Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Side 22

Bæjarins besta - 19.12.1991, Side 22
22 BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 Nýjar bækur: Hólmavíkurhreppur óskar Hólmvíkingum og Vestfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Súðavíkurhreppur óskar Súðvíkingum og Vestfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á líðandi ári. Sveitarstjórinn í Súðavík Flugsaga íslands s UT ER komið hjá Erni og Örlygi fyrsta bindið í þriggja bóka flokki sem ber heitið „Flugsaga Islands í stríði og friði“ í samantekt Eggerts Norðdahl. I bókinni eru um 200 ljós- myndir af flugvélum, mönn- um og mannvirkjum sem tengjast fluginu, þar af fjöldinn allur úr síðustu heimsstyrjöld og teknar voru hér á landi. Fæstar þeirra hafa birst áður á prenti. Verkið hefst með komu fyrstu flugvélarinnar árið 1919. Rakin er saga flugfélaganna og sagt frá stofnun fyrstu félaga flugá- hugamanna en sum þeirra eru starfandi enn í dag. Sagt er frá upphafi millilanda- flugs og uppbyggingu flug- valla og flugmannvirkja. Hér er um stórmerkt tímamótaverk að ræða. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óskar Bolvíkingum og Vestfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á líðandi ári. Bœjarstjórinn í Bolungarvík Dagbók, hvers vegna ég? • • ORN og Örlygur hafa gefið út þriðja og síð- asta bindið af unglingabók- um Kolbrúnar Aðalsteins- dóttur sem borið hafa heitið „Dagbók“. Fyrri tvær bækurnar hétu Dagbók - í hreinskilni sagt og Dagbók - í fullum trún- aði. Sú bók sem nú kemur út ber heitið Dagbók - hvers vegna ég. Tvær fyrri bækurn- ar hafa notið mikilla vin- sælda hjá unglingum og eru á meðal útlánahæstu ung- lingabóka á íslenskum bóka- söfnum. Söguþráður þriðja og lokabindisins er sá að Kata, aðalsöguhetjan, hefur átt velgengni að fagna í starfi sínu á Ítalíu sem sýninga- stúlka. Hún er orðin velmet- in og efnuð og skreppur heim til fslands í stutta heimsókn, þá fyrstu síðan hún var 17 ára. Græn börn SKJALDBORG hefur sent frá sér bókina „Græn börn“ eftir Dr. Penny Stanway. í kynningu útgáfunnar segir m.a.: Dr. Penny Stanway kallar börn græn ef foreldrar þeirra gera sér Ijóst að þau geti verndað þau fyrir óhollum áhrifum nútímaiðnvæðingar. Og grænir foreldrar telja ekki eftir sér að breyta slífsvenj- um sínum þannig að þær valdi sem minnstum spjöll- um á umhverfinu. f þessari bók sinni heldur höfundur metsölubókarinnar „Breast is Best“ (Brjóstið er best) því fram að fólk eins og þú, ég og börn okkar geti haft bætandi áhrif á umhverfið, og segir okkur hvernig við eigum að fara að því. Áminntur um sannsögli SKJALDBORG hefur sent frá sér bókina Aminntur um sannsögli“ eft- ir Þorstein Antonsson. í kynningu útgáfunnar segir m.a.: Varla hafa nein málaferli vakið aðra eins at- hygli hérlendis og mann- hvarfsmál þau er upp komu hér á landi um miðbik átt- undaáratugarins og þær málafylgjur sem við þau loddu. Svonefnt Geirfinnsmál var á hvers manns vörum um fjögurra ára skeið á ár- unum 1976 til 1980 og var raunar samsafn meintra glæpaverka undir einu heiti. Margir minnast enn leir- styttu sem mikið veður var gert út af á sínum tíma. í bók þessari fjallar sögu- maður um málsrannsóknina og skyggnist bak við tjöldin í leit að raunverulegu sam- hengi atburða. En það hefur verið margra álit til þessa dags að ekki hafi fundist fullnægjandi skýring á mál- um þótt nokkur ungmenni hafi fyrir Hæstarétti 1980 hlotið þunga dóma fyrir tvö manndráp. Betri helmingurinn SKJALDBORG hefur sent frá sér bókina „Betri helmingurinn" sem nú kemur út í þriðja sinn. Sem fyrr er í bókinni rætt við eiginkomur fimm lands- þekktra manna. Þessar kon- ur lýsa lífi sínu á lifandi og skemmtilegan hátt en um- fram allt tala þær af einlægni og hreinskilni. Framsetning viðtalanna er unnin af alúð og frágang- ur þeirra vandaður. í þess- ari þriðju útgáfu segja frá Ólöf Stella Guðmundsdóttir eiginkona Róberts Arn- finnssonar leikara. Skrásetj- ari er Jón Daníelsson. Sig- ríður Guðmunda Brynjólfsdóttir eiginkona Ásgeirs Guðbjartssonar, skipstjóra og aflakóngs á togaranum Guðbjörgu frá Isafirði. Skrásetjari er Ingi- björg Daníelsdóttir. Jóna Dóra Karlsdóttir eiginkona Guðmundar Árna Stefánssonar bæjar- stjóra í Hafnarfirði. Skrá- setjari er Önundur Björns- son. Ástríður Andersen eiginkona Hans G. Ander- sen sendiherra. Skrásetjari er Jón Daníelsson og Matt- hildur Jónsdóttir eiginkona séra Bolla Gústavssonar vígslubiskups. Skrásetjari er séra Kristján Björnsson. Hestar og menn 1991 SKJALDBORG hefur sent frá sér bókina „Hestar og menn 1991“ eftir þá Guðmund Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson. Bókin sem er í raun árbók hestamanna 1991 segir frá frækilegri fimm daga hesta- ferð eins manns með fjóra hesta norður fyrir Vatnajök- ul. Einnig er sagt frá hestá- ferð nokkurra fjölskyldna kringum Tindfjöll. Rakin er saga fjórðungsmóta á Suð- urlandi. Hér segir frá fjórð- ungsmóti Suðurlands, ís- landsmóti og

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.