Aðventfréttir - Nov 2017, Page 18
Siðaskipti sextándu aldar er einn af hápunktum mannkynssögunnar. Í huga
sagnfræðinga er þar um að ræða
þáttaskil milli miðalda og nýrri tíma.
En í huga mótmælenda (þar á meðal
aðventista) orsakaðist þessi atburðarás
fyrir guðdómlega tilstuðlan. Kristnin
skyldi endurmótast í kenningu og
framkvæmd af hinu biblíulega orði í
stað manngerðra erfikenninga. Þetta
er kjarni þessa gríðarmikla trúarlega
umróts sem batt enda á hinar „myrku
miðaldir.“ Eins og Ellen White
orðaði það: „[Mótmælendastefnan]
leggur áherslu á þá meginreglu að öll
mannleg kenning skuli sveigð undir
spámanleg orð Guðs.“1
„Kom, undursamlegi dagur
endalokanna“ 2
Þessi mikilvæga meginregla gerði
Lúther ekki eingöngu að
siðabótafrömuði um spurninguna um
hvernig einstaklingurinn frelsast
frammi fyrir Guði heldur einnig
varðandi enduruppgötvun viðhorfs
frumkristinnar á degi endalokanna.3
Kristnir menn miðalda trúðu á
endurkomu Krists en þetta fyrirheit
var umfram allt umvafið ógn og ótta.
Án sannfæringar um frelsun birtust
endalokin sem „dagur hefndar og
skelfingar“ skrifaði
fransiskusmunkurinn Tómas frá
Selanó sem uppi var á miðöldum,
þegar „hinn strangi dómarinn birtist
til að fella dóminn.“ En Lúther veitti
gleði frumkristninnar aftur inn í
eftirvæntinguna um endalokin því
hann sá, gegnum biblíurannsókn sína,
að hin kristna von er „betri von“ (Heb
7.19), „lifandi von“ (1 Pt 1.3) og þess
vegna hin „sæla von“ (Tt 2.13).
Það má vel skilja hina ástríðufullu
löngun eftir frelsi í Kristi sem
siðbótafrömuðurinn upplifði í
trúargöngu sinni. Sem Lúther eltist
þeim mun meir jókst eftirvænting
hans. Fyrirheitið um endurkomu
Krists varð honum „prédikun fyllt
sætleika og gleði.“ Ef sá dagur myndi
aldrei koma óskaði hann þess að hann
hefði aldrei fæðst. Þess vegna er það
skiljanlegt að hann hafði bara eina ósk
fram að færa við Guð á vegferð sinni
gegnum átök og sorgir lífs síns: „Þú
lofaðir okkur degi þegar við yrðum
leyst undan öllu illu. Lát þann dag
renna upp hér og nú til að binda enda
á allt okkar böl.“4
Að „hafa“ og „enn ekki að hafa“
Lúther undirstrikaði að líf hins
kristna í þessum heimi er líf sem
einkennist af spennu. Staða hins
trúaða er að „hafa“ og á sama tíma að
„hafa ekki,“ að „vera“ og að „vera
ekki“. Kristnir eiga nú þegar frelsun
fyrir trú en eiga hana enn ekki
sýnilega. Nú þegar eru þeir réttlátir
frammi fyrir Guði en lifa samt í
brotnum, sundruðum heimi sem er
fráhverfur Guði. Þegar við íhugum
þessa biblíulegu meginreglu um „nú
þegar“ og „enn ekki“ skiljum við
tilfinningaþrungann og
eftirvæntinguna í löngun Lúthers eftir
degi endurkomu Krists. Því við sem
eigum fullvissu gjafar frelsunarinnar
sem er byggð á trúartrausti til Guðs
munum – eins lengi og við dveljum í
Guði – vænta dagsins með
ástríðurfullri löngun og djúpstæðri
gleði þegar persónuleg frelsun mun
brjótast út í frelsun allrar sköpunar.
Eins og Lúther orðaði það: „Mætti það
verða, kæri Drottinn Guð, að hinn
blessaði dagur heilagrar framtíðar
þinnar komi brátt.“5
Tákn tímanna – „prédikun fyllt
sætleika og gleði“
Eftirvænting endurkomunnar
styrktist sem áleið ævi
siðbótamannsins því honum fannst
hann oft máttvana að fást við
mannkynið og heiminn. Það varð
honum æ skýrar að hvorki prinsar
né páfinn gætu leyst vandamál
F Ö S T U D A G U R
B Æ N A V I K A N
engan
endi tekur
Sumarið
Að horfa í eftirvæntingu
til endurkomunnar
sem
18 Aðventfréttir | Nóvember 2017