Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 28
Það var engin
sér stök stefna að
ríkið ætti að eign ast Íslands
banka og þar af leið andi á
það ekki að vera
ein hver sér stök
stefna að ríkið eigi
að eiga hann áfram.
Steingrímur J. Sigfús-
son, forseti Alþingis
15.01.2020
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 20. janúar 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
SIR ARNAR GAUTI
L Í F S T Í L S Þ Á T T U R
ALLA FIMMTUDAGA
KL. 21:30
Öryggismiðstöðin og Húsasmiðjan
bjóða landsmönnum upp á Sir Arnar Gauta
LÍFSSTÍL TUR
SIR ARNAR GAUTI
Lífsstílsfrömuðurinn Arnar Gauti mætir aftur á skjáinn með glænýjan lífsstílsþátt.
Í þáttunum heimsækir hann falleg og vel hönnuð íslensk heimili og sýnir áhorfendum
fyrir og eftir breytingar. Hann kynnir sér íslenska veitingahúsamenningu, skoðar
uppbyggingu nýrra hverfa þar sem nútíma arkitektúr er í fyrirrúmi og fjallar einnig
um ýmis lífsstílstengd málefni.
Sir Arnar Gauti er á dagskrá Hringbrautar alla fimmtudaga kl. 21:30.
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur eignast M-veitingar ehf., en síðarnefnda félag-ið annast rekstur Metro-hamborgara-
staðanna. Samkeppniseftirlitið (SKE) birti í
gær ákvörðun um samruna KS og M-veitinga,
en eftirlitið úrskurðaði að ekkert yrði aðhafst
frekar vegna samruna félaganna. Tveir staðir eru
reknir undir merkjum Metro, einn við Suður-
landsbraut 26 og annar við Smáratorg í Kópa-
vogi. KS og hluthafar M-veitinga undirrituðu
kaupsamning þann 31. október síðastliðinn.
Velta M-veitinga á árinu 2019 var um 400 millj-
ónir króna, en SKE kemst að þeirri niðurstöðu
að markaðshlutdeild fyrirtækisins sé óveruleg
á alla mælikvarða, enda sé heildarvelta á veit-
inga- og skyndibitamarkaði á bilinu 80 til 90
milljarðar. „Samrunaaðilar hafa auk þess upp-
lýst að samrunanum sé ekki ætlað að styrkja
samkeppnisstöðu samrunaaðila sérstaklega,
heldur sé honum aðallega ætlað að leysa eig-
endur M-veitinga undan skuldum við KS,“ segir
í ákvörðun SKE. – thg
Kaupfélagið eignast hamborgarastaði
Þórólfur
Gíslason,
kaupfélags-
stjóri
Með sölu á fjórðungshlut í Íslandsbanka taka stjórnvöld varfærið skref
til að færa bankakerfið í átt að því
sem þekkist í nágrannalöndum
en hvergi í Evrópu eru hlutfallsleg
umsvif ríkis í bankakerfinu jafn-
mikil og á Íslandi. Markmiðið er
að draga úr áhættu ríkisins, sem
er með meira en 400 milljarða
króna bundna í bankarekstri, og
hámarka endurheimtur af eignar-
haldinu þegar markaðsaðstæður
eru hagfelldar. Í ofanálag eykur
salan svigrúm ríkisins til að ráðast
í samfélagslega arðbærar fjárfest-
ingar. Rökin með sölunni eru sterk.
Samfylkingin, sem vill láta taka
sig alvarlega í efnahagsmálum
og leggja áherslu á grænar fjár-
festingar í komandi kosninga-
baráttu, hefur fátt uppbyggilegt
til málanna að leggja. Flokkurinn
setur sig upp á móti sölunni án þess
að gefa kjósendum skýran valkost.
Málflutningur um að salan sé
ótímabær er ótrúverðugt yfirvarp.
Flokkurinn hefur einfaldlega ekki
framtíðarsýn í þessum málum.
Langt er gengið til að afvegaleiða
umræðuna. Efnahagsráðgjafi VR,
sem þingmenn Samfylkingarinnar
hafa vísað til, var í sjónvarpsþætt-
inum Silfrinu á sunnudaginn. Þar
var dregin upp dökk mynd. Útboð á
eignarhlut ríkisins mun laða að sér
áhættusækna og krosstengda fjár-
festa sem munu beita sér fyrir því
að Íslandsbanki gangi að veðum
sínum í ferðaþjónustu. Eftirlitsyfir-
völd eru enn lítils megnug gagnvart
brögðum hinna fjársterku.
Þáttarstjórnandinn spurði við-
mælandann að því sem margir
áhorfendur veltu líklega fyrir sér.
Hvernig ætla einkafjárfestar að
valta yfir ríkið, sem verður áfram
meirihlutaeigandi með 75 prósent,
og lífeyrissjóði, sem eru líklegir
til að fá dágóðan skerf í útboðinu?
Ekki voru fleiri orð höfð um þetta
grundvallaratriði önnur en þau að
samhæfðir fjárfestar reyni allt til
að ná sínu fram.
Í kjölfar útsendingarinnar benti
fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjár-
málaeftirlitsins réttilega á, í færslu
á samfélagsmiðlum, að regluverk
með fjármálafyrirtækjum hefði
verið stórlega hert á alþjóðavísu
og væri að nokkru leyti enn meira
á Íslandi en víðast annars staðar.
Þá væri eftirlit með starfsemi
fjármálafyrirtækja mun áhættu-
miðaðra, framsýnna og ítarlegra en
það áður var.
Að baki fyrirhuguðu söluferli,
sem felur í sér sölu á einungis
fjórðungshlut í öðrum ríkisbank-
anum, liggur heilmikil undirbún-
ingsvinna og stjórnvöld hafa fært
sterk rök fyrir sínu máli. Ábatinn er
margþættur og áþreifanlegur. And-
mælendurnir, sem aldrei eru sáttir
við tímasetningu, segja á móti að
eftirlit sé veikt og að minnihluti
einkafjárfesta muni, þvert á vilja
ríkisins, knýja fram stefnubreyt-
ingu í bankanum sem vinnur gegn
þjóðarhag. Þetta eru fabúleringar
sem standast ekki skoðun.
Furðurök