Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 9

Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 9
Nú liggur fyrir að ekki hefur verið tryggt fjármagn til þess að framfylgja nýsam- þykktum lögum um að fella sál- fræðiþjónustu og aðra gagnreynda samtalsmeðferð heilbrigðisstarfs- manna undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Þetta er alvarlegt mál og til þess fallið að valda auknum kostnaði á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustu í bráð og lengd – því það er ljóst að mikil þörf er á þjónustu sem fólgin er í samtalsmeðferð sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Biðlistar, fjársvelti og takmörkuð þjónusta verða til þess að fólk kemst oft ekki að fyrr en vandinn hefur stigmagn- ast og úrlausnir verða því dýrari, umfangsmeiri og tímafrekari en þegar fólk hefur tök á að leita sér aðstoðar sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsfólks á fyrri stigum. Ástandið í samfélaginu árið 2020 hefur líka haft þær af leiðingar að þörfin mun aukast til muna næstu misseri og því nauðsynlegt að tryggja aðgengi að margvíslegri þjónustu fyrir fólk. Félagsráðgjafar eru ein þeirra stétta sem veita gagnreynda sam- talsmeðferð og hafa þeir til þess bæði víðtæka þekkingu, menntun og reynslu. Nám þeirra er fimm ára háskólanám þar sem grunn- menntun inniheldur meðal ann- ars kenningar um sálgreiningu, kenningar um lausnamiðaða meðferðarnálgun, hugræna og atferlismiðaða nálgun. Í náminu er fjallað um heilastarfsemi og tauga- boð og hvaða áhrif slík starfsemi líkamans hefur á andlega líðan fólks, greiningaviðmið DSM og ICD og einkenni geðrænna vandamála og geðraskana. Ítarlega er farið í gegnum þroskaferli og kenningar um tengslamyndun og hvaða áhrif það hefur á heilsufar þegar tengsl rofna, eða ná ekki að þróast á við- eigandi hátt. Nú er aukin áhersla á mikilvægi tengslamyndunar barna fyrstu æviárin og liggur fyrir fjöldi rannsókna um áhrif hennar á fram- tíðarfærni barna hvað varðar sam- skipti, heila- og taugastarfsemi og andlega líðan. Í náminu er einnig rýnt í ýmsar aðferðir samtalsmeð- ferðar – og þar á meðal fjallað um mikilvægi meðferðarsambands- ins. Verðandi félagsráðgjafar læra um rannsóknir, kosti og galla mis- munandi rannsóknaraðferða og hvernig ber að lesa þær og túlka. Þá hefur Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands verið í fararbroddi þegar kemur að kennslu um of beldi, þar með talið heimilisof beldi og kyn- ferðisof beldi og áhrif þess á líðan fólks til skemmri og lengri tíma. Að loknu grunnnámi læra félags- ráðgjafar um áföll og kreppukenn- ingar, vinnuaðferðir með börnum og fjölskyldum, hópvinnu og -með- ferð og kafa dýpra í rannsóknir og túlkanir þeirra, auk starfsnáms undir handleiðslu reynds félags- ráðgjafa. Félagsráðgjafi er lög- verndað starfsheiti og eingöngu þeir sem hafa til þess leyfi land- læknis, geta kallað sig félagsráð- gjafa. Nám í félagsráðgjöf byggir á gagnreyndum aðferðum og býr verðandi félagsráðgjafa undir það að vinna með skjólstæðingum í ýmsum aðstæðum. Margir félags- ráðgjafar vinna meðferðarvinnu á stofu og hafa flestir þeirra bætt við sig sérþekkingu á því sviði, svo sem EMDR, fjölskyldufræði, TRM, HAM og lausnamiðaða nálgun. Allir sjálf- stætt starfandi félagsráðgjafar hafa leyfi frá landlækni til að reka eigin stofu og þurfa til þess að uppfylla ákveðin skilyrði og fylgja lögum og reglum um slíka starfsemi. Meðferðarleiðir í heiminum skipta hundruðum, margar þeirra eru gagnreyndar og ýmsar fagstéttir eru hæfar til meðferðarvinnu. Ein leið hentar ekki öllum og því þarf fagfólk að geta valið ólíkar leiðir og skjólstæðingar eiga líka að geta valið fagaðila og meðferðarleið sem hentar þeim. Vert er að hafa í huga að meðferðarsamband milli fagaðila og skjólstæðings virðist hafa besta forspárgildið um útkomu meðferðarinnar! Að lokum vil ég skora á stjórnvöld að tryggja fjármagn í það mikilvæga verkefni að niðurgreiða samtals- meðferð heilbrigðisstarfsfólks og koma þar með til móts við þá miklu þörf sem er í samfélaginu fyrir slíka þjónustu! Samtalsmeðferð félagsráðgjafa Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi og eigandi Hug- rekkis, ráðgjafar og fræðslu Á Íslandi er í dag starfandi öflug fullorðinsfræðsla sem hefur það hlutverk að upp- fylla þörf fullorðinna fyrir sí- og endurmenntun. Með fullorðins- fræðslu er átt við óformlegt nám, það er nám sem á sér stað utan hins hefðbundna skólakerfis, fyrir ein- staklinga sem orðnir eru 18 ára og eldri. Í f lestum tilfellum er slíkt nám ekki metið til eininga heldur er fyrst og fremst fræðsla til að auka hæfni, þekkingu eða leikni fullorð- inna einstaklinga og bæta þann- ig við fyrri þekkingu eða reynslu, gera einstaklingum kleift að átta sig betur á eigin hæfni eða fylla upp í göt hæfni og þekkingu sem myndast hafa með tímanum vegna þróunar starfsumhverfis eða sam- félagsins. Fullorðinsfræðslan felur í sér framhaldsfræðslukerfið sem er 5. stoðin í íslenska menntakerfinu við hlið leik-, grunn-, framhalds-, og háskóla og er sinnt af símenntunar- miðstöðvum um allt land. Auk þess má nefna símenntun háskólanna, tungumálaskóla, námsflokka, sjálf- stætt starfandi fræðsluaðila og fleiri Eins og gefur að skilja er hér um að ræða mjög fjölbreytta starfsemi. Öll þessi starfsemi miðar að því að ef la fullorðna einstaklinga í því sem þeir vilja taka sér fyrir hendur, hvort heldur sem er í tengslum við sjálfsstyrkingu, starfshæfni, breyt- ingu á starfsvettvangi, staðfestingu á eigin hæfni eða tómstundir. Full- orðinsfræðsluaðilar sinna einstakl- ingum, stofnunum og fyrirtækjum og snerta með einum eða öðrum hætti öll svið íslensks mann- og atvinnulífs , allt frá menntunarúr- ræðum fyrir atvinnuleitendur og upp í þjálfun og leiðsögn fyrir stjórnendur og leiðtoga, allt frá stuttum fyrirlestrum og upp í að raunfærnimeta hæfni og þekkingu einstaklinga á móti störfum eða námsskrám framhaldsskólanna. Því skiptir miklu máli að hér á landi sé fyrir hendi metnaðarfull og öflug fullorðinsfræðsla. Gildi öflugrar fullorðinsfræðslu sýnir sig helst þegar skóinn kreppir í samfélögum, líkt og gerist nú. Hið óformlega form fullorðinsfræðsl- unnar gerir henni kleift að bregðast við þeim þörfum sem upp koma með skjótum og skilvirkum hætti. Þetta sýndi sig síðast með skýrum hætti í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Þá jókst atvinnuleysi mikið á tímabili og þörf var á að fólk endurmenntaði sig eða byggði sig upp persónulega í kjölfar þess áfalls sem hrunið var. Í dag stöndum við aftur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum. Heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir heimsbyggðina hefur nú þegar haft mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. Til viðbótar því að ógna heilsufari virðist hann einnig dýpka þær áskoranir sem heimsbyggðin stóð frammi fyrir, áður en þessi ósköp dundu yfir. Ójöfnuður virð- ist fara vaxandi, ekki aðeins meðal fólks heldur einnig á milli svæða og landa, sífellt f leiri virðast efast um frjálslynt lýðræði með því að kjósa f lokka sem ala á útlendingahatri og andúð á samvinnu og samstarfi á heimsvísu. Lýðfræðileg sam- setning samfélagsins er að breytast – fólk verður eldra en áður og vill þess vegna vera virkt og heilbrigt lengur. Vaxandi notkun stafrænna lausna krefst nýrrar leikni og færni fólks á vinnumarkaði, hins almenna borgara og neytenda. Miklir fólks- f lutningar hafa orðið í Evrópu. Þetta hefur annars vegar leitt til mikils stuðnings frá borgurum Evrópulanda en hins vegar einnig til andstöðu og jafnvel hatursfullra viðbragða gagnrýnenda. Loftslags- breytingar og önnur umhverfisleg vandamál munu áfram ógna fram- tíð okkar og krefjast sjálf bærari hagkerfa, lífsstíls og samfélaga. Með fullorðinsfræðslu má hafa jákvæð áhrif á mörg þessara mála. Hér á Íslandi eru þessar áskoranir misaðkallandi, en engu að síður er mikilvægt fyrir okkur sem sam- félag að horfast í augu við þær og bregðast við þeim tímanlega og fagmannlega. Leikn, samtök full- orðinsfræðsluaðila á Íslandi, vill framsækið og sjálf bært Ísland með auknu jafnrétti þar sem íbúar taka virkan, lýðræðislegan þátt, þar sem fólk hefur leikni og færni til að lifa og starfa á heilbrigðan og virkan hátt og taka þátt í menningarlegu og félagslegu starfi allt frá unga aldri til hárrar elli. Á þessum erfiðu tímum er það huggun að vita af jafn sterku, óformlegu menntakerfi sem full- orðinsfræðslan er hér á landi. Leikn eru samtök fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að efla fræðslu fullorðinna á Íslandi og stuðla að virkri umræðu um sí- og endurmenntun, auka upplýsinga- miðlun, samskipti og samstarf milli fullorðinsfræðsluaðila og stjórn- valda annars vegar og ef la erlend samskipti á sviði fullorðinsfræðslu hins vegar. Það eru því væntingar okkar hjá Leikn að stjórnvöld muni eftir þessu frábæra starfi sem full- orðinsfræðsluaðilar á Íslandi eru nú þegar að sinna og noti krafta þess í því stóra verkefni sem fram undan er. Fullorðinsfræðsla sem áhrifaafl í íslensku samfélagi Helgi Þ. Svavarsson formaður Leiknar Gildi öflugrar fullorðins- fræðslu sýnir sig helst þegar skóinn kreppir í samfélög- um, líkt og gerist nú. Vert er að hafa í huga að meðferðarsamband milli fagaðila og skjólstæðings virðist hafa besta forspár- gildið um útkomu með- ferðarinnar! FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is HAMPBYLTINGIN Föstudaginn 22. janúar mun sérblaðið Hampbyltingin fylgja Fréttablaðinu. Í þessu blaði verður farið yfir þá ótalmörgu möguleika sem hampurinn býður upp á. Við verðum með áhugaverð viðtöl við hampræktendur og sérfræðinga. Við viljum bjóða auglýsendum að taka þátt í blaðinu með okkur og kynna fyrirtæki, vörur og starfsemi sína. Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.