Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 22
Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! SALATTÍMI Í JANÚAR Þrjár tegundir af ljúffengu salati í hádeginu mánudaga–föstudaga Kjúklingasalat Tígrisrækjusalat Confit kalkúnasalat Hummusturn fylgir með! >1.900 kr. EITT SALAT + HUMMUSTURN Verð á gámaf lutning-um frá Kína til Evr-ópu hefur meira en þrefaldast á þremur síðustu mánuðum ársins 2020. Hækk- anirnar má rekja til þess að COVID- 19 hefur leitt til gámaskorts. Mikil eftirspurn er eftir f lutningi á milli heimsálfanna sem erf itt er að mæta við núverandi aðstæður. Þetta segir Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, í samtali við Markaðinn. Hann segir að markaðsaðstæður hafi ekki teljandi áhrif á rekstur Eimskips. „Okkur hefur tekist að halda sjó,“ segir Bragi Þór. Eim- skip sinnir meðal annars f lutn- ingsmiðlun á milli álfanna og er sérhæft í matvælum. Hann segir að þrátt fyrir minna framboð hafi fjöldi gámaeininga sem Eimskip komi að ekki fækkað með teljandi hætti. Verð sem viðskiptavinum bjóðist séu nú hærri en framlegðin hafi haldist svipuð. Bragi Þór segir að á fyrri hluta ársins 2020 hafi stóru skipafélögin dregið úr flutningum á milli Asíu og Evrópu vegna minni eftirspurnar. Eftirspurnin hafi hins vegar glæðst síðar á árinu. „Það er ekki sjálfgefið að vöruflutningar séu jafnir í báðar áttir. Það er til að mynda mikið framleitt í Kína og f lutt til Evrópu. Það gerði það að verkum að það söfnuðust upp tómir gámar í Evr- ópu. Kínverskir útflytjendur hafa átt erfitt með að flytja út vörur og því hafa vöruhús fyllst. Þetta hefur skapað verðþrýsting. Útflytjendur hafa yfirboðið hver annan til að fá pláss í skipi. Það hefur gert það að verkum að hætt hefur verið við f lutning á ýmissi ódýrari vöru vegna þess að það borgar sig ekki lengur. Kaupendur hafa orðið að leita að sambærilegum vörum frá öðrum löndum,“ segir hann. Tekið er COVID-19 sýni úr hverjum frystigámi sem f luttur er til Kína sem gert hefur það að verkum að það getur tekið um 20 daga að afgreiða hann úr höfninni. „Kínverjar eru ítrekað að finna COVID-19 smit á pakkningum sem koma frá Evrópu og telja að með þeim hætti berist smit til landsins þótt gámarnir hafi verið í 40 daga á leiðinni í 22 gráðu frosti. Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið vandamál í Evrópu. Í Kína eru pall- ettur og lyftarar ekki notuð í sama mæli og í Evrópu og því er kössum oft staflað með handafli. Þegar upp koma smit eru höfnunum takmörk sett eða lokað í einhvern tíma. Við erum nú að bíða fregna af því að stór höfn í Kína verði opnuð á nýjan leik. Þetta leiðir til þess að hafnir eru oft yfirfullar og því þarf að senda skip á aðrar hafnir,“ segir Bragi Þór. Menn eru ekki á einu máli um hvenær leysist úr stöðunni. Bragi Þór segir að nú séu f lutningar til og frá Kína í hámarki því það styttist í kínversku áramótin. Við það til- efni sé mörgum framleiðslufyrir- tækjum lokað í allt að þrjár vikur. „Sumir telja að í kjölfarið muni markaðurinn leita jafnvægis. Aðrir telja að uppsafnaður vandi sé svo mikill að það verði viðvarandi gámaskortur fram í mitt ár 2021,“ segir hann. Að sögn Braga Þórs tekur það stórt skip um 40 daga að sigla frá Evrópu til Asíu. Því taki hring- ferðin um 80-100 daga að komast aftur til Evrópu. „Það mun taka tíma að bregðast við ástandinu,“ segir hann. Fyrir tveimur árum var staðan allt önnur. Nóg framboð var af lausum gámum, verð í lægstu lægðum og stóru skipafélögin voru að tapa á f lutningunum. Til að bregðast við því var meðal ann- ars mikið um stórar sameiningar. „Verðhækkanirnar hafa gert það að verkum að stóru skipafélögin eru að skila hagnaði núna,“ segir Bragi Þór. Flutningsverð frá Kína til Evrópu þrefaldaðist Skortur er á gámum í Kína til að ferja vörur til Evrópu. Tekið er COVID-19 sýni úr hverjum frystigámi sem fluttur er til Kína sem gert hefur það að verkum að það getur tekið um tuttugu daga að afgreiða hann úr höfninni. Flöskuháls hefur skapast í flutningum frá Kína til Evrópu vegna skorts á gámum. Sýnataka til að gá hvort COVID-19 smit sé í gámum frá Evrópu gerir það að verkum að langan tíma tekur að afgreiða hvern gám. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Mikill tími fer í að þjónusta viðskiptavini Helstu áhrif erfiðleika í flutningum frá Asíu til Evrópu á rekstur Samskipa er að mikill tími fer í það hjá starfsfólki að aðstoða viðskiptavini. „Aðal- vinnan felst í því að finna laust flutningspláss og leita lægstu verða. Það hefur gengið upp hingað til en mjög mikill tími fer í það,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður hjá Samskipum. Stuðlar að verðbólguþrýstingi Bert Colijn, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu ING, segir að skortur á aðföngum og hærri flutningskostnaður gæti dregið úr hagvexti á heimsvísu og stuðlað tímabundið að auknum verðbólguþrýstingu í ár, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Framleiðendur í Bretlandi segja að flutningskostnaður hafi hækkað meira en sem nemur hagnaði af sölu á vörum. Þess vegna þurfi að hækka vöruverð. Breskur innflytjandi segir að hann standi frammi fyrir því að annaðhvort hækka verð til að mæta þreföldun á flutningskostnaði eða eiga á hættu að birgðir klárist. Fram kemur í könnun að framleiðendur á evrusvæðinu séu að ganga á birgðir af hrá- efnum til framleiðslu sinnar og verð á aðföngum hafi hækkað snarpt. Bragi Þór Marinósson, framkvæmda- stjóri alþjóða- sviðs Eimskips. 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.