Bæjarins besta - 19.12.1991, Side 18
18
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991
• Hjónin Gunnþórunn og Óli Kristján: „Við Óli stigum
þéttingsfast á endann á dreglinum...“
BB-viðtal:
— Gunnþórunn Jónsdóttir hárgreiðslumeistari rifjar upp æskuárin á ísafirði og segir frá
viðburðaríku lífi sínu við hlið Óla Kr. Sigurðssonar.
s
EG KOM síðast vestur fyrir fáum vikum og það var yndislegt. Umhverfið hefur
>reyst frá því ég var þar síðast en fólkið er allt það sama og hvar sem ég kom var
mér heilsað innilega,“ segir hún og það er hlýja í röddinni. „ísafjörður er og verður alltaf
minn heimabær.“ Gunnþórunn Jónsdóttir hárgreiðslumeistari flutti suður fyrir 18 árum
sem einstæð tveggja barna móðir og hóf nýtt líf. Eða hóf næsta kafla í lífinu eins og hún
orðar það sjálf. Það hefur margt breyst síðan þá en hún er enn sú sama. „Það hefur ekkert
breytt mér að eiga eignir,“ segir hún. „Hvers vegna ætti það að gera það?“
Gunnþórunn er 45 ára, fimm dögum yngri en eiginmaður hennar, Óli Kr. Sigurðsson,
forstjóri Olís. Saman hafa þau byggt upp hvert fyrirtækið af öðru og síðan tekið skref upp á
við. „Ég lít svolítið á lífið eins og stiga sem við þurfum að ganga upp,“ segir hún. „Við
stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til.
Stundum þurfum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef
aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Það bara gerðist.“ Ög til þessara síðustu orða
grípur hún oft í samtali okkar þegar hún er spurð hvers vegna þetta eða hitt varð: „Það bara
gerðist...“
Gunnþórunn Jónsdóttir
er fædd á ísafirði árið 1946
og alin upp á Austurvegi 12.
Foreldrar hennar voru þau
Jón Jónsson frá Hvanná og
Rannveig Elísabet Her-
mannsdóttir frá Ysta Mói í
Fljótum í Skagafirði, bæði
látin. Jón fluttist til ísafjarð-
ar ungur að árum til að fara
í Gagnfræðaskólann. Hann
lauk síðan námi við Sam-
vinnuskólann, kom aftur og
varð aðalbókari Kaupfélags
ísfirðinga. Konu sinni
kynntist hann, eins og svo
margir aðrir, þegar hún hélt
vestur á firði til að nema við
Húsmæðraskólann. Dætur
þeirra urðu fjórar: Kristín,
Elín, Nanna og yngst Gunn-
þórunn.
Hún hefur orðið fyrir
miklum áhrifum af móður
sinni og lífssýn hennar og
talar um hana af mikilli
væntumþykju og virðingu.
Jón fékk heilablæðingu þeg-
ar Gunnþórunn var aðeins
átta ára og varð heilsunnar
vegna að dvelja langdvölum
á Heilsuhælinu í Hvera-
gerði. Hann lamaðist hægra
megin en hafði unnið upp
máttinn að miklu leyti þegar
honum versnaði aftur og lést
þegar Gunnþórunn var
sautján ára. Rannveig var
ein með dæturnar fjórar á
aldrinum átta til fjórtán ára,
en þær skorti ekkert.
„Mamma hélt heimili af
reisn og bætti útivinnu ofan
á heimilisstörfin,“ segir
Gunnþórunn og er stolt af