Málfríður - 15.04.1990, Síða 21
Auður Hauksdóttir:
„FLIMMER“
ASKJANUM
Að nota myndbönd í
kennslu
Þegar rætt er um notkun mynd-
banda við kennslu erlendra mála er
oft bent á hve ákjósanleg tilbreyting
þau séu og vel til þess fallin að vekja
áhuga nemenda á málanáminu. Ekki
er ætlunin að fjölyrða hér um þessa
kosti myndbanda, látið er nægja að
benda á viðtal við nemendur hér í
blaðinu um þetta efni. í upphafi þessa
greinarkorns verður fjallað almennt
um hlutverk myndbanda í mála-
kennslu, en síðar greint frá námsefn-
inu Flimmer við samnefnt myndband
DSB.
Myndbönd, sjónvarp og kvikmynd-
ir eru hluti af daglegu lífi Vesturlanda-
búa, ekki síst unglinga. Hér er um að
ræða tækni sem gerir mögulega sam-
hæfingu hljóðs, myndar og texta, fyr-
irbæri sem ég vel að kalla hér mynd-
texta. Myndtextar eru í raun sérstök
textagerð sem lýtur ákveðnum lög-
málum sem ráða þarf í eftir ákveðn-
um lestrarreglum. Oft horfa menn á
kvikmyndir, myndbönd og sjónvarp
sér til afþreyingar eða fróðleiks en eru
ekki endilega að gefa textanum sér-
stakan gaum að öðru leyti. Þegar
myndbönd eru notuð í kennslu veltur
hins vegar allt á því að áhorfendur,
nemendurnir, séu virkir. Sú tækni
sem þróuð hefur verið grundvallast á
hugmyndum hinna svonefndu ,,kom-
munikativu" viðhorfa í málakennslu.
Algjört skilyrði er að verkefnin séu
þannig úr garði gerð að nemendur
séu virkir bæði sem áhorfendur og
móttakendur. Aðferðafræðingar leggja
áherslu á að kennarinn verði að hafa
á valdi sínu ákveðna kennslufræði-
lega tækni til að búa til nothæf verk-
efni við myndtexta. Að öðrum kosti
verði kennarinn að notast við tilbúið
kennsluefni.
Myndtextar eru ríkur þáttur í lífi
manna og er því áhersla lögð á að
gera nemendur meðvitaða um nota-
gildi þeirra fyrir málanám og bent er á
að málanám mun teygja sig langt út
fyrir veggi skólans ef þeim tekst að
læra að meðtaka myndtexta á virkan
21