Aðventfréttir - nóv. 2017, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - nóv. 2017, Blaðsíða 4
orði Guðs til fólksins? Því þeir þráðu að alþýðan kynntist sannleika Guðs. Þegar fólkið kynntist sannindum Biblíunnar sæi það einnig misræmið milli þess sem orð Guðs boðaði og þess sem prestarnir boðuðu. Sannleikurinn mundi frelsa það úr klóm óttans sem stofnanakirkjan hélt því í.3 Ellen White átti með siðbótarmönnunum sömu löngun um að allir hefðu aðgang að Ritningunum. „Bíblían var ekki fengin aðeins prestum og lærðum,“ reit hún. „Sérhver maður, kona og barn ættu að lesa Ritningarnar fyrir sig. Treystið ekki prestinum til að lesa þær í ykkar stað. Biblían er Guðs orð handa þér. Fátækir jafnt sem ríkir, ólærðir sem lærðir þarfnast þess jafnt. Og Kristur hefur gert orð sitt svo skýrt að enginn þarf að hnjóta um það. 4 Vegna þess að meginregla mótmælenda um að meðtaka boðskap Biblíunnar og láta hana túlka sig sjálf, þá voru flestar grunnkenningar okkar–hvíldardagurinn, ástand hinna dánu, helgidómurinn og rannsóknardómurinn–viðurkenndar áður en Kirkja sjöunda-dags aðventista var formlega stofnuð árið 1863. Ellen White skrifar um þessa grunnrannsókn á Biblíunni: „Safnaðarformaðurinn (Hiram) Edson og fleiri sem voru áhugasamir, heiðarlegir og heilir voru meðal þeirra sem leituðu sannleikans sem fólgnum fjársjóði eftir (vonbrigðin miklu) 1844. Ég fundaði með þeim og við rannsökuðum og báðum af heilum hug. Oft vorum við saman langt fram á kvöld, jafnvel alla nóttina, báðum um ljós, rannsökuðum orðið. Hvað eftir annað komu þessir bræður að rannsaka Ritningarnar: Hin sögulega-gagnrýna aðferð svokallaða gerir lítið úr trú á Guð og hlýðni við boðorð hans. Og þar sem slík sýn dregur úr guðlega þætti Biblíunnar sem innblásinnar bókar (m.a. einingu hennar), og dregur úr, eða misskilur, spádóma og umfjöllun um endalokin, þá hvetjum við rannsakendur Biblíunnar að reiða sig ekki á forsendur og niðurstöður þessarar aðferðarfræði. En í andstöðu við aðferð og forsendur hinnar sögulegu gagnrýni álítum við gagnlegt að taka mið af meginreglum Biblíurannsóknar sem samræmist kenningum Ritninganna sjálfra, sem viðurkenna einingu þeirra, og sem byggja á forsendunni um að Biblían sé orð Guðs. Slíkt viðhorf mun veita okkur gagnlega og gefandi reynslu með Guði. 7 Guð hefur gefið okkur tilskipun frá himni um að vera talsmenn orðs hans því það hefur sýnt sig vera áreiðanlegt og það umbreytir lífi fólks. Heimurinn er á kafi í svokallaðri tilvistarhegðun – fólk álítur allt vera afstætt, en svo er alls ekki! Það eru hreinar línur, takmörk og kröfur og slíkt finnst í orði Guðs og hlýðni okkar við orð hans. Verjið tíma með orði Guðs Við lifum á síðustu tímum, tíma Laódíkeusafnaðarins þar sem kristindómur er oft yfirborðskenndur. Óvinurinn gerir sitt ýtrasta til að snúa okkur frá Biblíunni og sannleikanum. Allt er reynt: Afþreying, fjölmiðlar, skemmtanir, vinna, tónlist, ágreiningur og innri átök, falskenningar, fjölskylduerjur, fjárhagsvandi – hvað sem er sem skerðir tíma okkar með orði Guðs. saman til að rannsaka Biblíuna, til að skilja boðskap hennar og til að geta boðað hana með myndugleika.“ 5 Gagnrýn sýn Í dag fyrirlíta sumir hugmyndina um „einfaldan lestur“ textans. Í þeirra huga er nauðsynlegt að nálgast Biblíuna með gagnrýnu hugarfari til að sjá hvaða hlutar orðs Guðs hafa eitthvað að segja okkur á 21. öldinni. Í stað þess að bera texta saman við aðra texta þá álíta þeir mannlega visku dómbæra um hvað skipti máli og hvað ekki. Eitt mesta baráttumál okkar Sjöunda-dags aðventista er baráttan um vald og áreiðanleika Biblíunnar. Munum að Biblían er eina vörn okkar þegar við með trúfesti fylgjum og framsetjum aðferð sögu- og biblíusýnar við túlkun hennar og leyfum henni að túlka sig sjálf, línu fyrir línu og meginreglu fyrir meginreglu. Gaumgæfðu eftirfarandi leiðbeiningar um að treysta Biblíunni: „Guð krefst meira af fylgjendum sínum en margir álíta. Til þess að byggja ekki von okkar um himininn á rangri undirstöðu verðum við að meðtaka Biblíuna eins og hún er og trúa því að Drottin meini það sem hann segir.“ 6 Aðferðir Biblíurannsóknar Kirkja okkar býr yfir formlegu skjali um hvernig rannsaka skuli Biblíuna. Þetta var samþykkt í framkvæmdastjórn Aðalsamtakanna á haustfundi í Rio de Janeiro í Brasilíu. Skjalið er ætlað „öllum þegnum Kirkju sjöunda dags aðventista til að leiðbeina um hvernig lesa skuli Biblíuna.“ Kynntar eru tvær leiðir til F Y R R I H V Í L D A R D A G U R B Æ N A V I K A N Nú er rétti tíminn til að tileinka sér staðfasta trú, sannfæringu og traust á orði Guðs. 4 Aðventfréttir | Nóvember 2017

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.