Aðventfréttir - Nov 2017, Side 10
Trúin ein réttlætir, en hún er ekki lengi ein. Eftir hugrakkan
framburð Martin Lúthers frammi
fyrir keisaranum, prinsum og
guðfræðingum þann 18. apríl árið
1921, þegar hann neitaði að draga
nokkuð til baka af afstöðu sinni,
kallaði spænska fylgdarlið keisarans:
„Kastið honum a bálið!“
Lúther lyfti upp örmum sínum
og kallaði, „Ég hef staðist það, ég hef
staðist það.“
Birtingamynd réttlætingar fyrir
trú
„Sjá, nýtt er orðið til“ (2 Kor.
5:17).
Þessi áhrifamikli atburður í sögu
siðbótarinnar er ljóslifandi dæmi um
hvað réttlæting fyrir trú merkir. Þrátt
fyrir að Lúther hafi ekki verið
sýknaður, hafði hann staðið hugrakkur
á sínum málstað í réttarsalnum.
Frammi fyrir dómstóli Guðs getum
við einnig staðið styrk og hlotið náðun
vegna hins frelsandi starfs Krists. Fyrir
trú, höfum við nú þegar gengið í
gegnum okkar persónulega dóm og
höfum stigið „yfir frá dauðanum til
lífs“ (Jóh. 5:24).
Stór munur er á dómum manna og
dómi Guðs: jarðneskur dómari getur
eingöngu sýknað, en hinn himneski
dómari er fær um að skapa á ný.
Sýknum Guðs er dómur sem felur í sér
nýja sköpun, sem umbreytir hinu
eðlislæga í andlega persónu: trúaðir
verða það sem þeir eru nú þegar!
Réttlættir, nú lifa þeir réttlátu lífi.
Saman merkir þetta „réttlætingu í
hinum fyllsta skilningi“1 í huga
siðbótamansins. Í dag tölum við um
„réttlætingu“ (fyrirgefningu synda) og
„helgun“ (að sigrast á syndinni). Ellen
White talaði um hið kristna líf sem líf
„trúar, sigra og gleði í Guði,“2 Fyrir
tilstuðlan kraftaverks, hefst nýtt líf.3
Fyrir trú grípum við í Jesú og
leggjum okkur undir vald himins.
Kristur og Heilagur andi hvetja okkur
til að lifa líflegu og virku andlegu lífi.
Lífið hér á jörð er ávöxtur og
vitnisburður frelsuninnar sem við
höfum hlotið. Það á að vera Guði til
dýrðar og öðrum til góðs, því trúin er,
eins og siðbótamaðurinn sagði,
„guðlegt afl í okkur sem umbreytir og
gerir okkur kleift að fæðast að nýju í
Guði“ (Jóh.1:13).
Trú „deyðir hinn gamla Adam,
breytir hjarta okkar, hugrekki, huga og
öllum krafti, auk þess að Heilagur andi
liðsinnir. Það er eitthvað líflegt, iðið,
virkt og kröftugt við trú sem gerir það
að verkum að ómögulegt er að hætta
að gera hið góða. Hún leyfir okkur
ekki heldur að spyrja hvort beri að
gera góð verk, heldur áður en
spurningin ber á góma, hefur trúin
þegar framkvæmt verkið og heldur
áfram að sinna því.“4
Lífsganga sem heiðrar Guð.
„Til þess að lifa nýju lífi“ (Róm 6.4).
Þó að þetta nýja líf sé svo
sannarlega afleiðing frelsunar fyrir
trú, þá er það samt sem áður
nauðsynlegt, eigi hið kristna líf að
vera trúverðugt. Í frelsunaráforminu
er markmið Guðs ekki einungis
fyrirgefning heldur einnig
umbreyting.
Við erum réttlát frammi fyrir
Guði á þeirri stundu sem við trúum
á Jesú, en það að verða réttlát er
stöðugt ferli allt okkar líf. Þetta ferli
felur í sér að Kristur ríkir í lífi þess
sem er trúfastur. Það felur í sér, eins
og Lúther segir, „upphaf nýs lífs.“5
Eftir að hinn trúaði hefur verið
löglega réttlættur, þá er það fyrir
Heilagan Anda að Kristur á daglega
frumkvæði í einstaklingnum að
guðlegri tilvist.
Guð vinnur með syndurum eins
og „miskunnsama Samverjanum“
sem bjargaði lífi manns sem hafði
verið rændur og særður. Á sama hátt
og Samverjinn hikaði ekki við að
hjálpa Gyðingnum, hikar Guð ekki
við að elska þá sem eru fjarlægir
Þ R I Ð J U D A G U R
B Æ N A V I K A N
hagnýtt
atriði
Réttlæti:
Kemur eitthvað eftir
réttlætinguna?
10 Aðventfréttir | Nóvember 2017