Aðventfréttir - Nov 2017, Page 17
Áskorun okkar
Hvernig getum við sem erum
kristin nálgast fólk sem hefur þetta
viðhorf og vakið það til vitundar um
frelsunaráformið? Flestir vita ekki
hvað synd er, hvað þá að hún sé fyrst
og fremst brot gegn Guði (Sálm.
51:5-11). Þeir vita heldur ekki
hvernig fyrirgefning fæst (1. Jóh. 2:2)
og að í boði sé friður (Róm. 5:1) og
von (Títus 2:11-14) sem heimurinn
getur ekki gefið.
Þó menn virðist ekki hafa pláss
fyrir Guð, þjást þeir af sektarkennd í
samskiptum sínum við aðra. Þeir
upplifa togstreitu sín á milli,
félagslegt og pólitískt óréttlæti, stríð
milli þjóða og eyðileggingu
náttúrunnar – grundvöll tilvistar
þeirra.
Boðskapur aðventista getur
höfðað til sjálfsvitundar fólks á
nokkra vegu:
Við viðurkennum að fráhvarf frá
okkur sjálfum og umhverfi okkar á
rætur að rekja til fráhvarfs frá
lífgjafanum og skaparanum.
Úrskurður Páls er skýr: „Ekki er
neinn vitur, ekki neinn sem leitar
Guðs. Allir eru þeir fallnir frá, allir
saman ófærir orðnir. Ekki er neinn
sem auðsýnir gæsku, ekki einn
einasti.“ (Róm. 3:11-12).
Reynsla okkar ber vitni um
sannleiksgildi eftirfarandi
fullyrðingar: „Getur blámaður breytt
hörundslit sínum eða pardusdýrið
flekkjum sínum? Ef svo væri
munduð þér og megna að breyta vel,
þér sem vanist hafið að gjöra illt.“
(Jer. 13:23).
Kringumstæður okkar eru ekki
vandamálið. Rót vandans er
mennskan sjálf sem getur hvorki haft
stjórn á sér né fundið varanlega
lausn fyrir þennan heim. Jesús sagði
og Páll tók undir: „Því að frá
hjartanu koma illar hugsanir“ (Matt.
15:19) og við erum „seld undir
syndina.“ (Róm. 7:14). Synd (eintala,
ástand) er það að snúa sér frá Guði
og að sköpuninni: við höldum að við
getum verið okkar eigin herrar. Þetta
viðhorf leiðir til synda (fleirtala,
athafnir).
Hvað eigum við þá að gera?
Einu lausnina á þessu vandamáli er
að finna í Jesú frá Nasaret, hinum
fullkomna manni. Í lífi hans, dauða og
upprisu er frelsun okkar tryggð. Hann
bjó meðal okkar „í heiminum“ en var
ekki „af heiminum“. Jesú er vegurinn
til baka til Guðs, því sá sem hefur séð
hann hefur séð föðurinn. (sjá Jóh.
14:6,9).
Í heiðarleika viðurkennum við að
ásókn manna í „veröld nýja og góða”
er útópía. Þrátt fyrir miklar framfarir
á sviðum tækni – t.d. kjarnorka, ferðir
út í geim, stafræn bit og byte – er þessi
heimur samt sem áður hverfull.
Syndarar geta ekki skapað neitt
syndlaust! Guð er sá eini sem getur
lofað og gefið „hinn nýja himinn og
hina nýju jörð, þar sem réttlæti býr“
(2 Pét. 3:13); fylgjendur Krists geta
síðan vænst þess. Allt þetta gerir
kenninguna um frelsun að sígildum
og ómissandi möguleika fyrir
samferðarmenn okkar sem þarfnast
hjálpar og vonar. Aðventistar eru
kallaðir til að flytja þennan boðskap til
heimsins: Það er aðeins í Kristi sem
við getum náð sáttum við Guð og
menn; kærleikur hans er það eina sem
gefur líf og veitir von um réttlátan
heim!
Eins og Ellen White skrifaði: „Af
öllum þeim sem játa kristna trú, ættu
Sjöunda dags aðventistar að vera
fremstir í að upphefja nafn Krists fyrir
heiminum.5 n
1 Marteinn Lúther. Luthers Schriften: Weimar Edition
(Stuttgart: Metzler. 2004). 21. bindi. bls. 219.
2 William Leckv. quoted in Julius Roessle. Johannes Wesley. 2.
útg. (Giessen: Brunnen, 1954), bls. 24.
3 Marteinn Lúther. Luthers Schriften: Weimar Edition
(Stuttgart: Metzler, 2007), 56. bindi, bls. 274.
4 ideaSpektrum 46 (nóvember 2005): 12.
5 Ellen G. White, Evangelism (Washington, D.C.: Review and
Herald Pub. Assn., 1946), bls. 188.
Hvers vegna kann fólk svo
illa að meta kenninguna um
réttlætingu syndara?
Á hverju þarf kirkja
Sjöunda dags aðventista
að halda til þess að upplifa
endurvakningu? Hvert er
hlutverk okkar á þessum
tímum?
Hvað veitir þér öryggi og von
í heimi sem trúir að hann geti
bjargað sjálfum sér en er þrátt
fyrir það staddur í hyldýpi?
1
3
2
Einu lausnina á þessu vandamáli er að finna í Jesú frá
Nasaret, hinum fullkomna manni. Í lífi hans, dauða og
upprisu er frelsun okkar tryggð
ÍHUGUNAR
T I L
og UMRÆÐU
Nóvember 2017 | Aðventfréttir 17