Aðventfréttir - Nov 2017, Page 28

Aðventfréttir - Nov 2017, Page 28
Lúkas horfi á töskurnar við hurðina. Hann var mjög spenntur því innan nokkurra klukkutíma myndi hann hitta ömmu og afa. Á leiðinni hugsaði lúkas um ömmu og afa. afi var alltaf að segja sögur og amma eldaði og bakaði dásamlegan mat. Ánægju tilfinning fyllti lúkas þegar hann hugsaði um ömmu og afa. stuttu seinna sofnaði hann. “Halló, svefnpurrka” lúkas nuddaði augun. “Ætlar þú að sofa alla heimsóknina?” spurði röddin aftur. “afi!” kallaði lúkas ánægður. “Ég hef sofnað á leiðinni”. lúkas tók töskuna sína í aðra höndina og með hinni greip hann í hendi afa. saman gengu þeir inn í húsið. Þar ilmaði allt af nýbökuðu brauði og það kitlaði nef lúkasar. Á meðan fjölskyldan borðaði kvöldmat saman töluðu þau um hvað væri að gerast í lífi þeirra. Brátt var matartíminn búinn og komið að tilbeiðslu. afi byrjaði á að fara með bæn. “í kvöld langar mig til þess að við segjum frá því sem við erum þakklát fyrir í lífi okkar og af hverju” sagði afi. “Jake, byrjum á þér”. loks var komið að lúkasi. “Ég er þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu sem er alltaf glöð” sagði lúkas. “sumir vina minna eiga fjölskyldur sem eru alltaf að rífast, ég er glaður að mín fjölskylda gerir það ekki”. Þegar lúkas horfði á afa sá hann tár í augum hans. “Það sem þú sagðir er mér mikils virði” sagði afi. “sjáðu til, einu sinni var ég nefnilega mjög vondur maður”. lúkas horfði hissa á afa. “afi vondur, það gat ekki verið. Hann var ein indælasta manneskjan sem lúkas þekkti!” amma jánkaði þessu. “Fyrir langa löngu átti afi í erfiðleikum með skap sitt” afi horfði út í loftið og virtist vera að rifja upp löngu liðna atburði. “Það er rétt sem amma segir” “Ég hafði enga stjórn á skapi mínu né viðhorfi” sagði afi. “Þetta var áður en ég tók við Jesú í hjarta mitt. Þegar ég játaði syndir mínar fyrir Jesú þá bað ég hann um að breyta mér og taka í burtu slæma skapið. Á hverjum degi bað ég Jesú að hjálpa mér að stjórna skapi mínu” sagði afi. “suma daga gat ég stjórnað því og þá þakkaði ég Jesú fyrir hjálpina. aðra daga varð ég virkilega reiður og þá bað ég Guð að fyrirgefa mér. með Guðs hjálp náði ég að lokum að stjórna skapi mínu”. “vááá” sagði lúkas. “við erum búin að vera að læra um ávexti andans eins og frið, kærleika, gleði og sjálfsstjórn. Ég held að þú hafir ávöxt andans afi!” afi hló. “Það er rétt lúkas. Þegar við tökum á móti Jesú og játum syndir okkar, þá breytist líf okkar”. BIBLÍUVERS og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. (esekíel 36:26) Verkefni Blandaðu 4 msk af ediki með 1 tsk af salti. settu nokkra koparpeninga í vökvann og láttu liggja í nokkrar mínútur. taktu peningana upp úr og þurrkaðu. Hvaða breyting varð á peningunum? TIL UMHUGSUNAR er eitthvað í lífi þínu sem þú þarft hjálp frá Jesú til að breyta? fullt af F i M M T U g d a g U r Barnalestrar Hjarta mitt er m y n d : s t o c K B y t e Gel ið 28 Aðventfréttir | Nóvember 2017

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.