Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 16
Ba n k a s ýsla r í k i si n s mun kanna hvort hag-kvæmt sé að greiða hluta af umfram eigin fé Íslandsbanka, sem nemur samtals um 57,6 milljörðum króna, til hluthafa fyrir sölu bankans. Þættir eins og fjár- mögnun hluta af arðgreiðslunni, og væntingar um þróun lánasafnsins takmarka þó arðgreiðslugetuna. Þetta kemur fram í kynningu sem Bankasýsla ríkisins hélt fyrir fjár- laganefnd Alþingis í síðustu viku. „Það geta verið veigamikil rök nýrra f járfesta að eignast hlut í banka, sem hefur jafnmikið umfram eigið fé og Íslandsbanki. Af þeim sökum mun Bankasýsla ríkisins meta það ásamt ráðgjöfum sínum á hversu háum hlutafjár- margfaldara umfram eigið fé er verðmetið af hugsanlegum fjár- festum,“ segir í kynningunni. Stjórnvöld stefna að því að selja um 25 prósenta hlut í Íslandsbanka. Áætlað er að ferlið takið að lágmarki fimm mánuði og er eingöngu horft til skráningar á markaði hérlendis. Algengasti verðmatsmælikvarðinn á hlutabréfum í evrópskum bönkum er svokallaður hlutafjármargfaldari, það er markaðsvirði sem margfeldi af bókfærðu virði undirliggjandi eigin fjár. Eftir því sem væntingar markaðarins um framtíðararðsemi eigin fjár eru meiri, á þeim mun hærri hlutafjármargfaldara eru hlutabréf í bönkum metin. Ef verðmat á umfram eigin fé er nálægt margfeldinu 1,0 gæti verið betra, samkvæmt kynningu Bankasýslunnar, að greiða ekki út sérstakan arð til að stuðla að bættri eftirspurn. „Fræðilega séð ætti ríkið að fá 100 aura fyrir hverja krónu sem bankinn er með í umfram eigið fé,“ segir Jón Gunnar Jónsson, for- stjóri Bankasýslunnar, í samtali við Markaðinn. Þannig myndi ekki skipta ríkissjóð máli, út frá mark- miðinu um að hámarka endur- heimtur af eignarhlutnum, hvenær umfram eigið fé yrði greitt út. Ef verðmat á umfram eigin fé er aftur á móti lægra en 1,0 gæti verið betra, samkvæmt kynningunni, að greiða út sérstakan arð fyrir sölu. Jón Gunnar ítrekar að það sé á forræði stjórna en ekki hluthafa að leggja til arðgreiðslur. Stjórn banka geti ráðstafað umfram eigin fé með þrenns konar hætti. „Stjórnin getur ákveðið að við- halda umfram eigin fénu til að hafa svigrúm fyrir útlánavöxt. Sama gildir ef bankinn sér fram á frekari varúðarniðurfærslur á lánasafn- inu. Í þriðja lagi er hægt að greiða umfram eigið fé sem arð til hlut- hafa,“ útskýrir Jón Gunnar. Víkjandi lán er hindrun Samkvæmt kynningu Bankasýsl- unnar er umfram almennt eigið fé Íslandsbanka nú 57,6 milljarðar króna en það er fræðilegt hámark arðgreiðslugetu Íslandsbanka. Stofnunin bendir á að ríkissjóður fái arð í hlutfalli við eignarhlut sinn í bankanum og þannig sé ekki verið „að gefa“ umfram eigið fé bankans. Ef stjórn bankans tæki ákvörðun um arðgreiðslu til hluthafa væri hins vegar mjög ólíklegt að svig- rúmið yrði nýtt til fulls. Bankasýsl- an bendir á að 17,1 milljarð þyrfti að fjármagna með útgáfu á víkjandi skuldabréfi. Vaxtakostnaður við slíkt skuldabréf liggur á bilinu 8-9 prósent og vaxtagreiðslur koma ekki til frádráttar við útreikning á tekjuskatti. „Fjármagnskostnaður slíkra skuldabréfa er því umfram arð- semiskröfu ríkisins á eigið fé í bankanum, segir í kynningunni en krafan er 5,75 prósent. Einnig gæti þurft að draga frá samtals 21,5 milljarða króna á grundvelli varúðarsjónarmiða. Bankasýslan bendir á að skuld- bindingar um lánafyrirgreiðslur geti krafist þess að bankinn við- haldi 9,7 milljörðum. Þá þarf bank- inn að viðhalda 7,1 milljarði til að ná markmiði sínu um svokallaðan stjórnendaauka, það er eiginfjár- auka umfram kröfur eftirlits- yfirvalda sem bankarnir setja sér sjálfir, og 4,7 milljarða til að geta mætt mögulegri hækkun á sveiflu- jöfnunarauka. Eftir stendur þá svigrúm upp á 19 milljarða króna af umfram eigin fé. Sú upphæð tekur þó ekki tillit til almennrar arðgreiðslu en á grundvelli breytinga á tilmælum Seðlabanka Íslands vegna arð- greiðslna er viðbúið að Íslands- banki geti greitt 3 til 4 milljarða króna í reglulegan arð sem væri óháður sölu. Þá tekur upphæðin ekki tillit til mögulegrar virðis- rýrnunar á útlánum eða frekari útlánavaxtar. Skoða ráðstöfun eigin fjár fyrir sölu Bankasýslan metur hvort hagkvæmt sé að greiða út hluta af umframfé Íslandsbanka fyrir sölu. Veltur á verðmati fjárfesta á umfram eigin fénu sem nemur allt að 57,6 milljörðum. Umfram eigið fé getur einnig nýst til að mæta frekari virðisrýrnun eða útlánavexti. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Stjórnvöld horfa til þess að selja eignarhlutinn með almennu útboði á næstu fimm mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Aðrir valkostir ekki jafn hagstæðir Bankasýslan hafði lagt mat á aðra valkosti en sölu, til að mynda samruna við annað fjár- málafyrirtæki eða sölu rekstrar- eininga Íslandsbanka, í skýrslu frá mars á síðasta ári. Niður- staða stofnunarinnar um að slíkar ráðstafanir væru ekki jafn hagstæðar og sala á eignarhlut í bankanum er óbreytt. „Með samruna við Arion banka myndi ríkissjóður eignast hluti í þeim banka, en ekki afla reiðu- fjár sem unnt væri að nota til að greiða niður skuldir eða ráðast í arðbærar innviðafjárfestingar,“ segir í kynningunni. Þá er bent á að ágreiningur gæti komið upp um hversu stóran hlut ríkissjóður ætti að eiga í sameinuðum banka og allar greiningar á sam- þjöppun á fjármálamarkaði leiði í ljós að Samkeppniseftir- litið myndi aldrei samþykkja samrunann. Samkeppni myndi minnka til muna. Niðurstaða Bankasýslunnar var sú að sá sparnaður sem yrði í rekstrar- kostnaði sameiginlegs banka yrði nægjanlegur til að réttlæta aukna samþjöppun og röskun á fjármálastöðugleika. Eftir sölu Íslandsbanka á Borgun á bankinn ekki hluti í veigamiklum dótturfélögum sem teljast utan kjarnastarf- semi. „Þar sem sala á eignum eða rekstrareiningum yrði að öllum líkindum til annarra fjármála- fyrirtækja myndi samþjöppun á markaði aukast og Samkeppnis- eftirlitið því mögulega grípa inn í,“ segir í kynningunni. Sala á eignum tengdum kjarnastarf- semi geti leitt til þess að dýrmæt viðskiptasambönd tapist. Fræðilegt hámark: 57,6 Óhagstæð fjármögnun: -17,1 Skuldbindingar um fyrirgreiðslur: -9,7 Hækkun stjórnendaauka: -7,1 Möguleg hækkun sveiflujöfnunarauka: -4,7 Raunhæfara hámark: 19,0 ✿ Arðgreiðslugeta Íslandsbanka *Aðrir þættir sem hafa áhrif til frekari minnkunar á arðgreiðslugetu eru væntingar um virðisrýrnun lána- safns eða útlánavöxt Fræðilega séð ætti ríkið að fá 100 aura fyrir hverja krónu sem bankinn er með í umfram eigið fé. Jón Gunnar Jónsson, for- stjóri Bankasýslu ríkisins Eignarhaldsfélagið K acquisi-tions, stærsti eigandi Kea-hótela, tapaði 1,4 milljörðum króna á árinu 2019 samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Stóran hluta af tapi samstæðunnar, sem rekur ellefu hótel víðs vegar um landið, má rekja til niðurfærslu á viðskiptavild sem nam 900 millj- ónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2019 námu um 5,7 milljörðum króna og jukust um 700 milljónir á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam um 2,3 milljörðum króna. Viðskiptavild, sem nam 5,3 milljörðum króna í byrjun árs, var hins vegar afskrifuð um 900 millj- ónir. „Ekki er búið að leggja mat á hugsanlega niðurfærslu viðskipta- vildar á árinu 2020 vegna kórónu- veirunnar en líklegt er að áhrif kórónuveirunnar muni valda nokkurri niðurfærslu,“ segir í árs- reikningnum. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 28.726 milljónum króna í lok ársins 2019. Eigið fé í lok ársins var 590 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið um 2,1 prósent. Kea Pt, sem er á vegum bandaríska fjárfestingafélagsins Pt Capital Advisors, fer með 50 pró- senta hlut, JL-Keahotel investor, sem er á vegum bandaríska fast- eignaþróunarfélagsins JL Proper- ties, fer með 25 prósenta hlut eins og Erkihvönn, sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grét- arssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar. Nýlega var gengið frá fjárhags- legri endurskipulagningu Keahót- ela, í gegnum hlutafjáraukningu og með samningum á milli eig- enda, lánveitenda og leigusala sem tryggðu félaginu stöðugan rekstrar- grundvöll vel fram á árið 2022. Landsbankinn fer með þriðjungs- hlut í félaginu á móti K acquisitions eftir endurskipulagninguna. Viðræður um endurskipulagn- ingu reksturs Keahótela, sem er ein stærsta hótelkeðja landsins og starf- rækir meðal annars hina sögufrægu Hótel Borg við Austurvöll og Hótel Kea á Akureyri, höfðu staðið yfir um nokkra hríð. Niðurstaðan var samkomulag sem batt saman hagsmuni eigenda og annarra hagsmunaaðila, sem eru annars vegar Landsbankinn og hins vegar ýmis fasteignafélög. Í því fólst að hluta skulda var breytt í hlutafé, núverandi eigendahópur kom með nýtt fé inn í reksturinn og leigu- salar gerðu samkomulag um veltu- tengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. – tfh Aðaleigandi Keahótela tapaði 1,4 milljörðum króna 900 milljónir króna var niður- færsla viðskiptavildar. 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.