Aðventfréttir - nov. 2017, Page 16

Aðventfréttir - nov. 2017, Page 16
Í hvert sinn sem kristnir minnast hinnar biblíulegu kennisetningar um réttlætingu sem fæst aðeins fyrir trú, verður endurvakning og endurbót. Það varð í tilfelli Marteins Lúthers. Þrátt fyrir meira en þúsund ára gamla kirkjuhefð sneri Lúther sér aftur að ritum Páls postula og setti fram hinar 95 greinar sem hrintu af stað siðbót 16. aldar. Þann 24. maí 1738 hlýddi John Wesley á Formála að Rómverjabréfinu eftir Lúther á samkomu í Aldersgate Street í London. Það varð til þess að Wesley hóf siðbótarhreyfingu á Englandi sem varð „áhrifamikið tímabil í sögu Englands.“2 Þetta varð einnig raunin árið 1888 á aðalfundi heimssamtakanna í Minneapolis. Nýr kafli byrjaði í sögu aðventkirkjunnar við íhugun á réttlæti Krists. Afrakstur þessarar nýju stefnu varð m.a. ritun fjölda bóka eftir Ellen White þar sem Kristur er miðpunkturinn: Vegurinn til Krists, Frá ræðustóli náttúrunnar (Thoughts from the Mount of Blessings), Dæmisögur Krists (Christ’s Object Lessons) og Þrá aldanna. Hinsvegar, á þeim tímum sem Kristnir lögðu áherslu á eigin afrek og verðleika hafa alltaf átt sér stað tímabil hnignunar. Aðeins tveimur öldum eftir Krist var skilningur Páls á réttlætingu fyrir trú farinn að gleymast. Á miðöldum voru fylgjendur þessarar kenningar í minnihluta og á hápunkti miðalda var almenni skilningurinn sá að “ef maður gerir allt sem í hans mætti stendur, mun Guð bæta við sinni náð.” Þessari setningu bauð Lúther við og í Formála að Rómverjabréfinu hrópaði hann “Ó, þið heimskingjar!”3 Réttlæting á syndurum eða réttlæting á Guði? Þegar litið er á þessar kringumstæður í samhengi við hið trúarlega ástand sem nú ríkir virðist þetta hafa litla skírskotun til okkar í dag. Í nútíma guðfræði hefur kenningunni um réttlætingu fyrir trú verið skipað skör lægra. Hún er álitin vera deilurit á lögmálsþrælkun Gyðinga á tímum Postulanna. Þar sem er aðeins fjallað um hana í tveimur bréfum Páls er réttlæting fyrir trú þess vegna „ekki eins mikilvæg” fyrir kristnu kenninguna um endurlausn. Þessi kennissetning er hverfandi, sagt er að þær sögulegu kringumstæður sem kenningin var sett fram undir eigi ekki lengur við. Undanþága er á þessu áhugaleysi og það í starfsreglum samkirkjuhreyfingarinnar. Í sameiginlegri yfirlýsingu Páfaráðs um einingu kristinna manna (Pontificial Council for Promoting Christian Unity) og Lútherska heimssambandssins frá árinu 1999 var komist að samhljóma áliti um meginreglur kennisetningarinnar um réttlætingu. Benedikt XVI páfi, sagði þetta vera „mikilvægan áfanga í vegferðinni að einingu kristinna.“4 Lítið hefur farið fyrir þessu skjali, en að mati margra fer það fögrum orðum um hluti sem þó enn er ósætti um. Annað atriði er að flest fólk er ekki lengur að leita að miskunnsömum Guði eins og Lúther gerði forðum. Í stað þess veltir fólk því fyrir sér hvort Guð sé yfir höfuð til. Ef svo væri þá ætti hann gera grein fyrir því hvers vegna það er svona mikil þjáning og illt í heiminum! Að sjálfsögðu er það ekki raunin að flestir veraldlegir menn séu árásagjarnir trúleysingjar. Ríkjandi viðhorfið er „hagnýtt guðleysi“, afstaða þar sem maðurinn berst ekki gegn Guði heldur einfaldlega hunsar hann, því menn geta lifað góðu lífi án hans. F I M M T U D A G U R B Æ N A V I K A N trú í dag fyrir Réttlæting guðfræði í daglegu lífi 16 Aðventfréttir | Nóvember 2017

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.