Tölvumál - 01.01.2018, Side 42
42
Tölvunarfræði hefur verið kennd á háskólastigi á Íslandi frá árinu 1976,
en þá hófst fyrst kennsla í Háskóla Íslands að tilstuðlan dr. Odds
Benediktssonar. Árið 1998 hófst kennsla í tölvunarfræði hjá Háskólanum
í Reykjavík, en fram að þeim tíma hafði kerfisfræði verið kennd við skólann.
Á þessum tíma hafa útskrifast í kringum 2.500 nemendur úr grunnnámi,
um það bil 160 manns hafa lokið meistaranámi og rúmlega 10 manns
hafa lokið doktorsnámi. Á fyrstu árum tölvunarfræðinnar og lengi framan
af hefur kynjaskiptingin verið frekar ójöfn þar sem karlmenn hafa verið í
miklum meirihluta. En með talsverðu átaki hefur báðum skólum tekist að
auka áhuga kvenna á tölvunarfræði sem námsleið og voru konur 30%
þeirra sem útskrifuðust með B.Sc. í tölvunarfræði árið 2017. Er svo komið
að hvergi er í heiminum er jafn mikil fjölgun nýinnritaðra kvenna í
tölvunarfræði og í háskólunum hér á Íslandi.
Það má hiklaust segja að tölvunarfræðideildir Háskólanna hafa lagt sitt
af mörkum til samfélagsins með því mikla og góða starfi sem þar fer
fram. Tölvunarfræði og tæknimenntun er að verða ein af grundavallar
stöðum íslensks atvinnulífs og standa íslensk tölvufyrirtæki vel að vígi
með háskólamenntaða starfsmenn en þó er ekki hægt að horfa framhjá
því að framundan er skortur á starfsmönnum með tölvumenntun um
allan heim enda tölvutæknin alls staðar í öllum geirum atvinnulífsins.
Það er því með mikilli ánægju sem Ský veitir tölvunarfræði Háskólans
í Reykjavík og Háskóla Íslands Upplýsingatækniverðlaunin 2018.
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Fyrsta námsleiðin í tölvunarfræði var sett á stofn innan Stærðfræðiskorar
í Raunvísindadeild Háskóla Íslands 1976. Aðal hvatamaður að stofnun
námsleiðarinnar var dr. Oddur Benediktsson, prófessor í stærðfræði.
Fyrstu þrír tölvunarfræðingarnir brautskráðust vorið 1978, tvær konur og
einn karl. Síðan þá hafa brautskráðst vel yfir 1000 tölvunarfræðingar frá
Háskóla Íslands. Hlutfall karla og kvenna hefur sveiflast talsvert í gegnum
árin rétt eins og annars staðar í heiminum rétt eins og annars staðar í
heiminum, en yfir heildina eru konur um fimmtungur nemenda. Nemendur
sem hafa brautskráðst frá Háskóla Íslands hafa lokið framhaldsnámi um
allan heim með góðum árangri. Aðrir háskólar búast við að fá góða
nemendur frá Háskóla Íslands.
Nám í hugbúnaðarverkfræði hófst 2002. Námið hefur notið vaxandi
vinsælda og hafa tæplega tvö hundruð brautskráðst með B.S. próf í
hugbúnaðarverkfræði. Til að öðlast verkfræðingstitil þurfa nemendur að
ljúka M.S. gráðu í hugbúnaðarverkfræði sem nemendur geta gert hérlendis
og erlendis.
Árið 1998 hófst meistaranám í tölvunarfræði og nokkrum árum seinna í
hugbúnaðarverkfræði. Yfir sjötta tug nemenda hefur lokið MS-prófi í
tölvunarfræði og 15 nemendur hafa lokið MS-prófi í Hugbúnaðarverkfræði.
Einn nemandi hefur lokið doktorsprófi í tölvunarfræði og einn nemandi
hefur lokið doktorsprófi í hugbúnaðarverkfræði. Nemendur sem hafa
verið í grunnnámi í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við Háskóla
Íslands og lokið doktorsprófi fylla á annan tug.
Í upphafi námsins sinnti Oddur Benediktsson kennslunni ásamt stunda-
kennurum. Einnig kenndi Sven Þ. Sigurðsson námskeið í fræðilegri
tölvunarfræði. Síðan hefur kennurum fjölgað jafnt og þétt og núna eru
við námsbraut í tölvunarfræði 14 fastir kennarar og aðjúnktar ásamt
fjölmörgum stundakennurum.
Á þessu tímabili hefur tölvunarfræðin sem þekkingariðnaður vaxið frá því
að vera nánast ósýnileg í að verða nánast fjórðungur af þjóðarkökunni.
Nemendur hafa átt þess kost að læra nýsköpun og frumkvöðlafræði í
aldarfjórðung sem hefur leitt til þess að fjölmörg fyrirtæki hafa verið
stofnuð. Kennarar í tölvunarfræði hafa stofnað á annan tug sprotafyrirtækja.
Rannsóknir kennarar í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði spanna
vítt svið. Þeir eru í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem
erlendis.
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Tölvunarfræði hefur verið kennd við Háskólann í Reykjavík frá stofnun
háskólans árið 1998. Hlutverk HR er að sinna þörfum atvinnulífs og
sam félags fyrir menntun og þekkingu á sviðum tækni, viðskipta og laga.
Því hefur það verið keppnismál frá upphafi að sinna vel menntun á sviði
upplýsingatækni, enda þörf samfélagsins mikil og stöðugt vaxandi.
Námsframboð í upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík hefur þróast
mikið á þeim 20 árum sem liðið hafa. Í upphafi var boðið upp á grunnnám
og meistaranám í tölvunarfræði og diplóma í kerfisfræði. Síðar bættist
Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir afhenti
Kristjáni Jónassyni Háskóla Íslands og Gísla Hjálmtýssyni
Háskólanum í Reykjavík. UT-verðlaun Ský í 50 ára afmælishófi
félagsins þann 6. apríl 2018.
TÖLVUNARFRÆÐI
HÁSKÓLA
ÍSLANDS OG
HÁSKÓLANS Í
REYKJAVÍK
VERÐLAUNA-
HAFAR
UPPLÝSINGA-
TÆKNI-
VERÐLAUNA SKÝ
2018