Aðventfréttir - nóv. 2017, Blaðsíða 9
Þeir vissu ekki
“Þeir þekkja ekki réttlætið, sem Guð
gefur” (Róm 10.3).
Spámenn Gamla testamentisins
kenndu mjög skýrt að þörf
mannkynsins fyrir hjálpræði verður
aldrei uppfyllt fyrir mannlegar dygðir
einvörðungu (Jes 64.5). Frelsun
mannsins þarfnast réttlætis Guðs—
fyrir fyrirgefningu Hans og
náðarsamlega viðtöku. Þessi
sannleikur varð óljós, aldirnar eftir lok
Gamla testamentisins.
Á þeim tíma varð munnleg
fræðsla, sem ætlað hafði verið að
útskýra ritninguna, jafngild hinu
opinberaða orði Guðs. Þannig varð
ritningin ásamt munnlegri hefð
grundvöllur trúarinnar. Við lögmálið,
Torah, var bætt ýmsum leiðbeiningum
um hvernig skyldi framfylgja því,
sumar komu í staðinn (Matt 15.1-6)
eða breyttu því (Róm 9.31,32). Það
sem hugsað var sem “leiðbeiningar
fyrir lífið” breyttist í “leiðina til
frelsunar”. Þessi misskilningur leiddi
til trúarlegrar formfestu (Matt 23.23),
jafnvel trúarlegs hroka (Lúk 18.9-14)
meðal Faríseanna á dögum Jesú.
Þekkingin á nauðsyn náðar Guðs
var ekki algerlega glötuð eins og sést í
Apókrýfum Gamla testamentisins.3
En áherslan varð æ meir á gildi eigin
verka, sem hugsuð voru sem
friðþæging fyrir syndir,4 auk þess sem
þau gerðu tilkall til verðleika frammi
fyrir Guði.5
Allt lífið varð að “ánauðaroki”, og
Farísearnir kepptust við að “sýna
guðrækni sína”, “upphafningu þeirra
sjálfra” og trúðu því að réttlæti þeirra
myndi vera „vegabréf til himins“.6
upplifað hana. Gegnum marga
glímuna við sjálfan sig, við guðfræði
síns tíma og fylgissveina hennar, hafði
honum skilist hvað þarf að vera
grundvallar reynsla hins kristna:
„Réttlæti er að þekkja Krist“.7 n
1. Wilhelm Dantine, Die Gerechtmachung des Gottlosen (Munich: Christian Kaiser Verlag,
1959), bls. 248.
2. Marteinn Lúther, Tischreden, 3, 3232c.
3. Barúk 2.19, 27.
4. Tóbít 12.9.
5. H. L. Strack og P. Billerbeck, Kommentar zum Neuen Testament aus Talmud und
Midrasch (Munich: Beck, 1961), IV/1. bindi, bls. 491.
6. Ellen G. White, Þrá aldanna (Frækrnið-bókaforlag aðventista, 1999), bls.
7. Marteinn Lúther, Luthers Schriften: Weimar Edition (Stuttgart: Metzler, 2006), 31/II.
bindi, bls.98.
Glataðar sálir og kærleiksríkur
Guð okkar
Jesús afneitaði þessari kenningu
frelsunar með skýrum hætti. Hann
hélt fram og dró upp mynd af Guði og
mannkyninu sem í
grundvallaratriðum var ólík. Hann
leitaði eðlis mannsins af meiri dýpt en
nokkur samtímamanna hans. „Illar
hugsanir“ vakna frá hjarta
einstaklingsins (Matt 15.19) og hann
er því fullkomlega ófær um góð verk í
augum Guðs. Það krefst róttæks
viðsnúnings og trausts á
fagnaðarerindinu (Mk 1.15). En
jafnvel þó við höfum gerst lærisveinar
þá þurfum við að treysta algerlega á
Guð, þá þarf maður að treysta
algerlega á Guð, því við erum alltaf
“tómhent” frammi fyrir Guði
(Matt.5.3). Verk okkar, er við fylgjum
Jesú veita enga verðleika, en eru
eðlilegur ávöxtur viðvarandi nærveru
Hans. (Lúk 17.10).
Guð, okkar miskunsami faðir, ber
linnulausan kærleika til glataðra barna
sinna; Hann fyrirgefur ætíð hinum
iðrandi syndara og tekur fúslega við
honum aftur (Lúk 15.20-24). Við,
lærisveinar Hans, höfum verið kölluð
til starfa. En sú umbun sem við
hljótum fyrir erfiði okkar er ekki laun
sem við getum krafist af Honum, því
hann veitir okkur alltaf góðar gjafir
langt umfram það sem við eigum
skilið (Matt 20.15). Þau laun sem
Guð gefur er ekki eitthvað sem Hann
skuldar, heldur enn ein gjöfin sem
hann veitir af gæsku sinni.
Það sem veitti Marteini Lúter
forskot á andstæðinga sína lá í þeirri
staðreynd að hann hafði ekki aðeins
öðlast þessa þekkingu heldur einnig
Samstundis fann ég að ég hafði fæðst að nýju og
gengið inn í sjálfa paradís gegnum opin hlið.
—Marteinn Lúther
Hver er munurinn á almennum
skilningi á „réttlæti“ og því sem
Biblían kallar „réttlæti Guðs“?
Hvernig er réttlæti Guðs
mikilvægara en réttlæti
heimsins? Hvernig getum
við best útskýrt þetta fyrir
samtímafólki okkar, bæði
ungum sem eldri?
Hvernig var skilningur Jesú
á Guði og mannkyninu
frábrugðinn skilningi samtíma
hans og okkar?
1
3
2
ÍHUGUNAR
T I L
og UMRÆÐU
Nóvember 2017 | Aðventfréttir 9