Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 7
Guðni A. Haraldsson, hrl. Miskabætur Miskabœtur eru bœtur fyrir ófjárbagslegt tjón Með skaðabótalögum nr. 50 frá 1993, er tóku gildi 1. júlí það ár, voru lögfest ákvæði um bætur fyrir miska. Fyrir gildistöku laganna var stuðst við 264. gr. almennra hegningarlaga er miskabóta var krafist og þær dæmdar. Á grundvelli þeirrar greinar fengu menn sér dæmdar bætur fyrir spjöll á líkama, frelsis- skerðingu, refsiverða meingerð gegn friði og æru. Loks náði 264. gr. alm. hgl. yfir meingerð, er telja mátti drýgða af illfýsi. Samkvæmt skaðabótalögum má nú flokka miskabætur í bætur fyrir miska, er tengist líkamstjóni annars vegar og bætur fyrir miska, sem er óháður líkamstjóni hins vegar. Bcetur fyrir miska vegna líkamstjóns Um bætur fyrir miska er leiðir af líkamstjóni er fjallað í 3. og 4. gr. skaðabótalaga. Þeim bótum má síðan skipta upp í bætur fyrir tíma- bundinn miska og varanlegan miska. 1. Tímabundinn miski Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna fjallar um (sem í lögunum er kall- aður þjáningar). Það er svohljóð- andi: „Greiða skal þjáningabætur fyrir timabilið frá því að tjón varð þar til ekki er að vænta frekari bata, 1.300 kr. fyrir hvern dag sem tjónþoli er rúmfastur og 700 kr. fyrir hvern dag sem tjónþoli er veikur án þess að vera rúmliggjandi. Þegar sér- staklega stendur á er heimilt að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé ekki veikur. Nemi bætur meira en 200.000 kr. er heimilt að víkja frá fjárhæðum þeim sem greinir í 1. málsl.“ Guöni Á. Haraldsson, hrl Samkvæmt greinargerð með frumvarpi að lögunum eru bætur fyrir tímabundinn miska skilgreind- ar sem fégjald fyrir þjáningar í kjöl- far líkamstjóns. f ákvæðinu er fjall- að um tímabundinn miska eða „þjáningar“. Þessar bætur eru staðl- aðar og nema þannig ákveðinni fjárhæð fyrir hvern dag sem tjón- þoli er rúmliggjandi og lægri fjár- hæð þegar hann er veikur en ekki rúmliggjandi. Bætur samkvæmt 3- gr. eru mis- munandi eftir því hvort tjónþoli er „rúmfastur" eða „veikur án þess að vera rúmliggjandi“. Með orðunum rúmfastur eða rúmliggjandi er átt við það læknisfræðilega ástand að tjónþoli getur ekki haft fótavist. Takmörkuð fótavist fellur og hér undir. Einnig öll sjúkrahúsvist. Verði ágreiningur um þetta ástand og tímalengd þess sker læknis- fræðilegt mat úr. Sjá dóm Hæsta- réttar frá 11. apríl s.l. í málinu nr. 38/1995. Slíkt mat er síðan háð frjálsu sönnunarmati dómstóla. Á sama hátt er hugtakið „veikur án þess að vera rúmliggjandi“ háð læknisfræðilegu mati. Bæturnar skal greiða tjónþola fyrir tímabilið frá því að tjón varð og þar til ekki er að vænta frekari bata. Samkvæmt 5. gr. laganna, er fjallar um bætur fyrir varanlega ör- orku, á tjónþoli rétt á að fá varan- lega örorku sína metna á þeim tímapunkti „eftir að ekki er að vænta þess að tjónþoli nái frekari bata“. í tíð eldri réttar var að jafnaði lit- ið svo á að ekki væri ráðlegt að meta varanlega örorku fyrr en ár væri liðið frá slysi. Hér var í raun um læknisfræðilegt mat að ræða en tjónagreiðendur eins og trygg- ingarfélög tóku undir mat þetta og var almennt miðað við það tíma- mark. Skaðabótalögin breyta á engan hátt þessari viðmiðun. Samkvæmt þessu greiðast bætur fyrir tímabundinn miska fyrir tíma- bilið frá slysi og allt að þeim tíma þegar tímabært er að meta varan- lega örorku. Borið hefur á því að tryggingarfélög hafi viljað túlka ákvæði 3. gr. þannig að bætur greiddust einungis meðan tjónþoli væri óvinnufær. Vinnufærni og það ástand, þegar ekki er að vænta frekari bata, þarf ekki alltaf að fara saman. Hægt er að hugsa sér starfsmann er sinnir símavörslu og lendir í því að handleggsbrotna. Hann er mættur til vinnu í gipsi þremur dögum eftir slys. Gipsið er tekið eftir þrjár vikur. Starfsmaðurinn er síðan með óþægindi í brotinu og þremur mánuðum eftir slys eru síð- an naglar teknir úr brotinu. Á slík- ur maður að fá bætur frá slysdegi Lögmannablaðiö 7

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.