Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 10
Sveinn Skúlason, hdl., framkvœmdastjóri Félags fasteignasala. Frumvarp til laga um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um fast- eigna-, fyrirtaekja- og skipa- sölu. Verði frumvarp þetta að lög- um, þá kemur það í stað gildandi laga um fasteigna- og skipasölu, nr. 34/1986. Með þessu nýja lagafrumvarpi er lagt til að bætt verði úr nokkrum annmörkum, sem eru á gildandi lagaákvæðum um þetta réttarsvið. Frumvarpið er unnið á grundvelli tillagna samstarfsnefndar dóms- málaráðuneytisins og Félags fast- eignasala að efnisbreytingum á nú- gildandi lögum, sem flestar lúta að öryggi viðskiptamanna fasteigna- sala. Sala fyrirtœkja Lögunum er ætlað, auk þess að taka til fasteigna og skipa, að taka einnig til sölu á fyrirtækjum, en engin ákvæði eru í gildandi lögum um sölu fyrirtækja. Nú er hverjum og einum frjálst að annast sölu fyr- irtækja án opinberrar löggildingar og án þess að nokkrar tryggingar séu fyrir hendi, sem ætlað er að bæta tjón viðskiptamanna verði tjón af völdum þeirra er annast milligöngu um sölu og skjalagerð sem henni fylgir. Að mati Félags fasteignasala er afar nauðsynlegt að taka á þessum ágöllum, enda berst fjöldi kvartana til félagsins vegna mistaka og óánægju fólks vegna þessara við- skipta. Þannig hafa óprúttnir menn komist upp með að valda fólki verulegu tjóni vegna ófaglegra og algerlega ófullnægjandi vinnu- bragða við þessi viðskipti, sem því miður hafa oftar en ekki leitt til tjóns, sem síðan reynist ómögulegt að fá bætt. Sveinn Skúlason, hdL Með breytingunni er ætlast til þess að sams konar eða algerlega hliðstæðum vinnubrögðum verði beitt við sölu á fyrirtækjum eins og við sölu fasteigna. Þannig þurfa hinir löggiltu miðlarar að afla sér skriflegs umboðs frá seljanda til sölu fyrirtækisins, svo og þurfa þeir að afla allra nauðsynlegra gagna um hið framboðna fyrirtæki. Þessar upplýsingar eiga að koma glöggt fram á sérstöku söluyfirliti, sem eiga að vera kaupendum að- gengileg hjá miðlurunum. Athyglisvert er áð í frumvarpinu er rætt um fyrirtæki sem „stunda virðisaukaskattskylda starfsemi". Til er fjöldi fyrirtækja, sem ekki stunda virðisaukaskattskylda starf- semi, s.s. bankar, vátryggingafélög, fyrirtæki á sviði samgangna er t.d. stunda fólksflutninga með lang- ferða- og hópferðabifreiðum, flug- félög o.þ.h. Er von til þess að þessi annmarki verði lagfærður í meðför- um þingsins og frernur rætt um fyr- irtæki, sem hafi fjárhagslega starf- semi með höndum. Benda má einnig á að um getur verið að ræða sölu á hluta af fyrirtæki, t.d. þann hluta þess, sem ekki stundar virð- isaukaskattskylda starfsemi, þegar um blandaðan rekstur er að ræða. Þá er það nýmæli í frumvarpinu að þeim, sem hafa atvinnu af því að byggja og selja fasteignir, skuli framvegis vera skylt að láta fast- eignasala annast alla skjalagerð, enda skulu þeir staðfesta hana með áritun sinni á skjölin. Til þess að tryggja þessa meðferð er lagt til að skjölum verði ekki þinglýst nema að áritun fasteignasala sé fyr- ir hendi. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja neytendur, sem oft á tíðum hafa borið skarðan hlut frá borði þegar byggingaraðilar annast sjálfir sölu og aila skjalagerð er tengjast sölunni. Er tilgangurinn sá að gera fasteignasalann, sem hefur opin- bera starfsviðurkenningu og ber ábyrgð sem opinber sýslunarmað- ur, ábyrgan fyrir því að réttarstaða kaupandans sé ekki fyrir borð bor- in og til þess að tryggja að hún sé sem gleggst. Jafnframt er þá fyrir hendi ábyrgðartrygging, sem bætir tjón, er kann að orsakast af mistök- um við skjalagerð eða skorti á upplýsingum til kaupanda. Starfsábyrgöarttyggingar Lagt er til að sett verði ákvæði um tryggingar í lögin sjálf, en nú- gildandi tryggingarákvæði koma fram í reglugerð nr. 520/1987, sbr. reglugerð nr. 161/1994. I lagafrumvarpinu er kveðið á um það, að ekki skipti máli hvort skaðabótaskyldan orsakast af ásetningi eða gáleysi, ef viðskipta- maður fasteignasala verður fyrir 10 Lögmannablaðiö

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.