Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 18
Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Ég á bágt með að trúa því að tvö fyrirtæki á sam-keppnismarkaði semji um jafntef li á þeim grundvelli að sömu líf-eyrissjóðir eigi hlut í báðum fyrirtækjum,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðsins Birtu. Í umsögn Sam- keppniseftirlitsins til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um fyrirhugaða sölu á hluta eignar rík- issjóðs í Íslandsbanka segir meðal annars að samkeppnishömlur geti falist í því að sömu fjárfestar eigi í mörgum eða öllum fyrirtækjum í sömu atvinnugrein. Ólafur nefnir einnig að ekki megi líta á lífeyrissjóði sem eina heild, enda séu fjölmargir lífeyrissjóðir umsvifamiklir á innlendum verð- bréfamörkuðum og þeir taki fjár- festingarákvarðanir hver á sínum forsendum: „Þetta eru margir sjóðir. Hver og einn getur selt sig út úr félögum ef þeir sjá tilefni til þess, eins og dæmin sanna.“ Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, tekur undir það sjónar- mið: „Sjóðirnir starfa sjálfstætt og eiga ekki samstarf eða samráð um einstakar fjárfestingar. Stjórnir og starfsfólk sjóðanna er mjög meðvit- að um að virða reglur og sjónarmið sem gilda um þetta,“ segir Gunnar. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um hugsanlegar samkeppnishöml- ur vegna eignarhalds Íslandsbanka, segir meðal annars: „Fyrir liggur að lífeyrissjóðir eiga í mörgum tilvik- um veigamikinn eignarhlut í f leiri en einu atvinnufyrirtæki á sama markaði. Huga þarf sérstaklega að áhættum sem fylgja slíkum hags- munatengslum, ekki síst ef til þess kæmi að sömu lífeyrissjóðir ættu að auki veigamikinn eignarhlut í f leiri en einum viðskiptabanka.“ Þá bendir eftirlitið á að saman- lagður eignarhlutur þeirra lífeyris- sjóða sem eiga yfir 1% hlut í Arion banka, öðrum aðalkeppinauti Íslandsbanka, nemi um 35% af heildarhlutafé bankans. Þar af eiga þrír stærstu sjóðirnir um 24% hlut. Sú staða sem þarna er lýst er þegar fyrir hendi í öðrum skráðum félögum. Fimm lífeyrissjóðir – Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna, A- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Birta og Stapi – eiga saman- lagt um 38 prósent hlut í Högum. Meðal vörumerkja undir hatti Haga eru Hagkaup, Krónan og Olís. Sömu fimm sjóðirnir eiga svo samanlagt ríflega 41 prósent hlut í Festi, sem er beinn samkeppnisaðili Haga. Meðal þeirra verslana sem Festi rekur eru Krónan og N1. Fyrirtækin tvö eru því augljóslega beinir keppinautar á meðan sömu fimm fjárfestar eiga um tvo fimmtu hlutafjár í báðum félögum. Svipuð staða er uppi varð- andi eignarhald tryggingafélaga. „Það eru að mínu mati bæði kostir og áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í ákveðnum félög- um. Það er jákvætt að almenningur eigi hlut í skráðum hlutafélögum í gegnum lífeyrissjóði, en þannig má segja að félögin séu í raun almenn- ingshlutafélög. Það er einnig jákvætt að lífeyrissjóðir, sem fagfjárfestar, sjái sér hag í að fjárfesta í félögun- um. Sjóðirnir hafa flestir mótað sér eigendastefnu eða hluthafastefnu, meðal annars með ákvæðum um gegnsæi, stjórnarhætti og samfélags- lega ábyrgð sem þeir fylgja eftir,“ segir Gunnar. „Það má líka benda,” útskýrir hann, „að það væri erfitt fyrir sjóðina að velja einstök félög innan atvinnugreinar og útiloka önnur á grunni samkeppnissjónarmiða, sjóðirnir vilja hafa val um að dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörg- um hlutafélögum.“ Hann tekur hins vegar undir að það kunni að vera áhyggjuefni hversu stór hlutur sjóðanna er í ein- stökum félögum og greinum: „Það á sér skýringar í því að þeir fara með megnið af sparnaði landsmanna. Þrátt fyrir að sjóðirnir fylgi eftir eig- endastefnu er ekki við því að búast að þeir verði leiðandi fjárfestar í ein- stökum félögum eða búi yfir sama drifkrafti og einkafjárfestar.“ Ólafur nefnir einnig að tilnefn- ingarnefndir skráðra fyrirtækja, sem hafa það hlutverk að velja hæf- asta fólkið til stjórnarsetu, gætu haft hlutverki að gegna við að tryggja að samkeppnissjónarmiða sé gætt. Slík sjónarmið gætu þannig haft aukið vægi við val nefndanna á stjórnar- mönnum viðskiptabankanna og félaga þar sem eignarhald lífeyris- sjóða þverast yfir samkeppnis- markað. Telja ólíklegt að eignarhald sjóðanna hamli samkeppni Samkeppniseftirlitið telur að umfangsmikið eignarhald lífeyrissjóða á bæði Arion banka og Íslands- banka geti orsakað hömlur á samkeppni. Forsvarsmenn lífeyrissjóða segja hæpið að víðtækt eignarhald mismunandi lífeyrissjóða á fjármálafyrirtækjum hamli samkeppni, enda starfi allir sjóðir sjálfstætt. Söluferli Íslandsbanka er í startholunum. Sem fyrr er öflug þátttaka lífeyrissjóðanna talin mikilvæg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Telur að vægi skyldusparnaðar sé orðið of hátt á Íslandi og að kanna þurfi sparnaðarþörf landans Bent hefur verið á að auka þurfi frjálsræði við ráðstöfun sparnaðar landsmanna, til að mynda með frjálsari ráðstöfun séreignarsparnaðar. Gunnar Baldvinsson hjá Almenna segir að vægi skyldusparnaðar á Íslandi sé orðið of mikið. „Ég er persónulega þeirrar skoð- unar að vægi skyldusparnaðar á Íslandi í sparnaði einstaklinga sé orðinn of hár, en í raun má segja að flestir landsmenn séu skyld- aðir til að greiða fimmtung af launum sínum í lífeyrissjóð (15,5 prósent) og í viðbótarlífeyris- sparnað, sem er 4 prósent og er í raun þvingaður sparnaður. Því ef launþegi greiðir ekki 2 prósenta eigið framlag fær hann ekki 2 prósenta mótframlag. Þegar skylduiðgjald er orðið þetta hátt er lítið svigrúm fyrir venjulegt launafólk til að vera með annan sparnað og fjárfesta meðal annars í hlutabréfum. Ég myndi vilja að fram færi ítarleg greining á sparnaðarþörf ein- staklinga og það verði skoðað hvort þörf sé á svona miklum skyldusparnaði. Ég er einnig þeirrar skoðunar að æskilegt sé að lagaumhverfi lífeyriskerfisins verði endurskoðað þannig að einstaklingar fái meira svigrúm til að ráðstafa séreignarsparnaði sínum, til dæmis í hlutabréf,“ segir Gunnar. Sjóðirnir starfa sjálfstætt og eiga ekki samstarf eða samráð um einstakar fjárfestingar. Gunnar Bald- vinsson, framkvæmda- stjóri Almenna lífeyrissjóðsins Þetta eru margir sjóðir. Hver og einn getur selt sig út úr félögum ef þeir sjá tilefni til þess, eins og dæmin sanna. Ólafur Sigurðs- son, fram- kvæmdastjóri Birtu Framleiðsla álvers Rio Tinto í Straumsvík á síðasta ári nam í heild um 183 þúsund tonnum. Framleiðslan var stöðug milli ára og lækkaði um 1.000 tonn frá árinu 2019, en þetta kom fram í fram- leiðsluuppgjöri Rio Tinto vegna síðasta ársfjórðungs ársins 2020. Framleiðslan í Straumsvík svaraði til tæplega 5,8 prósenta af álfram- leiðslu Rio Tinto á heimsvísu, en í heild framleiddi fyrirtækið um 3,18 milljónir tonna af áli á síðasta ári. „Stefnumótun vegna framtíðar álversins í Straumsvík sem hófst í febrúar 2020 er yfirstandandi. Í júlí 2020 var send inn kæra til Sam- keppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Landsvirkjun mis- noti markaðsráðandi stöðu sína sem raforkuseljandi. Samninga- viðræður við Landsvirkjun, sem ætlað er að efla samkeppnishæfni álversins, eru enn í gangi,“ segir í framleiðsluuppgjörinu. Rio Tinto tilkynnti í ársbyrjun 2020 að dregið yrði úr raforkukaup- um á árinu 2020. Framleiðsla ársins 2020 er í samræmi við áætlanir, en á árinu 2019 var framleiðsla undir markmiði vegna þess að slökkva þurfti á einum kerskála af þremur á sumarmánuðum eftir myndun ljós- boga. Ljósbogar geta myndast þegar verið er að skipta um rafskaut kerja sem  geyma bráðið súrál og raf- spenna sem vanalega er dreifð á öll kerin verður milli rafmagnsleiðara og aðeins eins kers.  Þá myndast rafgas sem er tugþúsunda gráðu heitt og allt í nánasta umhverfi þess bráðnar og sviðnar í einu vet- fangi.  Framleiðslan í Straumsvík hefur verið undir afköstum síðan við ljósboginn myndaðist sumarið 2019, en á fullum af köstum getur álverið framleitt 220 þúsund tonn á ári. Á árinu 2018 var framleiðslan um 212 þúsund tonn. Lægri afköst álversins í Straums- vík hafa eðli máls samkvæmt dregið úr tekjum bæði Landsvirkjunar og Landsnets. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði snemma árs 2020 að framleiðslu- samdráttur Straumsvíkur myndi kosta Landsvirkjun um 2,5 millj- arða króna. Miðað við að flutnings- kostnaður Landsnets er um sex doll- arar á megavattstund er tekjutap vegna minni flutnings jafnframt um 500 milljónir króna.  Fram kemur í áðurnefndu fram- leiðsluuppgjöri Rio Tinto að meðal- söluverð hafi verið tæplega 2.000 dollarar á tonnið, en félagið áfram- vinnur hreint ál í álbolta og aðrar vörur sem seljast á hærra verði. Minni framleiðsla en ella í Straums- vík frá því síðsumars 2019 og út allt síðasta ár hefur því kostað um 14 milljarða í útf lutningstekjur, sem er litlu minna en ein loðnuvertíð.  thg@frettabladid.is Álframleiðsla í Straumsvík stöðug milli áranna 2019 og 2020 Samningaviðræður við Landsvirkjun, sem ætlað er að efla samkeppnishæfni álversins, eru enn í gangi. Aug lýsingastofan Sa ha ra býður nú upp á birtingaþjón-ustu varðandi hefðbundna miðla en hingað til hefur hún nær eingöngu veitt ráðgjöf við birtingar á stafrænum miðlum. „Birtingaþjón- usta Sahara mun ekki þiggja þjón- ustulaun frá fjölmiðlum í tengslum við birtingaþjónustuna, þess í stað renna þjónustulaun beint í vasa viðskiptavina Sahara. Við munum eingöngu rukka fyrir tímavinnu og kerfiskostnað í tengslum við birt- ingaþjónustu okkar. Þjónustan er boðin í mismunandi pökkum eftir umfangi ráðgjafar og kostnaður við ráðgjöfina er því fastur og þekktur fyrir fram,“ segir Davíð Lúther Sig- urðarson, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar. Sahara hefur frá stofnun veitt ráðgjöf um birtingar á stafrænum miðlum, eins og Facebook, Google, Instagram, YouTube og LinkedIn. Hann segir að seldur tími henti viðskiptamódeli Sahara vel. „Við- skiptavinir okkar hafa kallað eftir því að við tökum að okkur birtingar fyrir aðra miðla líka enda erum við alhliða auglýsingastofa og höfum ekkert á móti hefðbundnum miðlum þó þeir hafi ekki verið í forgrunni hjá okkur hingað til. Við sjáum eftir- spurn eftir slíkri nálgun á hefðbund- inni birtingaþjónustu og við erum að bregðast við því,“ segir hann. Davíð Lúther segir margar aug- lýsingastofur og birtingahús nýta sér umfangsmiklar rannsóknir og dýrar kannanir til að greina fjöl- miðlalandslagið. „Við ætlum okkur að vinna þessa þjónustu faglega og kaupa öll þau gögn sem í boði eru til að tryggja faglega nálgun,“ segir hann. Jón Heiðar Gunnarsson hefur verið ráðinn yfirmaður birtinga- mála. Hans hlutverk er að leiða þessa uppbyggingu en hann hefur sinnt birtinga- og markaðsráðgjöf fyrir mörg af þekktustu og stærstu vörumerkjum landsins síðastliðin ár. Davíð Lúther segir að auglýsinga- stofur hafi almennt fundið fyrir samdrætti í fyrra í ljósi efnahags- þrenginga. „Það er ódýrara að birta stafræna auglýsingar og því gekk okkur betur á árinu 2020 en ætla mætti af aðstæðum í efnahagslífinu. Fyrri hluti ársins var erfiður en við höfðum engu að síður um það bil 90 prósent af tekjum ársins 2019 á árinu 2020 og erum lítillega undir EBITDA- hlutfalli árinu á undan,“ segir hann. Útlit sé fyrir að fyrirtækið hafi verið rekið með hagnaði árið 2020. – hvj Sahara með birtingarhús Davíð Lúther Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri Sahara. 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.