Aðventfréttir - Nov 2017, Page 25
J se ú
Luc var út í garði ásamt fjölskyldu sinni. Þau opnuðu garðskúrin og tóku út
garðverkfærin. Það hafði blásið
hressilega um nóttina og allt á
rúi og stúi. tess og Jakob
hófust handa við að týna
saman trjágreinar.
mamma senti luc til að
aðstoða föður sinn sem var
að stilla upp stiga við
húsvegginn. Pabbi ætlaði að
taka niður trjágreinarnar sem
stormurinn hafði feykt upp á þak.
Pabbi klifraði upp stigann og
upp á þak.
„Þú ert frekar hátt uppi,“ sagði
luc.
Pabbi var snöggur að safna
saman greinunum, fór að
stiganum og leit niður til luc.
„Þessi stigi minnir mig á
samræður okkar síðastliðin
kvöld,“ sagði pabbi.
„Hvernig getur stigi haft
eitthvað með synd og réttlæti að
gera?“ spurði luc. „skjóstu og
náðu í tess, Jakob og mömmu
þína,“ sagði pabbi.
Þegar allir höfðu safnast
saman sagði pabbi “við höfum
verið að læra um hvernig syndin
aðskilur okkur frá Guði. Þessi
stigi fékk mig til að hugsa um
Jesú, dauða hans og hvað dauði
hans þýðir fyrir okkur. Þó ég
myndi teygja hönd mína niður til
ykkar og þið ykkar hendur upp,
gætu þær ekki snerts. Þegar
adam og eva syndguðu gerðu
þau bil milli sín og Guðs.“
„en Guð senti Jesú til að
að teygja sig
deyja fyrir syndir okkar,“ sagði
tess. „reddaði það ekki bilinu
sem var á milli?“
“rétt er það,“ sagði pabbi.
„Jesús varð meðalgöngumaður
milli okkar og Guðs.“
„mamma, gætir þú verið svo
væn að klifra upp hálfan
stigann?“ spurði pabbi. „Jesús
lifði syndlausu lífi. Hann dó og
reis upp frá dauðum. með því
bætti hann fyrir bilið sem var
milli Guðs og okkar. ef ég teygði
hönd mína til mömmu og hún
teygði hönd sína til mín, gætum
við snerts. luc, gætir þú teygt út
hönd þína til mömmu þinnar?
luc teygði upp hönd sína og
snerti hönd móður sinnar.
„Þegar við tökum á móti Jesú,
þá nálgumst við hann og réttum
út hendur okkar. Jesú teygir sig
til okkar, en sleppir ekki hönd
sinni á Guði,“ sagði pabbi. „Hann
er tenging okkar við Guð.“
BIBLÍUVERS
Það er einn meðalgangarinn
milli Guðs og manna, maðurinn
Kristur Jesús. (1. tímóteusarbréf
2.5)
Verkefni
luc og fjölskylda hans
tengdu saman hendur sínar til
að sýna hlutverk Jesú sem
meðalgöngumann milli Guðs og
okkar. Prófa þú að gera þetta
með fjölskyldu þinni.
TIL UMHUGSUNAR
Hvað myndi gerast ef Jesús
myndi ekki rétta út hönd sína til
okkar og til Guðs?
M á n U d a g U r
Barnalestrar
í hönd
Nóvember 2017 | Aðventfréttir 25