Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 20
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Starfsmönnum í samstæðu verkfræðistofunnar Ef lu hefur fjölgað úr 180 stuttu eftir efnahagshrunið 2008 í hátt í 400 nú. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið
ýmist sameinast eða stofnað yfir
20 fyrirtæki.
Guðmundur Þorbjörnsson, sem
leitt hefur Eflu á þessum tíma, segir
að vöxturinn hafi verið um tíu pró-
sent á ári lengst af á síðasta áratug.
Hann hefur nú ákveðið að stíga úr
stóli framkvæmdastjóra og taka að
sér ný hlutverk í fyrirtækinu.
„Ég ákvað fyrir rúmu ári að árið
2020 yrði mitt síðasta í þessu hlut-
verki og myndi í kjölfarið afhenda
kef lið áfram. Þegar ég tók þá
ákvörðun grunaði mig ekki hve
krefjandi lokaárið yrði,“ segir hann
og vísar til efnahagsþrenginga sem
fylgt hafa COVID-19 heimsfaraldr-
inum. Ekki hefur verið ákveðið hver
muni taka við starfi framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, starfið verður
auglýst innan skamms.
„Margir eru í sömu sporum, að
velta fyrir sér framtíðinni þegar
líður á starfsævina og lokasprettur-
inn er fram undan. Ég vil taka hann
þegar ég er enn á fullri ferð. Mér
þykir meira spennandi að takast á
við nýja hluti en að halda áfram í
núverandi hlutverki út starfsævina.
Það er meiri áskorun,“ segir Guð-
mundur sem verður 64 ára á árinu.
Nær framlínunni
Hann segist hafa mikinn áhuga á að
taka þátt í þeim samfélagsbreyting-
um sem séu að eiga sér stað og unnið
sé að hjá Ef lu, eins og vegferðinni
til aukinnar sjálf bærni, stafrænni
þróun og annarri umbreytingu á
samfélagsgerðinni. „Ég hef áhuga
á að komast nær framlínunni. Þótt
ég sé byggingarverkfræðingur þá
get ég ekki lengur hannað burðar-
bita með góðu móti en ég hef mikla
yfirsýn yfir bransann eftir að hafa
starfað við fagið í langan tíma. Ég vil
taka þátt í viðskipta- og vöruþróun,
veita ráðgjöf og miðla þekkingu.
Þetta er í raun eðlileg starfsþróun.“
Guðmundur segir að það séu að
eiga sér stað kynslóðaskipti innan
Eflu á öllum stigum, þar á meðal í
framkvæmdastjórninni. „Okkur
hefur tekist vel að finna því lykil-
fólki nýjan farveg innan fyrirtæk-
isins sem stigið hefur úr leiðandi
hlutverkum. Það er verðmætt fyrir
fyrirtæki eins og Ef lu enda fylgir
aukinni reynslu meiri þekking og
yfirvegun sem leiðir til betri ráð-
gjafar fyrir okkar viðskiptavini.“
Hvað geturðu sagt um tilurð Ef lu?
„Ef la varð til á árinu 2008 með
sameiningu fjögurra verkfræði-
stofa. Á þessum árum var mikil
athafnasemi í þjóðfélaginu og verk-
efnin stór, þar með talið í orkugeir-
anum og iðnaði og eins og til dæmis
bygging Háskólans í Reykjavík og
Hörpu bera með sér. Erlendar stofur
voru í auknum mæli að sækja í þau
verkefni sem voru að verða til á
Íslandi. Eins fór unga fólkið að gera
ríkari kröfur um starfsumgjörð, það
vildi starfa hjá stærri fyrirtækjum
sem buðu f leiri tækifæri. Á þeim
tíma voru íslenskar verkfræðistofur
því að sameinast.
Ef la var kynnt til leiks í sömu
viku og Geir H. Haarde, þá forsætis-
ráðherra, bað Guð að blessa Ísland.
Allar forsendur fóru því beint út
um gluggann á fyrsta degi. Engu að
síður varð sameiningin okkur til
happs og gerði okkur betur í stakk
búin til að takast á við samdrátt-
inn sem fylgdi efnahagshruninu.
Á þeim tíma áttu minni verkfræði-
stofur sem voru sérhæfðar erfitt um
vik þegar tók að halla undan fæti á
þeirra sviði og verkefnin þornuðu
upp. Árið 2010 fóru umsvifin að
aukast á nýjan leik og vöxtur Eflu
var um tíu prósent ár frá ári lengst
af á síðastliðnum áratug,“ segir Guð-
mundur.
Ríflega 120 hluthafar
Hluthafar Eflu starfa allir hjá fyrir-
tækinu, eru ríf lega 120 og eignar-
haldið er dreift. Verkfræðistofan
velti um 7,1 milljarði króna árið
2019, hagnaðist um 205 milljónir
og arðsemi eiginfjár var 15 prósent.
Aðspurður segir Guðmundur að
íslenskar verkfræðistofur ráði nú
mjög vel við umfangsmeiri verk-
efni, og hafi erlendar verkfræði-
stofur ekki sótt hart inn á íslenska
markaðinn á síðustu árum þó að
dæmi séu ávallt um slíkt.
Hvers vegna óx fyrirtækið svo
hratt?
„Það má rekja til margra þátta.
Efnahagslífið tók við sér og tækifær-
in fóru að birtast aftur. Ef la hefur
lagt áherslu á að veita fjölbreytta
þjónustu og hvatt til frumkvæðis
og sjálfstæðis allra starfsmanna.
Með þessari breidd náðum við að
virkja fyrirtækið í heild afskaplega
vel og draga úr áhættu í rekstrinum.
Sterkur heimavöllur skiptir sköpum
Efla er með starfsemi í sjö löndum. Verkfræðistofan, sem velti sjö milljörðum árið 2019, sótti fram í ljósi sérhæfingar í orkuflutnings-
og samgöngumannvirkjum. Framkvæmdastjórinn segir Eflu í fremstu röð á heimsvísu í ráðgjöf varðandi orkuflutningsmannvirki.
Guðmundur segir að hugsunin með því að opna í Noregi á sínum tíma hafi verið að byggja nýja stoð undir starfsemina landfræðilega. „Sýn okkar er að breiða úr okkur þar í landi á sömu sviðum og við erum með á Íslandi. Það mun taka tíma,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég á fastlega von á
því að á næstu
misserum muni fyrirtækið
fara í eðlilegan vaxtarfar-
veg, enda tækifærin mikil til
framtíðar.
2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN