Tölvumál - 01.01.2018, Page 35

Tölvumál - 01.01.2018, Page 35
35 Í rannsókn Þuríðar Ó. Sigurjónsdóttur (2011) á námsvali og aðstæðum kvenna í ákveðnum greinum við Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Ísland kom í ljós að þær voru sterkir námsmenn með trú á eigin færni í stærðfræði en þurftu hvatningu og stuðning til að hefja námið og upplifðu síður en karlar virðingu, viðurkenningu og jafnrétti innan námsins. Anna María Jóhannesdóttir (2015) rannsakaði upplifun níu kvenfrumkvöðla í vísinda-, verkfræði- og tæknigreinum (VVT greinum) kom í ljós sameiginleg persónueinkenni meðal kvennanna sem tóku þátt, s.s. jákvæðni, bjartsýni, þrautseigja og trú á eigin fyrirtæki. Fyrir utan áskoranir eins og fjármögnun og lítinn frítíma komur fram vísbendingar um kynbundnar áskoranir, fordómar og staðalímynd. Í grein Hrafnhildar Snæfríðar- og Gunnarsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur (2011), sem fjallar um menningu og orðræðu innan eðlisfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, stærðfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands, kemur fram að í þessum greinum er umhverfið ekki alltaf aðlaðandi, opið og bjóðandi fyrir konur og flestir viðmælendur (tíu kvenstúdentar) skilgreindu sig sem „strákastelpu“, sem hefði að einhverju leyti samlagast menningunni sem ríkti í þessum deildum. Það er áskorun að breyta viðhorfum og staðalímyndum á þessu sviði, enda margt sem hefur mótandi áhrif á námsval og nefni ég hér nokkur dæmi: 1. Fjölmiðlar og dægurmenning hafa mótandi árhrif og á þeim vettvangi er tölvunarfræðinni oftast lýst sem karlafagi og nördalegu. Hér má benda á The Big Bang Theory, Silicon Valley, The X-Files og Chuck, en þó bregður konum fyrir sem kunna á tölvur eins og í NSCI og Criminal Minds. Fyrirmyndir skapa ímyndir, fyrir suma eru þessar fyrirmyndir aðlaðandi en fyrir aðra eru þær fráhrindandi. Mikilvægt að konur (og karlar) geri sér grein fyrir að þær þurfa ekki að vera ákveðin týpa til að læra ákveðna grein, þú þarft ekki að vera nörd til að læra tölvunarfræði. 2. Áhrif jafningja eru mikil og stundum er erfitt að vera eina konan í námi eða á vinnustað. Menning í skóla og á vinnustaða skiptir miklu. Það sem sést, heyrist, er gert og ímyndað safnast saman í viðhorf sem síðan mótar líðan. Konur eiga ekki bara erfitt með að samsama sig við karla á vinnustaðnum eða í bekknum, oft finnst þeim þær ekki heldur eiga samleið með öðrum stelpum á staðnum. 3. Fjölskyldan, samfélagshópar og aðrar fyrirmyndir skipta miklu máli og tækifæri og reynsla kvenna og karla, snemma á ævinni, eru oft ólík þegar kemur að tölvum. Aukið úrval af hugbúnaði eins og tölvuleikjum undanfarið hefur vonandi dregið úr þessum mun. Rannsóknir sýna að jákvæð viðhorf foreldra hafa marktæk hvetjandi áhrif á nám nemenda og stelpur eru líklegri til að telja að stuðningur foreldra skipti máli til að ná árangri (50% vs. 37%). Viðhorf mæðra til hlutverka kynjanna getur haft mikil áhrif á starfsval dætra. 4. Áhrif menntunar eru bæði formleg og óformleg. Íslensku er mikið af karllægum orðum tengdum tækni, s.s. vísindamaður, tæknimaður, tölvumaður og vélamaður. Sjónrænir þættir skipta máli þar sem vísindamenn eru oft sýndir sem karlar, t.d. í auglýsingum og oft eru það karlar sem kenna tölvunarfræði. Viðhorf kennara, kennsluaðferðir og verkefni sem nemendur vinna skipta líka máli. Trú á eigin ágæti í stærðfræði hefur verið talin hafa áhrif á námsárangur og áhuga nemenda á tölvunarfræði, en í dag virðast þessi áhrif ekki vera eins mikil og áður var talið. Trú á eigin ágæti skýrði 79% af kynjamun í árangri árið 1976 en ekki nema 13% árið 2011. Þetta er afar jákvæð þróun, þar sem það hefur fylgt konum lengi að meta eigin stærðfræðihæfni síðri en karla, jafnvel stúlkur sem gengur vel í stærðfræði telja sig ekki vera góðar. Að lokum langar mig að sýna myndir af plakötum sem enn eru notuð af Reykjavíkurborg og verð ég að segja að þau vekja ekki upp bjartsýni hjá mér. Mynd tekin af plakötum sem voru til sýnis í HR. HEIMILDIR Anna María Jóhannesdóttir (2015). „Ég vil fá að vera ég sjálf þó ég sé kona“. Hvati og áskoranir kvenfrumkvöðla í vísinda-, verkfræði- og tækni- geiranum. Meistararitgerð við Viðskiptafræðideild, Félags vísinda sviðs Háskóla Íslands. Sótt 10. október 2018 á https://skemman.is/ b i ts t ream/1946/21430/1/Anna%20Mar%C3%ADa%20 J%C3%B3hannesd%C3%B3ttir%20-%20MS%20ritger%C3%B0%20 Lokaskjal.pdf Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir (2011). „Kannski erum við orðnar svo miklar strákastelpur að það haga sér allir eins“. Um orðræðu og áhrifavalda í menningu raun- og tæknivísindagreina. Tímarit um menntarannsóknir, 8, 2011, 103.-123. Sótt 10. Október 2018 á https://skemman.is/bitstream/1946/15868/1/Kannski-erum- vi%C3%B0.pdf Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir (2011). Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í ákveðnum greinum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Meistararitgerð við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Sótt 10. október 2018 á https://skemman.is/bitstream/1946/7206/1/ MA_ritger%C3%B0_%C3%9E%C3%93S.pdf Að auki var stuðst við ýmsar aðrar fræðigreinar. Allar tölur í gröfum eru af vef Hagstofunnar

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.