Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Page 31

Bæjarins besta - 19.12.1991, Page 31
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 31 —eftir Ólaf Helga Kjartansson, bæjarfógeta og sýslumann í ísafjarðarsýslu HANN GEKK eftir götunni álciöis til miðbæjarins. Snjókoman var óvenju þung. Veð- urfarið hafði verið með öllu móti síðustu dagana. Skelfilegir umhleypingar, engu lik- ir, höfðu angrað alla undanfarin hálfan mánuð. Veðurspáin var þó heldur upplífgandi, því með kvöldinu átti að stytta upp. Þá yrði von- andi bjart. En samtímis átti að kólna mikið. Við hverju var svo sem að búast norður undir heimskautsbaug í mesta skammdeginu. Umhleypingarnir virtust taka sinn toll af mannlíf- inu. Ekki þennan þungbæra skclfilega skatt, mannslífin sjálf. Sú heimta var þungbærari en nokkru tali tók. Þær fórnir voru orðnar alltof margar og tilgangslausar. Þær voru óaftur- kræfar, endanlegar. Mörg þung sporin hafði hann átt til þess að tilkynna mæðrum, eigin- konum, unnustum og dætrum andlát sona, eiginmanna, unnusta eða feðra. Enn var hann haldinn þeirri bábilju að karlmenn væru meiri karlmenni en konur. Þó vissi hann fullvel að svo var ekki. Uppeldið sagði til sín í þessum efnum sem öðrum. Dánarorsökin skipti engu, alltaf var jafn erfitt að standa frammi fyrir karli eða konu og segja þau þungbæru orð, að nákominn ástvinur væri látinn. Fyrirvarinn var oftast svo skammur að fólk meðtók þennan bitra sannleik ekki fyrr en seinna. Og samt hafði hann séð lífsneistan í augum viðmælenda sinna deyja á slíkum stundum. Glitrandi augu full af fjöri urðu mött á á andartaki. Heil ævi var horfin úr þeim fyrir sjónum hans. Endalok; og hann var boðberinn. Þessi þáttur starfsins gat ekki lærst. Oft helltist sú tilfinning yfir hann, að slíkar sendiferðir yrðu hon- um þungbærari með hverju árinu sem leið; með hverri slíkri för sem hann fór. Ekkert var þó sárara en að bera boðskap um brott- hvarf ungs fólks. Hvers kyns þjóðfélag er það, sem getur ekki kennt nemendum sín- um einföldustu atriði í mannlegum samskiptum, en leyfir þeim óhindrað að keyra óbeisluð tryllitæki, aðeins sautján ára gömlum. Árinu síðar má þetta unga fólk ganga í hjúskap, án nokkurs leyfis. Hverjum dettur í hug að þetta sama fólk hirði um boð þess efnis að áfengi megi það ekki kaupa fyrr en tvítugsaldrin- um er náð. Leyfi boð og bönn skipta mannskepnuna engu. Hún verður að fara sínu fram og ekkert skiptir máli nema ímynduð velferð, sem engan gleður, að minnsta kosti ef marka má allar ævisögurnar. Hugsa sér! Að fólk nýskriðið á fimmtugsaldurinn skuli telja sig hafa frá einhverju að segja, sem réttlætir útgáfu heillar bókar. í öllu þessu sjálfumglaða tali lifsreyns- lusagnanna mátti skýrast greina vanhæfni þjóðarinnar til þess að mennta börnin sín. Námskeið og próf eru skilyrði réttinda til aksturs bíls. Ekki var að vísu spurt um þroska. En í hjónaband gat hver gengið án leyfis og prófs. Ekki var þroskanum alltaf fyrir að fara. Stundum blessaðist það þó. Alltof oft misheppnaðist blessun pres- tanna. Samt var það svo, að þó einhverju lyki fyrir slit hjónabandsins varð það ekki endanlegt með sama hætti og andlát. Auðvitað tók það á, sleit honum hægt og bítandi, en örugglega. Fyrir tuttugu árum rúm- um hlutu þau blessun í heilögum hjúskap. Fimmtán árum og þremur börnum síðar lauk þeirri blessun. Margs var að sakna, en þau voru bæði guðs lifandi fegin þegar því lauk. Þó var skip- brot hans meira. Hún fékk þessar fátæklegu eignir og kom undir sig fótunum á nýjan leik. Hann fékk ek- kert nema fötin og bækurn- ar. Hún var nú komin í sam- búð á nýjan leik. Trúin á hjónabandið var víst rokin út í veður og vind. Börnun- um þeirra líkaði nokkuð vel við sambýlismanninn. Þau skorti ekki lengur glingrið sem hugurinn stóð til. Nýi maðurinn var alltaf glæsi- lega klæddur, átti fínan bíl og fór til útlanda með þau öll. Honum líkaði ekki alls kostar við ástandið. En þessu var lokið. Verst af öllu var þó, að það sem hann hafði trúað á, brást. Heldur þyngdi í veðrinu. En svo djúpt hafði hann ver- ið sokkinn í hugsanir sínar um ranglæti heimsins, að hann fann ekki til kuldans fyrr en nú. Svo sannarlega vonaðist hann til þess að veðrið batnaði. í raun hafði honum létt við þessar dap- urlegu hugsanir. Geta hugs- anir orðið dapurlegar? Varla ef þær lýsa staðreynd- um. Þær geta ger menn hrygga. Annars hljóta þær að vera hlutlausar. Og nú lá leiðin til einstæðrar þriggja barna móður, sem átti þau hvert með sínum mannin- um. Enginn þeirra hafði víst viljað búa með henni til lengdar. Af hverju vissi hann ekki. Fátæktin hrjáði konuna. Honum varð hugs- að til heppni sinnar fyr- rverándi. Sú hafði allt til alls. Þessi átti ekkert, hafði ekki einu sinni atvinnu. Börnin fengju hvorki fínu merkjafötin né allt glingrið sem var svo sjálfsagt nú um stundir. Hvað gat hann svo sem gert. Fátt annað en að afhenda þessar tuttugu þús- und krónur sem henni höfðu verið úthlutaðar úr söfnun- inni. Sem betur fór var til fólk sem lét sig varða hag nágrannans, í hljóði og jafn- framt í verki. Slúðrið í bæj- arfélaginu var óþolandi. Órökstuddar kjaftasögur og dylgjur um náungann. Sum- ir nærðust á því. Hann bein- línis sá þær fitna af kjafta- ganginum sumar konurnar í kirkjunni. Karlarnir voru svo sem ekki betri. Ekki eins meinfýsnir en klúrari. Nú var gósentíð fyrir sögu- smetturnar. Erfiðleikar í at- vinnulífinu komu niður á mörgum. Gjaldþrot fyrir- tækja og einstaklinga snertu marga beint og óbeint. Eðli mannsins kom þar glöggt fram. Sumir, sem borist höfðu á, gerðu það ekki lengur. Hann trúði því ekki, en margir virtust kæt- ast. Kannski var það miss- kilningur, kannski ekki? I síðustu viku hafði einn útgerðarmaðurinn komið til hans og talað lengi. Grát- andi hafði sá lýst fyrir hon- um vandræðum sínum. Kvótaskerðingin var ekki verst. í greiðaskyni við vin sinn og félaga hafði útgerða- rmaðurinn skrifað upp á víx- il. „Ekkert mál sagði félag- inn, örugg viðskipti“. Nú riðaði fjárhagur fjölskyld- unnar til falls. Þriggja millj- ón króna skuld, fyrir annan, var meira en fjölskyldan réð við. Þessi harðduglegi mað- ur grét og sjálfur hafði hann átt bágt með tilfinningarnar, þegar í Ijós kom að eigin- konan hafði ekkert fengið að vita enn. Erindið var að fá aðstoð við að tala við eiginkonuna, sem þótti svarkur nokkur. Þegar til átti að taka reyndist hún sterki aðilinn í hjónaband- inu. Útgerðarmaðurinn fékk miklar skammir, en eiginkonan tók málin í sínar hendur og fór í bankann og samdi um það sem þurfti til. Meira hafði hann ekki heyrt um afdrif málsins. Þegar þeir höfðu mæst á götu fyrir tveimur dögum brosti útger- ðarmaðurinn en var eins og hálf feiminn. Sjálfsagt var víða erfitt þótt á yfirborðinu væri allt slétt og fellt. Eitt hafði þó breyst, útgerðarm- aðurinn drakk ekki lengur, að minnsta kosti ekki á al- mannafæri. Og mannvænleg börn áttu þau, þótt ekki sæj- ust þau oft í kirkjunni. Hvað gat hann sagt þegar SMÁ mssiaMéaimAiW Til sölu er breytt Nintendo leikjatölva m. 9 leikjum, milli- stykki, tveimur fjarstýringum og byssu. Leikir m.a. Super Mario 3 og Simpsons. Upp- lýsingar gefur Haukur í 0 3787 kl. 20-22. Til sölu er kanína, svartur og hvíturkall. Uppl. í 0 3927. Til sölu er Fiat 127 GL ’85,3ja dyra. Upplýsingar í 0 3654. Til sölu er Pajero '85, ekinn 68.000 km. Upplýsingar í 0 7066 efti kl. 20. Jólakettlingar fást gefins. Uppl. í 0 3335 eftirkl. 19. Til sölu er Arctic Cat Panther vélsleði, 66 ha. 440 cu. Raf- start og hiti í handföngum. Upplýsingar i 0 3421. Til sölu eru 15x8” krómfelg- ur. Passa undir Range Rover eða Land Rover. Upplýsingar í 0 8320. Til sölu er Wildcat 700 vél- sleði Uppl. í 0 985-32947. Til sölu er Mazda 323 ’81, ek- inn 108.000 km. Góður bíll. Uppl. í 0 3727 á kvöldin. Til leigu er 3ja herb. íbúð á ísafirði. Uppl. í 0 4097. Foreldrar-forráðamenn. JC- jólasveinarnir fara um ísa- fjörð 22. des. nk. með gjafir handa börnunum eins og í fyrra. Upplýsingar í 0 4269, 3030 og 3155 á kvöldin. Til sölu er vel með farið sófa- sett 3+2+1. Upplýsingar gefur Helga í 0 3609. Til sölu eru Blizzard barna- skíði ásamt skóm nr. 34. Upplýsingar í 0 7418. Kettlingar fást gefins. Upp- lýsingar í 0 3957. í óskilum er kvenarmbands- úr. Upplýsingar í vefnaðar- vörudeild Verslunar E. Guð- finnssonar í 0 7001. Til sölu eru húsgögn í ung- lingaherbergi, hvítlökkuð frá Ingvari og sonum. Upplýsing- ar í 0 3719. íóskilumerbleikurtelpuvett- lingur með „skinni" Upplýs- ingar á Hótel (safirði í 0 4111 Til sölu er rúm 11/2 breidd og hillur í stíl. Lítið notað. Selst ódýrt. Upplýsingar í 0 3002. L JÓSR ITUNAR PAPPÍRINN FRÁODDAFÆS TÍH-PRENTIAÐ SÓLGÖTU9

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.