Aðventfréttir - Nov 2017, Qupperneq 29

Aðventfréttir - Nov 2017, Qupperneq 29
með litaðan pappír með mér. myndir þú vilja búa til vitnisburðarbók eftir hádegismatinn? “Já það vil ég gjarnan,” sagði lúkas brosandi. “Ég get ekki beðið eftir að sýna vinum mínum í skólanum!” BIBLÍUVERS “Hann sagði við þá: „Komið og fylgið mér og mun ég láta ykkur menn veiða.“ (mt. 4:19) Verkefni Gerðu þína eigin vitnisburðarbók. Þú getur notað litablöð, efnisbúta eða filtefni. svartur, rauður, Hvítur, Gulur (6,5cm x 7,5cm) Grænn 13cm x 7,5cm). 1. settu litafletina ofan á hvern annan í þessari röð: svartur, rauður, hvítur og gulur. 2. vefðu græna pappírnum, efninu eða filtinu utan um litafletina til að mynda bókarkápu. 3. ef þú notar pappír, heftaðu þá brúnina á bókinni, kjölinn. ef þú ert með efni eða felt, saumaðu eins sentimeters saum niður grænu felt hliðina, en vertu viss um að sauma í gegnum alla litafletina. saumurinn ætti að binda bókarkápuna og blaðsíðurnar saman. TIL UMHUGSUNAR Hvernig getur þú komist yfir það að vera hrædd/ur við að deila orðalausu vitnisburðarbókinni með öðrum? Það var rigning svo það þurfti að flytja sameiginlega hádegismatinn inn í hús, sem annars var búið að skipuleggja að hafa í garðinum. Jón kom og stóð við hliðina á lúkasi. “Ég er vonsvikinn að við getum ekki farið í garðinn,” sagði Jón. “Garðurinn er frábær staður til að borða saman og vitna um Guð fyrir fólki.” “Finnur þú fólk til að vitna fyrir í garðinum?! Hvernig gerir þú það?” spurði lúkas. “stundum leita ég eftir einhverjum sem lítur út fyrir að vera leiður,” sagði Jón. “Þá brosi ég til þeirra og segi þeim að ég voni að þau muni eiga góðan dag. stundum tala þau um hvers vegna þeim líður illa. Ég hlusta og spyr þau síðan hvort ég megi biðja fyrir þeim.” “Þú gætir gert það sama í skólanum. Ég er viss um að það eru einhverjir nemendur sem eiga erfitt,” sagði Jón. “Ég hef séð nokkra þannig, en ég hef aldrei alveg vitað hvað ég ætti að segja” viðurkenndi lúkas. “Ég myndi vilja segja vinum mínum í skólanum frá Jesús, en ég finn ekki réttu orðin til að segja. Það er mjög vandræðalegt.” “Ég er einmitt með það sem þú þarft, og þú getur búið það til sjálfur,” sagði Jón. Hann dró litla bók upp úr vasanum sínum og rétti lúkasi. Bókin hafði græna kápu. Inni í bókinni voru auðar síður, svört, rauð, hvít og gul. “Hvernig getur bók án orða hjálpað mér að muna hvað ég get sagt?” spurði lúkas. “litirnir munu hjálpa þér,” sagði Jón. “svart minnir okkur á að við erum syndarar sem gerum ranga hluti. Þannig er líf okkar með syndinni.” Jón fletti á rauðu blaðsíðuna. “rautt minnir okkur á að Jesús dó og úthellti blóði sínu á krossinum fyrir okkur.” næsta blaðsíða var hvít. “Hvítt þýðir að syndir okkar hafa verið hreinsaðar!” sagði lúkas spenntur. “og svo er það besta - gulur lofar því að við getum lifað með Jesú að eilífu! Hvað þýðir græna bókarkápan?” spurði Jón. “Grænn þýðir venjulega eitthvað sem vex,” sagði lúkas. “Það er rétt,” sagði Jón. “Þegar við höfum tekið við Jesú, þá verðum við að vaxa í nýju lífi okkar. Það gerum við með því að lesa Biblíuna, segja öðrum frá Jesú, og með því að eyða tíma í með trúsystkinum okkar.” “Það vill þannig til að ég er Hvað get ég F Ö S T U d a g U r Barnalestrar S ga t? Nóvember 2017 | Aðventfréttir 29

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.