Tölvumál - 01.01.2018, Qupperneq 28
28
Rannsakendur frá Háskóla í Katalóníu á Spáni og sjúkrahúss í
Massachusets sýndu fram á breytingu í heilastarfsemi þeirra sem spiluðu
tölvuleiki. Þeir sýndu fram á bætta almenna og sértæka athygli. Svæði
heilans sem sér um að halda athygli var skilvirkara í þeim sem spiluðu
tölvuleiki og krafðist minni virkjunar til að halda athyglinni á krefjandi
verkefnum [5].
Í rannsókn sem gerð var á Max Planck Institute for Human Development
og Charité University Medicine St. Hedwig-Krankenhaus var sýnt fram
á að tölvu leikjaspilun veldur stækkun í svæði heilans sem hefur að gera
með myndun minnis, staðbundna stefnumörkun, forsjálni og jafnframt
fína hreyfi færni. Rannsakendur segja að þetta sanni það að sérstök svæði
heilans sé hægt að þjálfa með tölvuleikjum og þess vegna álykta þeir að
tölvu leikir geti verið gagnlegir í meðferðum við hinum ýmsu geðsjúk-
dómum, þar sem svæði heilans eru breytt eða minnkuð í stærð svo sem
geðklofa, áfalla streituröskun eða taugahrörnunarsjúkdómum eins og
Alzheimers [6].
GETA TÖLVULEIKIR GERT OKKUR GÁFAÐRI?
Hefur tölvuleikjaspilun einhver raunveruleg og langvarandi áhrif á
viðbragðstíma okkar í daglegu lífi? Flestir herkænskuleikir eins og „Call
Of Duty“, „Halo“, „Grand Theft Auto“ og hundruð fleiri krefjast þess við
spilun að við skynjum og vinnum mjög hratt úr upplýsingum úr þeim. Að
þessu leyti ýta þeir við takmörkum okkar á því hversu hratt okkar mennski
heili getur unnið úr upplýsingum og tekið ákvarðanir byggðar á þeim.
Tölvuleikir neyða okkur til að hugsa og bregðast hraðar við en þarft er í
hinu daglega lífi. Þessu er fléttað saman við þá staðreynd að flestir
tölvuleikir hvetja spilara til að bregðast enn hraðar við aðstæðum, því í
flestum tölvuleikjum leiðir skemmri viðbragðstími til verðlauna. Sagt er
að æfingin skapi meistarann og það er óneitanlega rétt.
Þegar við gerum eitthvað eru rökrétt raf- eða efnaboð send á milli
taugafrumna heilans og því meira sem við gerum af þeim hlut því sterkari
verður tengingin á milli þessara taugafrumna og þær geta haft hraðari
samskipti. Það sem flýtir fyrir vinnsluhraða verkefnisins. Við vitum öll að
æfingar bæta frammistöðu. Það að æfa sig breytir byggingu heilafrumna
okkar til að flýta fyrir flæði upplýsinga svo ef þau rök gilda fyrir allt annað
sem við gerum ætti það ekki að gilda fyrir tölvuleiki? Gæti það verið að
því meira sem viðspilum hraða tölvuleiki, þá gæti viðbragðstími okkar
aukist í öðrum daglegum verkefnum? Gæti það verið að því meira sem
við vinnum úr upplýsingum og bregðumst við þeim í tölvuleikjum að það
hafi áhrif á færni okkar í upplýsingavinnslu og ákvarðanatöku í daglegu
lífi?
RANNSÓKNIR Á NEIKVÆÐUM ÞÁTTUM
TÖLVULEIKJASPILUNAR
Neikvæðu afleiðingar tölvuleikjaspilunar geta verið áhrif hennar á
umbunarstöðvar í tauganeti heilans. Sýnt hefur verið fram á mun meiri
áhrif á þessarar umbunarstöðvar fyrir þá sem kljást við tölvufíkn og ánetjast
tölvuleikjaspilun, sem er ekki ólík því sem gerist hjá sjúkum fjárhættu-
spilurum. Hjá tölvufíklum leiddi taugamynstrið í ljós að þar væri um að
ræða ójafnvægi í umbunarkerfi heilans [7].
Einnig er neikvætt hversu mikið ofbeldi er í flestum vinsælum tölvuleikjum
í dag. Sumir rannsakendur vildu meina að líklegt væri að síendurtekin
birting ofbeldisfulls efnis gæti orðið þess valdandi að það svæði heilans
sem tengt er vinnslu á tilfinningalegum og vitrænum ferlum gæti orðið
ónæmara fyrir ofbeldi. Þeir sögðu einnig að um tilgátur væri að ræða en
hugsanlega gæti það einnig leitt til minnkaðrar tilfinningalegrar svörunar
sem snýr að ofbeldisfullum aðstæðum, komið í veg fyrir samúð og jafnvel
leitt til árásargirni [7].
Rannsókn sem var gerð í Háskólanum í Montreal sýndi fram á að þeir
sem eyddu miklum tíma í að spila skotleiki eins og „Call of Duty“ höfðu
minna af gráa efninu í heilanum, í mikilvægum hluta heilans drekans
(hippocampus). Minnisfesting á sér stað í svæði heilans sem kallast
drekinn, en þar er um tímabundnar minningar að ræða [8].
AÐ LOKUM
Líklegt er að sumir tölvuleikir hafi bæði jákvæða þætti eins og að bæta
athygli, sjónminni og fleira varðandi heildaruppbyggingu heilans og svo
neikvæða þætti eins og hættu á fíkn, of mikla birtingu ofbeldis eða jafnvel
einnig einhver neikvæð áhrif á ákveðin svæði heilans.
Eins og með flest alla tölvunotkun þarf að gæta hófs við tölvuleikjaspilun,
en einnig þarf að rannsaka betur áhrif tölvuleikjaspilunar á heilastarfsemi
í framtíðinni. Það þarf klárlega fleiri rannsóknir og stærra úrtak þátttakenda
í þeim, svo að birtar niðurstöður úr þeim í virtum tímaritum séu marktækar
og aðrir vísindamenn véfengi þær ekki og komi með niðurstöður úr
rannsóknum sem skerast á við þær fyrri.
HEIMILDIR:
[1]“Video game culture“, En.wikipedia.org, 2018. [Online]. Available: https://
en.wikipedia.org/wiki/Video_game_culture. [Accessed: 17-Sep-2018].
[2] „Video games can change your brain: Studies investigating how playing
video games can affect the brain have shown that they can cause
changes in many brain regions“, ScienceDaily, 2018. [Online]. Available:
https://www.sciencedaily.com/releases/2017/06/170622103824.htm.
[Accessed: 17-Sep-2018].
[3] „Action video games to fight dyslexia“,Medicalxpress.com, 2018. [Online].
Available: https://medicalxpress.com/news/2017-12-action-video-
games-dyslexia.html. [Accessed: 17-Sep-2018].
[4]“Computer games give seniors balance benefits, study shows“,Cbsnews.
com, 2018. [Online]. Available: https://www.cbsnews.com/news/
computer-games-give-seniors-balance-benefits-study-shows.
[Accessed: 17-Sep-2018].
[5] „Playing Video Games Shapes Brain And Behaviour: Gamers May Have
Better Attention Spans, But Less Self-Control“,Medical Daily, 2018.
[Online]. Available: https://www.medicaldaily.com/playing-video-games-
shapes-brain-and-behavior-gamers-may-have-better-attention-419654.
[Accessed: 17-Sep-2018].
[6] „How video gaming can be beneficial for the brain“,Mpg.de, 2018.
[Online]. Available: https://www.mpg.de/research/video-games-brain.
[Accessed: 17-Sep-2018].
[7] „Video games can change your brain: Studies investigating how playing
video games can affect the brain have shown that they can cause
changes in many brain regions“,ScienceDaily, 2018. [Online]. Available:
https://www.sciencedaily.com/releases/2017/06/170622103824.htm.
[Accessed: 17-Sep-2018].
[8] H. Bodkin, „Playing shooter video games damages the brain, study
suggests“,The Telegraph, 2018. [Online]. Available: https://www.
telegraph.co.uk/science/2017/08/07/playing-shooter-video-games-
damages-brain-study-suggests/. [Accessed: 17-Sep-2018].