Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Page 19

Bæjarins besta - 19.12.1991, Page 19
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 19 móður sinni þegar hún lítur tií baka. „Hún var nýtin, bakaði alltaf kökur og brauð og saumaði á okkur fötin. Það var talað um það hve dætur hennar Rannveigar væru alltaf vel til fara. Sam- heldnin var mikil í bænum á þessum árum og ég vona að hún sé það enn. Fólk fylgd- ist vel með og spurði eftir hvernig gengi. En þó við værum fátæk þá sást það aldrei út á við. Eg hugsa oft um það í dag hvað mamma stóð sig vel. Það var engin armæða í henni og hún hugsaði alltaf fyrst um aðra.“ Eplailmurinn minnir á ísafjörð Pað varð að bjargast með það sem til var og helstu minningar Gunnþórunnar frá æskuárunum eru tengdar hlýju og bjartsýni móður hennar. „Ég vona að mér hafi tekist að taka hana mér til fyrirmyndar," segir hún alvarleg í bragði. Minningarnar tengdar uppátækjum og leikjum skólafélaga og vina eru líka margar. „Ég held samt að við höfum verið saklaus, við tókum ekki upp á neinu al- varlegu,“ segir hún og hlær. Hún man vel daginn sem hún kynntist Svönu vin- konu, Svanhildi Þórðardótt- ur kaupkonu á ísafirði, þeg- ar þær voru báðar fimm ára gamlar. Endurminningin er tengd ríkum eplailmi og jól- um. „Á þessum tíma var ekki mikið um ávexti og um hver jól gaf Kaupfélagið starfsfólkinu mikið af eplum og appelsínum og öðru góð- gæti. Eplailmurinn var um allan bæ um jólaleytið. Ég man svo vel þegar Tóti, pabbi Svönu, kom heim með eplin okkar. Svana var með honum, ég stóð í dyr- unum og við horfðumst í augu. Og upp frá því vorum við óaðskiljanlegar. Og eplailmur minnir mig enn alltaf á ísafjörð.“ Þær Svana voru og eru enn nánar vinkonur þó sam- bandið sé ekki eins reglulegt og var. Reyndar svo nánar, segir Gunnþórunn, að kenn- ararnir í barnaskólanum voru í vandræðum og urðu að stía þeim í sundur í tím- um, svo mikið höfðu þær að segja hvorri annarri. „Við vorum fjórar mest saman, við Svana, Margrét Óskars- dóttir og Ásdís Asbergsdótt- ir. Við gerðum í því að vera eins til fara og saumuðum okkur til dæmis allar bleikar skyrtum með upphafsstaf hverrar ísaumuðum í brjóst- vasann. Skólabræður okkar voru meðal annarra Ólafur Pálsson fiskifræðingur, Finnur Birgisson arkitekt, Halldór Guðbjarnarson, bankastjóri í Landsbankan- um, og Magnús Finnsson, formaður Kaupmannasam- takanna. Magnús var kall- aður Maggi Elli og Halldór var kallaður Haddi Gústi.“ Gunnþórunn dregur upp mynd af sér og bankastjór- anum núverandi sem hún harðneitar þó að láta birta í blaðinu. Á myndinni sjást tvö tíu ára börn á bekk á Silfurtorgi, stúlkan stór og stæðileg, drengurinn ósköp grannur og fyrirferðarlítill. „Ég geri Halldóri það ekki að sýna öðrum þessa mynd,“ segir hún og skelli- hlær. Bekkurinn var samheld- inn og Gunnþórunn rifjar upp fyrsta alvörupartíið: Piltarnir buðu stúlkunum heim í hús, þegar foreldrar eins þeirra voru fjarverandi. Herrarnir keyptu sér sams konar T-boli og splæstu í tvær kókflöskur hver til að bjóða dömunum. Elvis var settur á fóninn, Ijósin demp- uð og dansað eftir forskrift kennarans Maríu Gunnars- dóttur. „Þetta var yndislegt. Við vorum svo innilega sak- laus þá,“ segir hún svo með dálítilli eftirsjá. Á þessum tíma, eins og kannski á öllum tímum, voru fyrirmyndir ungra stúlka, sem vildu tolla í tísk- unni, frægar konur úti í hin- • Vinkonurnar Svana og Gunnþórunn 14 ára gamlar. Kjól- arnir eru saumaðir af móður Svanhildar. „Þetta þóttu alltof djarfir kjólar á þeim tíma,“ segir Gunnþórunn. • Gunnþórunn og Gabríela dóttir hennar á Salon Gabríela við Hverfisgötu. um stóra heimi. „Svana var dökk eins og Farah Deeba Persadrottning og ég greiddi henni eins og henni. Birgitte Bardot var mikið í tísku og af því að ég var ljós þá gerði ég allt sem ég gat til að stæla hana, gekk meira segja um tíma með hálfgerðan stút á munninum um allan bæ!“ Gunnþórunn skellir upp úr þegar hún rifjar þetta upp. Ég var Ijóti andarunginn Hún var ekki gömul þegar hún byrjaði að fara um bæ- inn og greiða og krulla hár ísfirskra kvenna. Fjórtán ára gekk hún um bæinn með dótið í tösku og var harðá- kveðin í að læra hárgreiðslu. „Systur mínar voru falleg börn en ég var feit, eigin- lega eins og ljóti andarung- inn og hafði mikla minni- máttarkennd út af hárinu mínu. Ég var eina systirin sem var ekki með krullur. Fólk horfði á okkur saman, dáðist að fallegu hári systra minna en leit svo á mig og sagði: „En hún, ætlar hún ekki að fá krullur?" Mér fannst þetta hræðilegt en mamma gerði allt sem hún gat til að geðjast mér. Hún bleytti og ýfði til slétta og þunna hárið mitt og ég leit í spegilinn og sá þessar fínu krullur. Hún skellihlær og samsinnir því að ef til vill eigi áhuginn á hárgreiðsl- unni rætur sínar að rekja til þessa. Hún viðurkennir að enn reyni hún krullurnar með jöfnú millibili en nú er dóttir hcnnar, hárgreiðslu- meistarinn Gabríela, farin að neita henni um lokkalið- un, eins og permanentið er kallað í dag á góðu máli. „Það klæðir hana bara ekki, hún er fín eins og hún er,“ segir dóttirin ákveðin. Lærimeistari Gunnþór- unnar í hárgreiðslunni var Helga Jóakimsdóttir, systir Kristjáns Jóakimssonar sem varð fyrri eiginmaður henn- ar og faðir barnanna Gabrí- elu og Jóns. Sveinsprófið tók hún fyrir sunnan 1965, sama ár og Jón kom í heim- inn. Hún hlær þegar hún • Rannveig með dæturnar fjórar. Þau Kristján trúlofuðust þegar Gunnþórunn var sext- án ára og giftust árið 1964. Hjónabandi þeirra lauk með skilnaði árið 1973. Gunn- þórunn rak eigin hár- greiðslustofu allan tímann og ferðaðist auk þess um Vestfirði og greiddi á stöð- um þar sem engar hár- greiðslustofur voru. Gunnþórunn fór ein suð- ur til Reykjavíkur með börnin tvö. Hún vildi byrja aftur á nýjum stað og keypti fljótlega húsnæði fyrir sig og börnin. Ári seinna var hún aftur komin með sinn eigin rekstur. „Ég vann á stofu í eitt ár, tók síðan lán og keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar. Það var engin spurning, þetta var það sem ég ætlaði mér,“ segir hún, hálfhissa þegar hún er spurð hvernig henni tókst þetta. Hvert fyrirtækið á fætur öðru Tveimur mánuðum eftir að Gunnþórunn kom til Reykjavíkur kynntist hún Óla Kr. Sigurðssyni, þá einnig nýlega fráskildum, og lífið tók fljótlega nýja stefnu. Þess má reyndar geta að tilviljanirnar geta verið áberandi í lífinu: Óli er fimm dögum eldri en Gunnþórunn og synir þeirra tveggja, þeir Janus og Jón, eru fæddir í sama mánuði sama árið. Auk Janusar á Óli frá fyrra hjónabandi soninn Sigurð Óla sem er fæddur 1970. í dag er Janus sölumaður hjá heildsölunni Sund og Jón vinnur hjá Olís. „Við höfum lifað hratt, við Óli,“ segir Gunnþórunn hugsi. Og það er ekki orð- um aukið. Þau hófu sambúð innan fárra mánaða og settu á stofn innflutningsfyrir- tæki. Seinna keyptu þau Sænsk-íslenska verslunarfé- lagið og ráku það í nokkur ár með talsverð umsvif. Árið 1978 settu þau á stofn verslunina Victor Hugo í Hafnarstræti. Gunnþórunn rak hárgreiðslustofuna jafn- framt því að sjá um verslun- ina og var á báðum áttum um hvað ætti að ganga fyrir. „Ég ætlaði að hætta í hár- greiðslunni og vera bara með búðina þannig að ég hætti með stofuna. En svo fékk ég hreinlega leið á að vera í búðarleik þegar ég var búin að prófa það í svo- lítinn tíma. Þetta var ágætis reynsla og þannig lít ég á allt sem fyrir kemur. Við lærum eitthvað á öllu sem við gerum og það er engu að tapa.“ Árið 1982 ákváðu hjónin að kúvenda lífi sínu. Þau seldu allt sem þau áttu nema húsið og sumarbústaðinn: Sænsk-íslenska verslunarfé- lagið, verslunina, lager og bíla og héldu til Spánar. Þar átti að lifa lífinu hægar og slaka á. En það fer ekki allt eins og ætlað er og það átti ekki við þetta fólk að stoppa strax. Spánardvölin stóð að- eins í fimm mánuði og allan þann tíma höfðu þau augun opin fyrir vörum til innflutn- • Bekkjarsysturnar í fermingarkjólunum. Frá hægri: As- dís Ásbergs, Margrét Óskars, Anna Áslaug Ragnarsdóttir, Gunnþórunn (aftar), Jóna Jónsdóttir, Málfríður Sigurðar- dóttir, Svanhildur Þórðardóttir, Lára Rafnsdóttir, Guð- finna Ólafsdóttir og Anna Lára Gústafsdóttir. minnist þess hvernig hún skipulagði líf sitt þegar hún byrjaði að búa: „Takmarkið var að verða hárgreiðslu- kona, giftast, eignast börn og verða fyrirmyndarhús- móðirin. Ég ákvað að á til- teknum dögum skyldi skúrað, á tilteknum dögum bakað og svo framvegis. En þegar ég var búin að reyna þetta í svolítinn tíma gafst ég upp. Lífið varð svo leið- inlegt svona þrautskipulagt og ég kastaði þessari skipu- lagsáráttu burt og hef aldrei tekið hana upp aftur!“ • Sigríður Rósa Símonar- dóttir og Gunnþórunn á leið í dans á 17. júní.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.