flugi allt frá því hlið opnar og þar til vélin lendir
á áfangastað. Þetta getur komið sér sérstaklega vel þegar fólk skipuleggur
tíma sinn t.d. ef rask verður á flugi. Gott er að nota þjónustuna í ýmsum
aðstæðum, t.d. til að áætla hvenær sækja skal farþega út á völl. Þá er
ekki slæmt að geta setið eða verslað í rólegheitum í flugstöðinni vitandi
að maður fær tilkynningu í símann sinn um
hvenær halda skal að hliði.
Þjónustan sem er rekin af írska fyrirtækinu
BizTweet byggir á svokallaðri „botta“
gervigreind sem nýtt er til að koma upp-
lýsingum úr flugkerfum Isavia til notenda í
gegnum ofangreinda samfélags miðla.
Margir af stærstu flugvöllum heims eru
farnir að nýta sér þessa þjónustu, þar á
meðal alþjóða flugvellirnir í Melbourne í
Ástralíu og Dubai sem og London City-
flugvöllur.
Isavia vill vera hluti af góðu ferðalagi farþega með því að veita greiðan
aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa að fá, þegar þeim hentar
og með þeim hætti sem þeir vilja. Til þess viljum við nýta nýjustu og bestu
tækni. Okkar reynsla af þjónustunni er mjög góð og veitir flugvallarrekendum
einstakt tækifæri til að veita skilaboð sem byggja á raungögnum. Þetta
þýðir að viðskiptavinir Isavia, þ.e. farþegarnir, fá upplýsingar sem eiga
beint erindi við þá.
46 ÞÚSUND SKRÁNINGAR FYRSTU 6
MÁNUÐINA
Frá því þjónustan fór í loftið þann 5. apríl sl. hafa u.þ.b. 46.000 skráningar
átt sér stað á vef Keflavíkurflugvallar bæði Íslendingar og erlendir
ferðamenn. Við erum auðvitað hæstánægð með þetta fljúgandi start og
vonum að sem flestir nýti sér þjónustuna áfram.
Við viljum ekki síður þjónusta innanlandsfarþega okkar vel og því er nú
unnið að innleiðingu þjónustunnar á stærstu innanlandsflugvöllum okkar
þ.e. á Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli.
Frekari upplýsingar um þjónustuna og notkun hennar má finna á www.
isavia.is/flugtilkynningar.
Heiðar Örn Arnarson, vefstjóri hjá Isavia