Aðventfréttir - nóv. 2017, Blaðsíða 14

Aðventfréttir - nóv. 2017, Blaðsíða 14
.org Español Français Deutsch Português 中文 한국어 Română Bahasa русский is here The all new Web site M I Ð V I K U R D A G U R B Æ N A V I K A N Hinn kristni lifir ‚undir lögmálinu‘ en án lögmálsins.’ —Marteinn Lúther Wittenberg, í Þýskalandi. Fyrsta greinin var eins og sprengja: verk eru ekki hegning fyrir synd; iðrun er fastur liður í lífi hinna kristnu. „Þegar Drottinn vor og Meistari Jesús Krisur sagði: ´Gjörið iðrun´ þá vildi Hann að allt líf hinna trúuðu einkenndist af iðrun.“7 Haltu boðorðin Í „Ritgerð um Góð Verk“ (skrifuð árið 1520) útlistaði Lúther það sem hann vildi að verk hinna kristnu ættu að vera. Góð verk eru einungis þau sem Guð fer fram á, en ekki þau sem fólk krefst. Ef við viljum vita hver þessi verk eru þá ættum við að hlusta á Krist þegar Hann talar við ríka, unga höfðingjann: „Ef þú vilt inn ganga til lífsins þá haltu boðorðin.“ (Matt 19.17). Þessi boðorð eru Boðorðin Tíu, ekki kirkjuréttur eða erfikenningar kirkjunnar. Til þess að halda þessi boðorð þurfum við trú sem Guð gefur okkur, sem veitir þar til nauðsynlegan kraft. Án Krists eru verkin dauð. 8 Án verka, sem eru ávöxtur trúarinnar, er trúin aðeins sýndarmennska. „Það ber að sameina trú og verk, svo að summa alls lífs hins kristna hafi að geyma hvort tveggja.“9 Góð verk eru „tákn og innsigli“ þess að trúin er sönn.10 Trú birtist í kærleika, og kærleikur er að halda boðorðin.11 Þannig lifa hinir kristnu „undir lögmálinu, en án lögmálsins.“12 „Án lögmálsins“ vegna þess að hinir kristnu eru ekki dæmdir af lögmálinu; „undir lögmálinu“ vegna þess að það er áfram í gildi jafnvel fyrir endurfædda kristna einstaklinga. Lögmálið er nauðsynlegt til þess að þekkja syndina (Róm 3.20) og til þess að stefna – upplýst og uppörvuð af Heilögum Anda – að vilja Guðs. (Róm 8.4; Heb 8.10). Á svipuðum nótum skrifaði Ellen White að vissulega getur lögmálið ekki frelsað okkur. En þegar Guð heimfærir það á hjörtu okkar þá geta og eiga hinir kristnu að uppfylla það. 13 Lúther átti í baráttu við „andlögmálssinna,“ „andstæðinga lögmálsins“ innan sinna eigin raða. Siðbótarmaðurinn harmaði það að margir af fylgjendum hans vildu einungis njóta „sætleika fagnaðarerindisins,“ þar sem réttlæting syndarinnar var mikilvægari en réttlæting syndarans. Hann grunaði að sá tími myndi koma þegar fólk myndi lifa samkvæmt eigin hugmyndum og halda því fram að Guð væri ekki til.14 Guð hefur kallað aðventista til þess að vara við þessari hættu og hvetja eindregið til trúmennsku við boðorð Guðs. Hann hefur gefið okkur „sérstakan boðskap,“ siðbótarboðskap að endurreisa, varðveita, og halda „lögmál Guðs.“ Ellen White lýsti þessum boðskap sem „hinum síðasta aðvörunarboðskap til heimsins.“15 n 1. Joseph Lortz og Erwin Iserloh, Kleine Reformationgeschichte (Freiburg im Breisgau: Herder, 1969), bls. 25. 2. Roland Bainton, Martin Luther 4. útgáfa (Göttingen: Vandenhoeck og Ruprecht, 1962), bls. 54,55. 3. Katechismus der Katholischen Kirche (Munich: 1993), málsgreinar 1494-1498. 4. Lortz og Iserloh, bls. 41 5. Marteinn Lúther, 27. Mótmælagrein, tilvitnun í Ingetraut Ludolphy, Die 95 Thesen Martin Luthers (Berlin: Evangelische Verlagsanstalt, 1976), bls. 23. 6. Marteinn Lúther, Luthers Schriften, Weimar Edition, Briefe (Stuttgart: Metzler, 2002), 1. bindi, bls. 111. 7. Ludolphy, bls. 20. 8. Marteinn Lúther, Luthers Schriften, Weimar Edition, Briefe (Stuttgart: Metzler, 2003), 6. bindi, bls. 204,205. Því miður leitaði Lúther sjálfur aftur í smiðju kirkjulegrar hefðar þegar hann taldi sig hafa fundið atriði í boðorðunum tíu sem bentu til þess að þau væru háð þeim tíma er þau voru gefin, og lýstu þannig hvíldardeginum sem gyðinglegum, en sem þó átti uppruna sinn í sköpuninni. Samtímis varð hann samt að viðurkenna að sunnudaghelgihald átti uppruna sinn í erfðavenju kirkjunnar. (Der Große Katichismus [Munich, Siebenstern, 1964], pp. 37,38). 9. Marteinn Lúther, Luthers Schriften, Weimar Edition, Briefe (Stuttgart: Metzler, 2003), 12. bindi, bls. 289. 10. Sama rit, 10/III. bindi, bls. 225,226. 11. Heinrich Bornkamm, Luthers Vorreden zur Bibel (Frankfurt/Main: Insel Verlag, 1983), bls. 179. 12. Marteinn Lúther, Luthers Schriften, Weimar Edition, Briefe (Stuttgart: Metzler, 2006), 39/I. bindi, bls. 433. 13. Ellen G. White, Ættfeður og spámenn (Frækornið - bókaforlag aðventista, 2011 ), bls. 263. 14. Marteinn Lúther, Luthers Schriften, Weimar Edition, Deutsche Bibel (Stuttgart: Metzler, 2003), vol. 12, p. 289), 11/ II. bindi, bls. 117. 15. Ellen G. White, Evangelism (Washington D.C.: Review and Herald Pub. Assn., 1946), bls. 225. Hvers vegna er það mikilvægt fyrir kristna einstaklinga að þekkja hegðunarviðmið sín? Hversu mikilvæg eru boðorð Guðs í lífi okkar? Hvernig reynum við í lífi okkar „frelsi frá lögmálinu“ og „frelsi í lögmálinu“? Hvað var það sem Lúther óttaðist á sínum dögum? Rættist það sem hann óttaðist? Hver er tilgangur aðventhreyfingarinnar á okkar dögum? 1 3 2 ÍHUGUNAR T I L og UMRÆÐU 14 Aðventfréttir | Nóvember 2017

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.