Lögmannablaðið - 15.06.1996, Síða 9

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Síða 9
þeim sem misgert er við miskabæt- ur. Ákvæði 1. og 2. mgr. 18. gr. eiga einnig við um miskabætur skv. 1. málsl. þessarar greinar." Dæmi um tilvik er falla undir 26. gr. eru bætur fyrir líkamsmeiðingar og andlegar afleiðingar þeirra. Einnig andlegar afleiðingar kyn- ferðisofbeldis og brot gegn frið- helgi einkalifs. Er hér vissulega um að rœða þrönga lögskýringu ... Miðað við niðurstöðu dóms Hæstaréttar frá 11. apríl 1995 þá virðist 26. greinin einungis eiga við, þegar hin ólögmæta meingerð hefur í för með sér verulegar and- legar afleiðingar fyrir tjónþola. Er hér vissulega um að ræða þrönga lögskýringu ef horft er til orðalags ákvæðisins, en þar stendur einung- is að sá, er ber ábyrgð á slíkri at- höfn, skuli greiða þeim, sem mis- gert er við, bætur. „Ólögmæt meingerð" felur í sér að um saknæma hegðun sé að ræða, sem unnin er af ásetningi eða gáleysi. Á það ber að leggja áherslu að það er ekki lengur skil- yrði að um refsivert athæfi sé að ræða, heldur nægir að það sé ólög- mætt. í 264. gr. almennu hegning- arlaganna var það skilyrði að um refsivert athæfi væri að ræða eða meingerð drýgða af illfýsi. Rökin fyrir breytingunni voru þau, að þörf var talin á að vernda þessi gæði í ríkara mæli en gert var með 264. gr. hegningarlaganna. Vegna þessa skilyrðis þá er at- hugandi hvort t.d. tjónvaldur, sem veldur umferðarslysi af stórkost- legu gáleysi, eigi ekki að greiða, auk bóta skv. 3. og 4. gr., miska- bætur skv. 26. gr. Gagnstætt bótum skv. 3. og 4. gr., er fjalla um miska sem leiðir af líkamstjóni, þá fjallar 26. gr. um bætur fyrir miska óháð líkamstjóni. Lögmenn, sem fara með bóta- kröfur út af líkamsárásum, geta skv. þessu ákvæði gert sérstaka bótakröfu vegna miska skv. 26. gr. auk miskabótakrafna skv. 3. og 4. grein. I áður tilvitnuðum dómi Hæstaréttar, frá 11. apríl 1995, var sett fram miskabótakrafa á grund- velli 26. gr. vegna líkamsárásar. Henni var hafnað með þeim orð- um að eigi væru skiiyrði til þess að beita ákvæðum hennar í málinu. Málið snérist um bætur fyrir hnefa- högg í andlit. Andlegar afleiðingar árásarinnar hafa væntanlega ekki þótt sannaðar. Samkvæmt þessu er nauðsynlegt að lögmenn leggi fram læknisvottorð er sanni slíkar afleiðingar. Dæmi um það, þegar bætur skv. 3., 4. og 26. gr. fara saman, er stór- kostleg líkamsárás, sem leiðir til sjúkrahúsvistar og veldur varanleg- um 5% miska og hefur í för með sér verulegar andlegar afleiðingar. Slíkur tjónþoli ætti rétt á bótum fyr- ir tímabundinn miska þar til ekki væri að vænta frekari bata, 200.000 krónum fyrir varanlegan miska og miskabótum skv. 26. gr. að álitum. Bætur skv. 26. gr. eru ekki staðl- aðar, líkt og í 3. og 4. gr., heldur háðar mati hverju sinni. í athuga- semdum með frumvarpi að lögun- um kemur fram, að ekki sé stefnt að því að greinin leiði til breytinga á reglum um ákvörðun fjárhæðar bóta. Andlegar afleiðingar árásarinnar hafa vcent- anlega ekki þótt sannaðar. Að lokum er rétt að taka fram að samningar, sem takmarka lág- marksrétt tjónþola skv. 3-, 4. og 26. grein og gerðir eru áður en tjón verður, teljast ógildir, sbr. 27. gr. skaðabótalaga. Miskabótakröfur samkvæmt framangreindum ákvæðum skaða- bótalaganna erfast hafi þær verið viðurkenndar, einkamál verið höfðað til innheimtu þeirra eða til viðurkenningar eða krafa um þær höfð uppi í opinberu máli, sbr. 18. gr. skaðabótalaga. Félag lögfræðinga um EES-rétt (FLE) Fimmtudaginn 30. maí var haldinn stofnfundur nýs félags lög- fræðinga, sem hlaut heitið Félag lögfræðinga um EES-rétt, skammstafað FLE. Jafnframt stofnun félagsins var á stofnfundin- um samþykkt stofnskrá fyrir það. Samkvæmt henni er tilgangur félagsins sá að stuðla að umræðu og afla upplýsinga um samn- inginn um evrópska efnahagssvæðið og tengd efni. Skal félagið í því skyni standa fyrir umræðufundum og ráðstefnum um rétt- arstöðu EES-samningsins að íslenskum rétti. Þá skal félagið varð- veita og veita félagsmönnum aðgang að réttarheimildum er varða samninginn. Á stofnfundinum var kjörin stjórn félagsins. í henni eiga sæti Jóhann Halldórsson, hdl., sem er fyrsti formaður FLE, Stefán Andri Kristjánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Ármannsson, lögfræðingur hjá Tollstjóraembættinu, Gunnar Thoroddsen, hdl. og Skúli Magnússon, fulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness. Lögmannablaöiö 9

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.