Tölvumál - 01.01.2018, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.01.2018, Blaðsíða 24
UTmessan 2018 Upplýsingatæknimessan var haldin í áttunda skiptið 2. og 3. febrúar í Hörpu í formi ráðstefnu og sýningar á föstudegi fyrir fagfólk í upplýsingatækni og sýningu sem var opin öllum á laugardegi. Hvað er UTmessan og fyrir hverja? UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst. Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsinga- tækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum. Tilgangur UTmessunnar er að sjá aukin fjölda ungs fólks velja sér tölvugeirann sem framtíðarstarfsvettvang. Einnig viljum vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs. Að UTmessunni 2018 stóðu Ský í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, og Samtök iðnaðarins með dyggum stuðningi Platinum styrktaraðilanna Sensa, Origo, Opinna kerfa og Deloitte. Yfir 1.000 manns voru á ráðstefnu UTmessunnar á föstudeginum og var það mál manna að fjölbreyttir og góðir fyrirlestrar hafi verið í boði fyrir alla. Yfir 50 fyrirlestrar voru í boði á 10 þema línum ráðstefnunnar og voru sérstaklega áhuga verðir lykilfyrirlestrar í Eldborg. Rúmlega 11 þúsund manns mættu á opið hús á laugardeginum og sem þýðir að um 4% landsmanna mættu á UTmessuna. Stemming var mjög góð að venju og ungir sem aldnir gengu um og fengu að sjá nýjustu tækni. Undrabarnið Tanmay Bakshi hélt einn af lykil- fyrirlestrunum og var ráðstefnan einstaklega fróðleg og fjölbreytt. Hönnunarkeppni iðn- og vélaverkfræðinema HÍ laðaði marga að ásamt glæsilegu sýningarrými háskólanna í Norður- ljósum og Silfurbergi. Mikið var um að vera í sýningarbásum fyrirtækjanna sem skörtuðu sínu fegursta á messunni. Gaman var að sjá fjölbreytileika gesta sem kíktu á UTmessuna þennan dag og það er óhætt að segja að UTmessan hefur stimplað sig inn hjá Íslendingum og lítur út fyrir að viðburðinn muni vaxa og dafna enn meira á næstu árum. Undirbúningur fyrir næstu UTmessu er farin af stað og er það von okkar að enn fleiri taki þátt í henni og við getum þannig sýnt Íslendingum hve mikill hugur er í fólki í tölvugeiranum.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.