Tölvumál - 01.01.2018, Page 27

Tölvumál - 01.01.2018, Page 27
27 Í kjölfarið hafa þeir og fjárfestar sett mikið fé í heilbrigðistækniverkefni, sérstaklega fyrir heimilislækna (www.kry.se, www.mindoktor.se), auk þess sem margar lausnir fela í sér netvædda spurningalista til að leiða viðkomandi einstakling að rétta sérfræðingnum. Í Noregi eru sérstakir heilsutækniklasar sem styðja við tilraunaverkefni með litlum sprota- fyrirtækjum. Ætla má að Ísland sé um 2-3 árum á eftir Norðurlöndunum en þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um áherslur í átt að heilbrigðistækni hefur lítið sem ekkert gerst í stefnumótun eða breytingum á reglum. Það er hins vegar ekkert sem stendur í vegi fyrir því að Ísland verði í fararbroddi ef vilji er fyrir hendi. Hið opinbera getur samt ekki haldið að sér höndum endalaust því við, neytendur, munum að lokum kalla eftir þessum breytingum á Íslandi. HVER ER REYNSLAN? Síðustu ár hafa fjölmargir sérfræðingar nýtt sér Köru til að bæta aðgengi að hjálp. Sum fyrirtækin hafa byggst upp sem næstum eingöngu þjónusta á netinu en önnur eru framsýn og sjá að skjólstæðingar munu nýta sér tæknina til að nálgast hjálp í meira og meira mæli. Tvö fyrirtæki sem hafa hvað lengst nýtt sér Köru og þolað ýmsar áskoranir nýrrar tækni hafa sýnt og sannað að þessi þjónusta nýtist strax fyrir íslenska landsbyggð. Á bilinu 62-92% af skjólstæðingum þessara fyrirtækja eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Sumir skjólstæðingarnir eru gríðarlega þakklátir og láta falla orð sem hvetur okkur hjá Köru til góðra verka. Við leyfum einum þeirra að eiga lokaorðin í þessari litlu grein: “Kara virkaði mjög vel fyrir mig. Helst fannst mér gott fyrst að eiga þetta fyrir mig, enginn væri að fylgjast með mér fara inn á stofu hjá sérfræðingi. Síðan er stór bónus að þar sem ég bý var bara ekki hægt að fá tíma og í stað þess að sækja þjónustuna suður slapp ég við tilheyrandi aukakostnað og vinnutap. Þetta er lausn sem getur sparað kerfinu miklar upphæðir og leyst flókin vandamál.” Oftast hefur verið dregin upp frekar neikvæð mynd af tölvuleikjaspilun í fjölmiðlum. Í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið skrifað í fjölmiðla um áhrif tölvuleikjaspilunar á heilsu okkar og hamingju, þó misvel sé stuðst við vísindalegar rannsóknir. Þar hefur margt verið ritað um tölvuleikjafíkn og ofbeldisfulla tölvuleiki og áhrif þeirra á börn og unglinga. En er ekkert jákvætt við þá? Tölvuleikir eru mjög vinsælt skemmtunarform og flestir hafa sterka skoðun á þeim hvort sem um ræðir tölvuleikjaspilun barna eða fullorðinna. Fólk í dag ver frítíma sínum mun meira en áður fyrr fyrir framan tölvu og er tölvuleikjaspilun eitt afþreyingarform þar sem þau sækja í. Mörg okkar tengja tölvuleikjaspilun við börn en á árinu 2016 var meðalaldur þeirra sem spiluðu tölvuleiki í Bandaríkjunum 35 ár [1]. ER VAXANDI TÖLVULEIKJASPILUN ÁHYGGJUEFNI? Tölvuleikjaspilun hefur farið ört vaxandi síðustu áratugi og heldur líklega áfram að vaxa og því hljótum við að spyrja okkur hvort þessi þróun sé jákvæð eða neikvæð? Það er ekki óalgengt að heyra bæði af jákvæðum og neikvæðum þáttum tengdum tölvuleikjum í fjölmiðlum. Margir segja að þetta séu óstaðfestar ályktanir sem eru byggðar á sérfræðiáliti og eru ekki studdar af vísindalegum rannsóknum. Spurningin um hvernig tölvuleikir hafa áhrif á heilann í okkur hefur verið umdeilt efni seinasta áratug. Margir vísindamenn hafa komið með sínar eigin tilgátur um hvernig tölvuleikir hafi áhrif á heilann, oftast þó byggðar á rannsóknum þar sem þátttakendur eru um eða undir hundrað talsins og látnir spila tölvuleiki í 30-90 klukkustundir yfir nokkurra vikna tímabil. RANNSÓKNIR Á JÁKVÆÐUM ÞÁTTUM TÖLVULEIKJASPILUNAR Vísindamenn hafa tekið saman niðurstöður úr 116 rannsóknum sem snúa að því hvernig tölvuleikjaspilun getur mótað heila okkar og hegðun. Hasarfullir tölvuleikir og herkænskuleikir hafa oftast komið upp í rannsóknum sem telja að tölvuleikir geti bætt heilavirkni á einhvern hátt. Nýlegar rannsóknir sýna að tölvuleikjaspilun getur bætt ákveðin svæði heilans, aðallega þau sem snúa að athygli, sjón og skyndiminni, og gert þau skilvirkari [2]. Rannsókn sem var stýrt af BCBL (Basque Center on Cognition, Brain and Language) leiddi í ljós að herkænskuleikir væru hjálplegir í baráttunni við lesblindu að því leyti að þeir bættu sjónræna athygli og leshæfni. Vandamálið við þá leiki er að þeir innihalda oftast of ofbeldisfulla þætti sem hafa lítið kennslufræðilegt gildi. Þess vegna ætla sérfræðingarnir sem unnu að þeirri rannsókn að nýta sér þá þætti úr leiknum sem bættu sjónræna athygli til þess að þróa nýjan og skemmtilegan hugbúnað. Flest öpp og forrit sem þróuð hafa verið til þess að berjast gegn og meðhöndla lesblindu hafa haft sterkan námsþátt sem börn tengja við leiðindi [3]. Rannsókn sem stýrt var af vísindamanni við Háskólann í Illinois í Chicaco í Bandaríkjunum sýndi fram á að ákveðnir tölvuleikir hjálpuðu eldri borgurum með jafnvægisskyn. Eldri borgarar sem spiluðu sérstaka tölvuleiki sem þjálfuðu heilann höfðu betra göngulag og bætt jafnvægisskyn eftir þá spilun. Þeir spiluðu þrjá leiki: „Road Tour“, „Jewel Diver“ og „Sweep Seeker“. Þessir leikir voru hannaðir til þess að þjálfa skjóta ákvarðanatöku, sjónrænt og staðbundið minni [4]. ÁHRIF TÖLVULEIKJASPILUNAR Á HEILASTARFSEMI Fjóla Baldursdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue: 1. tölublað (01.01.2018)
https://timarit.is/issue/411951

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.01.2018)

Actions: