Tölvumál - 01.01.2018, Síða 23
23
rekin af Landskerfum bókasafna, sem öll bókasöfn á Íslandi eru aðili að.
Með samvinnu Borgabókasafnsins, Upplýsingatæknideildar Reykjavíkur-
borgar og sjóðum sem styðja við nýsköpun, auk Landskerfa bókasafna,
var farið í þróunarvinnu með danska forritunarfyrirtækinu Reload, og síðar
viðmótsforriturum frá Reon um útlitið, og er stefnt að því að ný heimasíða,
sem er beintengd bókasafnskerfinu og safnkosti, fari í loftið á haustdögum.
Fyrst um sinn verður vefurinn á tilraunastigi og verða reglulega gerðar
notendaprófanir á henni. Áframhaldandi þróun mun svo miða að því að
bæta virknina með reglulegu samtali við bæði notendur og starfsfólk.
Það er mjög stórt og margþætt verkefni að tengja saman svo ólík kerfi,
samhliða því að þróa nýtt útlit, svo verkefnið hefur krafist bæði úthalds
og skapandi hugsunar allra þátttakenda til að leysa þau fjölmörgu en
mikilvægu smávandamál sem koma upp. Því tók ferlið lengri tíma en
fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Markmiðið var hinsvegar að móta grunn
sem Borgarbókasafnið, og þegar fram líða stundir mögulega fleiri
bókasöfn á Íslandi, geta byggt á til framtíðar.
VERKEFNI TIL FRAMTÍÐAR
Það er ekki nóg að búa yfir nýjustu tækni eða nýrri vefsíðu. Nauðsynlegt
er að halda áfram að móta hvernig bókasöfnin geta þróað heildarupplifun
með samspili stafrænna miðla, viðmóti og rýmis, sjálfsafgreiðslu og
miðlunar á söfnunum. Skref í þá átt er verkefni, sem Borgarbókasafnið
er með í gangi, um að innleiða miðlægt kerfi fyrir skjálausnir sem sækir
upplýsingar beint í vefumsjónarkerfi. Það einfaldar vinnulag fyrir starfsfólk
með því að samnýta vinnu við vefinn, viðburði og bókaútstillingar, en
bætir að auki upplýsingaflæði og miðlun til notenda á söfnunum sjálfum
umtalsvert. Mikil tækifæri felast í því að þróa þjónustuferlið þegar
sjálfsafgreiðsluvélum á söfnunum verður skipt út á næstu tveimur árum,
því á sama tíma eru Landskerfi bókasafna að vinna að því að taka upp
og innleiða nýtt bókasafnskerfi á landsvísu. Það mun móta
framtíðarmöguleika allra safna á að nýta gögn og vefþjónustur enn betur.
Verkefni um stafræna þróun innviða og þjónustu er því á byrjunarstigi,
en það er mikilvægt að tryggja að stafræn þróun og stöðug endurskoðun
séu hluti af grunnstefnu og framtíðarsýn safnsins.
HEIMILD
https://www.danskernesdigitalebibliotek.dk/nyheder/2017/ddb-indgaar-
partnerskabsaftale-med-island/
GAMLAR
MYNDIR