Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 26

Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 26
Jón Eggert til Arctica Jón Eggert Hallsson, sem hefur verið á íslenskum fjár- málamarkaði um langt skeið, hefur tekið til starfa í markaðsviðskiptum hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance. Jón Eggert, sem var um tíma forstöðumaður eignastýring- ar Íslenskra verðbréfa, hefur áður meðal annars starfað hjá Kviku banka, Straumi fjárfestingabanka, ráðgjafarfyrirtækinu Expectus, J Bond Partners og Íslandsbanka. Á sama tíma hefur Valdimar Ármann, sem tók til starfa í fyrra í markaðs- viðskiptum hjá Arctica, fært sig yfir í eignastýringu hjá félaginu. Stutta stráið Ekki eru allir á eitt sáttir um fyrir- hugaða sölu Ís- landsbanka. Sér- fræðingateymi Alþýðusambands Íslands varar við illa meinandi fjárfestum, sem gætu lagt ferða- þjónustuiðnaðinn í rúst með því að ganga að veðum og selja eignir. Samkeppniseftirlitið, undir forystu Páls Gunnars Pálssonar, hefur efasemdir um þátttöku lífeyris- sjóða þar sem eignarhald sjóðanna á tveimur viðskiptabönkum gæti hamlað samkeppni en núna er það einn og sami aðilinn – ríkis- sjóður – sem á meirihluta fjármála- kerfisins. Samkeppniseftirlitið virðist ekki hafa teljandi áhyggjur af því. Aðilar úr ýmsum áttum hafa það svo á hornum sér að ekki muni fást hæsta mögulega verð fyrir bankann. Draumaniðurstaðan er þá væntanlega sú að ríkissjóður selji almenningi Íslandsbanka á háu verði. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem skattgreiðendur drægu stutta stráið í samskiptum sínum við hið opinbera. Picchietti til Verne Verna Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reykja- nesbæ, hefur ráðið Alexander Picchietti í nýja stöðu stjórnanda stefnumótunar sem snýr að því að stofna til sam- starfs og sambanda sem styðja við erlenda fjárfestingu á Íslandi. Picchietti mun bera ábyrgð á samskiptum Verne Global við lykil- samstarfsaðila innan iðnaðarins, byggja upp ný viðskiptasambönd sem mætt geta flóknum þörfum alþjóðlegra viðskiptavina fyrir hýsingu á reikni- og tölvuafli á Íslandi. Verne Global er nú þegar í samstarfi við leiðandi framleið- endur tölvubúnaðar í heiminum, svo sem Dell, Intel og NVIDIA sem og þá þjónustuaðila hérlendis sem aðstoða viðskiptavini Verne Global við innleiðingu, uppsetningu og viðhald á þeim búnaði. Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi síðan 2006 og hefur gegnt stjórnenda- stöðum hjá Sensa, Símanum, Basis og nú síðast sem stjórnandi skýja- þjónustu hjá Crayon. Síðastliðið vor lagði Bankasýsla ríkisins fram tillögu til fjár-mála- og efnahagsráðherra um að hefja söluferli að eignarhlut sínum í Íslandsbanka. Viku eftir að tillagan var lögð fram dundi sögu- legt áfall yfir hlutabréfamarkaði víða um heim og var hún því dregin til baka. Nú hefur Bankasýslan metið sem svo að ákjósanlegur tími sé til að kanna á ný hvort ásættan- legt verð gæti fengist fyrir um fjórð- ungshlut í bankanum. Það er tæpast hægt að segja að málið hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti líkt og fram kom í máli nokkurra þingmanna í vik- unni. Að minnsta kosti ekki fyrir þá sem á annað borð hafa kært sig um að kynna sér það. Þvert á móti hefur tillaga Bankasýslunnar, sem komið var á fót árið 2009, átt sér ára- langan aðdraganda. Það hefur verið skýr stefna núsitjandi ríkisstjórnar að draga úr vægi hins opinbera í fjármálakerfinu enda heyrir það til undantekninga að þróuð ríki séu meirihlutaeigendur að bankakerf- inu. Mikil og vönduð vinna hefur farið fram á kjörtímabilinu, meðal annars með gerð Hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hundruð blaðsíðna um efnið liggja fyrir og fjölmargar ræður í þingsal verið fluttar. Þess er vert að geta að öll önnur vestræn ríki hafa komist að þeirri niðurstöðu að afskipti ríkisvalds- ins af bankakerfinu eigi fyrst og fremst að fara fram í gegnum reglu- verk og eftirlit en ekki eignarhald. Veigamesta ástæða þess að ríkið sé óheppilegur eigandi að bönkum er sú að áhættusamur samkeppnis- rekstur á einfaldlega ekki erindi í efnahagsreikning ríkissjóðs. Slíkur rekstur felur í sér óásættanlega áhættu fyrir skattgreiðendur og óeðlileg afskipti ríkisvaldsins af samkeppnismarkaði. Má selja banka í miðjum heimsfaraldri? Fáa hefði grunað síðastliðið vor að fjármálamarkaðir myndu standa storminn eins vel af sér og raun ber vitni. Aðgerðir yfirvalda víða um heim hafa leitt til þess að hluta- bréfaverð er víða í hæstu hæðum. Hið sama gildir á Íslandi. Margir óttuðust um stöðugleika banka- kerfisins en íslensku viðskipta- bankarnir standa styrkum fótum þrátt fyrir hið þunga högg heims- faraldursins. Hlutabréfaverð Arion banka hefur raunar aldrei verið hærra, sem er skýrasta og aug- ljósasta birtingarmynd þess að hagfelld skilyrði séu til sölu hlutar í Íslandsbanka. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að verið sé að fórna framtíðararð- greiðslum er vert að hafa í huga að ríkið mun eftir sem áður vera viðtakandi nær allra þeirra arð- greiðslna sem koma munu til frá bönkunum tveimur þar til annað er ákveðið. Að því sögðu eru arð- greiðslur í framtíð sem tveir fuglar í skógi á meðan afrakstur sölu hluta er fugl í hendi. Arðgreiðslur liðinna ára, sem einkennst hafa af sölu eigna í kjölfar bankahrunsins, heyra sögunni til. Væntingar um framtíðararðsemi eru hins vegar grundvöllur virðismats þess hlutar sem boðinn verður til sölu. Verður nýjum eigendum treystandi? Ýjað hefur verið að því að nýir eig- endur Íslandsbanka gætu viljað knýja fram fjöldagjaldþrot í ferða- þjónustu til að minnka óvissu um lánasafn bankans. Fyrir utan þá staðreynd að ríkið verður eftir sem áður stór meirihlutaeigandi bank- ans eru slíkar aðdróttanir hæpnar í ljósi þess að engri óvissu yrði eytt með því að ganga að veðum í stórum stíl í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Hversu mikils virði eru annars eignir atvinnugreinar sem enn er í frosti? Um það hlýtur að ríkja þó nokkur óvissa. Hags- munum eigenda bankans hlýtur að vera betur borgið með því að unnið sé að farsælli endurræsingu fyrirtækja viðskiptavina um leið og birtir til. Almennt útboð hluta, eins og Bankasýslan leggur til, er vel til þess fallið að tryggja opið og gagn- sætt söluferli. Engin ástæða er til annars en að ætla að eignarhald bankanna muni samræmast þeim ströngu lögum og reglum sem um það gilda. Þá eru í gildi lög frá árinu 2012 sem fjalla sérstaklega um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það er reyndar sérstakt umhugs- unarefni að til séu þeir, sem munu líklega aldrei telja réttan tíma til sölu bankans, sem leggi sig fram við að rýra traust almennings á bankakerfinu og mögulegum framtíðareigendum þess. Ætla mætti að það væri gert einmitt í þeim tilgangi að viðhalda eignar- hlutnum í skauti ríkissjóðs um ókomna tíð. Þarft skref inn í framtíðina Að sjálfsögðu ríkir óvissa um lána- bók bankans. Útlánastarfsemi er í eðli sínu áhætturekstur. Það er staðreynd sem fæst ekki breytt, óháð því hver lánveitandinn er. Lykilspurningin er hvort unnt verði að fá ásættanlegt verð fyrir eignar- hlutinn í bankanum með tilliti til þeirrar áhættu sem við blasir. Munu vera kaupendur að hlutnum á því verði sem ríkissjóður er tilbúinn til að láta hann af hendi? Til að fá svar við þeirri spurningu þarf að leggja af stað í leiðangurinn. Með sölu væri fyrsta skrefið stigið í átt að dreifðara og heilbrigðara eignarhaldi á bankakerfinu, nú þegar það stendur frammi fyrir miklum áskorunum meðal ann- ars vegna stórstígra tæknifram- fara. Ríkissjóður gæti samhliða dregið úr lánsfjárþörf og minnkað áhættu á efnahagsreikningi sínum. Nýr valmöguleiki yrði til staðar fyrir almenning til að ávaxta sinn sparnað í því lágvaxtaumhverfi sem nú ríkir. Kostirnir eru margir og ótvíræðir. Þeir sem telja að eignarhaldi bankakerfisins sé best fyrir komið hjá ríkissjóði mega gjarnan vera heiðarlegir með það svo hægt sé að eiga þá umræðu grímulaust. Þeim sem hyggjast aftur á móti bíða af sér óvissuna þegar kemur að sölu á hinum umfangsmikla eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu má benda á hið augljósa, sem er það að biðin mun reynast óendanleg. Það er sérstakt umhugsunarefni að til séu þeir, sem munu líklega aldrei telja réttan tíma til sölu bankans, sem leggi sig fram við að rýra traust almennings á banka- kerfinu og mögulegum framtíðareigendum þess. Skotsilfur Kínverjar byggja nýja höfuðborg Egyptalands Bygging nýrrar höfuðborgar Egyptalands gengur hratt þessa dagana, en HM í handbolta fer þar fram um þessar mundir. Nýja borgin er 45 kílómetra austur af Kaíró og jafnlangt er til hafnarborgarinnar Súes. Nýja höfuðborgin mun meðal annars hýsa ríkisstofnanir, ráðuneyti og sendiráð. Verkið er unnið í samstarfi við China State Construction Engineering Company og er hluti af „Belti og braut“-verkefni kínverskra stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Mikilvægu stefnumáli fylgt úr hlaði  Anna Hrefna Ingimundar- dóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.