Aðventfréttir - nóv. 2017, Blaðsíða 13

Aðventfréttir - nóv. 2017, Blaðsíða 13
Hinn kristni heimur, rétt fyrir siðbótina, var heimur mikilla athafnasemi trúariðkana. Fólk flest var guðrækið og trúfast kirkjunni. En guðrækni þess var að miklu leyti sprottin af blekkingum. Þetta er almennt viðurkennt, jafnvel af kaþólskri sagnaritun: „Bænir, líf, og kenningar áttu lítið skylt við Ritninguna og hugsjónir postulanna.1 Trúarlíf bar oft merki um ytra form og reglur, venjubundin formsatriði. Á hverjum degi, í borginni Köln, í Þýskalandi, voru fleiri hundruð altarisgöngur sem sakramenti, en það var ekki boðið upp á eina einustu bænastund á máli almennings, né var ungmennum veitt uppfræðsla. Fólk flykktist til munkaklaustra í leit að veraldlegu og andlegu öryggi. Íbúatala Þýskalands á þessum tímum var um það bil 20 milljónir. Af þeim voru ein og hálf milljón prestar og munkar. Hinir trúuðu voru ekki hvattir til þess að lesa Heilaga Ritningu, heldur til þess að leggja í erfiða pílagrímsgöngu (eins og ferð til „hinnar heilögu skikkju Krists“ í Treves, Þýskalandi) eða til að dást að fjölmörgum söfnum helgra dóma. Friðrik hinn vitri kjörfursti í Saxlandi, sem réði héraðinu þar sem Lúther bjó, átti safn meira en 19.000 helgra dóma.2 Þar á meðal var „hey út jötu Jesú,“ „trjágrein úr hinum brennandi runna,“ og „mjólkurdropar úr Maríu móður Jesú.“ Aldrei voru bornar brigður á trúverðugleika þessarra hluta. Átökin um aflátskenninguna Krafa Jesú um að gera „góð verk“ (Matt 5.16) var afbökuð þannig að hún varð fullkomlega framandi fagnaðarerindinu. Þegar Jesús fyrirgaf fólki syndir þeirra (Mrk 2.5; Jóh 8.11) þá íþyngdi hann þeim ekki með frekari hegningu, heldur lét það í friði fara. Guðfræðingar miðaldanna, hinsvegar, snéru náð Jesú upp í flókið kerfi boða og verka. Sagt var að einstaklingur gæti fengið fyrirgefningu syndar hjá presti í skriftartíma, en til viðbótar þurfti viðkomandi að inna af hendi verk iðrunar til þess að bæta fyrir syndina. En það var einnig hægt að sleppa við þessi verk iðrunar. Í þessum tilgangi var kenning um aflát frá veraldlegum syndum þróuð. Þetta byrjaði á miðöldum þegar hægt var að kaupa aflát fyrir hina dánu sem voru (að því að haldið var) í hreinsunareldinum. Þrátt fyrir það að hætt var við að selja aflátsbréf eftir siðbótina, er kenning rómversk- kaþólsku kirkjunnar enn við lýði enn þann dag í dag. 3 Siðbótin spratt upp vegna ágreinings um réttmæti iðrunarverka og sölu á aflátsbréfum. Páfarnir á þeim tíma hvöttu til sölu á aflátsbréfum til fjáröflunar fyrir byggingu Péturskirkjunnar í Róm. Að sögn kaþólska kirkjusöguritarans Jósephs Lortz fór „hneykslanleg fjárplógsstarfsemi“ 4 að breiðast út. Einn af fremstu aflátsprédikurunum var dominíkanski presturinn Jóhann Tetzel, en hann lofaði hinum trúuðu að „um leið og silfrið snerti kistubotninn hjá honum myndi hin frelsaða sál til himins fljúga.“ 5 Þetta vakti reiði hjá hinum unga guðfræðiprófessor, Martin Luther í Wittenberg. Í bréfi til erkibiskupsins Albrecht frá Mainz mótmælti Lúther þessari afbökun kristinnar kenningar: „Hvergi nokkurs staðar hefur Kristur boðið prédikun afláts, heldur skuli öll áhersla lögð á prédikun fagnaðarerindisins.“ 6 Samkvæmt frásögn vinar Lúthers, Philipps Melanchthon, ritaði Lúther þessar línur 31. október, 1517, og negldi 95 setningar varðandi aflát og iðrunarverk á hurð kastalakirkjunnar í M I Ð V I K U R D A G U R B Æ N A V I K A N endurspegla Boðorð Hegðun okkar endurspeglar hver við erum. eðli hans Guðs Nóvember 2017 | Aðventfréttir 13

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.