Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 13
Starfsábyrgðartryggingar lögmanna Nokkrar athugasemdir Eftir gildistöku reglna nr. 657/1995, um starfsábyrgðar- tryggingar lögmanna, hafa vaknað spurningar um túlkun á nokkrum ákvæðum reglnanna og framkvæmd þeirra. Stjórn Lög- mannafélags íslands hefur um þetta fjallað á nokkrum fundum sínum á undanförnum vikum. Það helsta, sem hér um ræðir, er eftir- farandi: 1. í 6. gr. reglnanna er að finna ákvæði sem heimilar lögmönnum, sem starfa saman með sameigin- lega starfsstofu, að leggja fram sameiginlega tryggingu og teljast þeir þannig fullnægja tryggingar- skyldu sinni, enda leggi þeir fyrir stjórn L.M.F.Í. yfirlýsingu um óskipta bótaábyrgð. Lágmarksvá- tryggingarfjárhæð skv. 5. gr. regln- anna hækkar þá um 10% fyrir hvern lögmann umfram einn. Að mati stjórnar L.M.F.Í. felur þetta ákvæði í sér að einungis sjálf- stætt starfandi lögmenn geti nýtt sér heimildina um sameiginlega tryggingu. Þannig geti t.d. ekki lög- maður og fulltrúi hans, sem hefur málflutningsréttindi, lagt fram sam- eiginlega tryggingu skv. þessu ákvæði. Óeðlilegt sé að fulltrúinn taki á sig ábyrgð með þessum hætti á störfum vinnuveitanda síns. Þá telur stjórnin að í þessu felist að viðkomandi lögmenn hafi sameig- inlegan rekstur í félagsformi. Ekki sé nóg að lögmennirnir starfi á sama stað en séu í reynd hver með sinn rekstur. Stjórnin hefur ákveðið að svo- felld eða sambærileg yfirlýsing geti verið gefin um óskipta bótaábyrgð skv. 6. gr.: „Við, undirritaðir lögmenn, sem störfum saman með sameiginlega starfsstofu, lýsum því hér með yfir, að jafnframt því að leggja fram sameiginlega tryggingu skv. ákvæði 6. gr. reglna nr. 657/1995, um starfsábyrgðartryggingar lög- manna, berum við óskipta bóta- ábyrgð vegna lögmannsstarfa hvers annars.“ 2. Nokkur vafi hefur ríkt um það hvort tryggja þurfi sérstaklega löglærða fulltrúa, sem fengið hafa útgefin málflutningsréttindi. Um það, til hverra tryggingarskyldan nær, er fjallað með eftirgreindum hætti í reglunum: 1. mgr. 1. gr.: .. vernd gegn fjárhagstjóni, sem þeir af gáleysi valda umbjóðendum sínum og leitt getur af störfum þeirra eða starfs- manna þeirra, ...“. 3. mgr. 1. gr.: „... Sinni lögmað- ur eingöngu störfum í þágu vinnu- veitanda er heimilt að veita sam- svarandi undanþágu." 1. mgr. 4. gr.: „Vátryggingin eða ábyrgðin skal bæta það fjárhagslega tjón, sem við- skiptamenn lögmanns kunna að verða fyrir vegna starfa hans sem lögmanns eða starfa löglærðra og ólöglærðra starfsmanna lögmannsins í hans þágu,...“. I 1. mgr. 34. gr. siðareglna L.M.F.Í. segir að lögmaður beri persónulega ábyrgð á lög- mannsstörfum sínum og full- trúa sinna. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. er lögmanni skylt að til- kynna fulltrúa sína til skrif- stofu félagsins. Að mati stjórnar L.M.F.Í. fela framangreind ákvæði í sér að ekki þarf að kaupa sérstak- lega starfsábyrgðartryggingu fyrir löglærðan fulltrúa með málflutningsréttindi, enda hafi stjórn L.M.F.Í. áður verið send skrifleg tilkynning um töku fulltrúans, sbr. 2. mgr. 35. gr. siðareglna L.M.F.Í. MM Hvernig ætlar |iíí að útskýra.... • fyrir tryggingafélaginu að eldur hafi eytt nauðsynlegum pappírum til að sanna eignir eins og lager, búnað, tæki o.fl. • fyrir umbjóðendum þínum að gögn þeirra og fjármunir hafi eyðilagst eða horfið í eldsvoða eða við innbrot? • fyrir skattayfirvöldum að þú hafir engin gögn til að styðjast við. • fyrir samstarfsmönnum þínum að sökum þess að eldur eyði- lagði skjöl og tölvugögn fyrirtækisins, þurfir þú að draga saman seglin, og jafnvel að loka fyrirtækinu. Hefurþú hugleitt hvað gerist et þú tapar gögnum fyrirtækisins í eldsvoða? Vissir þú að á ári hverju verða hundruð íslenskra fyrirtækja fyrir því að missa gögn í eldsvoðum, vatnstjónum og innbrotum? m gWni SCHWAB eldtraustir skjalaskápar / peningaskápar eru samþykktir af Brunamálastofnun ríkisins Hringdu í GAGNA í síma 555-0528 og fáðu upplýsingar um þá valmöguleika sem þér standa til boða Gagni Umboðs- og heildverslun Norðurtúni 14, pósthólf 204 212 Garðabær • Sími 555-0528 Bréfasími: 555-0527 Lögmannciblaðið 13

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.