Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 10
Hægt er að æfa þijá af fjórum grunnfærniþátt- um í tungu- málakennslu að einhverju leyti gegnum inter- netið, þ.e. hlust- un, lestur og skrift. 10 Er notendavæn vefskoðun (Navigation) og vefstjórn? Er fjölbreytt og markhópsmiðað kennslu- efni? Lært af leik (Edutainment) Er um að ræða hvatningu til skapandi hugsunar og meðferðar með við- fangsefnið?2 Þó þessi lykill sé sérstaklega ætlaður fyrir tungumálakennslu geta flest atriðin einnig nýst við annars konar kennslusíður. Oft líta vefsíður vel út við fyrstu sýn, m.a. vegna þess hve vefurinn er nýr og maður hrífst auðveldlega af sniðugri uppsetningu. Þessi lykill hjálpar manni til að halda sér á jörðinni og líta á efnið með kennslufræði- leg markmið í huga. Einstakir þættir tungumálanáms Hægt er að æfa þrjá af fjórum grunn- færniþáttum í tungumálakennslu að ein- hverju leyti gegnum internetið, þ.e. hlust- un, lestur og skrift. Þó að mikið sé af hlustunaræfingum er enn ekki farið að bjóða upp á æfingar þar sem framburður er æfður, þ.e. æfingar þar sem nemandinn tekur upp tal sitt og fær metið hvort hann hefur náð framburðinum eða þarf að æfa sig betur, eins og hægt er á margmiðlunar- diskum fýrir tungumál. Hlustun. Það kom nokkuð á óvart hve mikið er af hlustunarefni á vefnum, einnig hve það er fjölbreytt. Fyrir byrjendur eru æfmgarnar stuttar og með miklum útskýr- ingum. Fyrir lengra komna er boðið upp á lengri sögur, aðallega fyrir unglinga og oft er þá lögð áhersla á að kynna talmál. Hlustunarefnið er frekar gert fyrir lengra komna og er í ýmsum útgáfum. A vef Goethe Institut eru t.d. nútímasögur á þýsku, þar sem hlustað er á söguna og les- inn texti um leið, einnig eru myndir sem útskýra þýðingu á ýmsum orðum. Þannig er vefurinn nýttur til hins ýtrasta til að auðvelda skilning. Það er einkenn- andi fyrir hlustunarefni, eins og annað kennsluefni á þýsku á vefnum, að það er yfirleitt miðað við að nemendur séu ungt fólk, undir tvítugu. Auðvelt er að nálgast fréttir á erlendum tungumálum á vefsíðum útvarpsstöðva, sumar síður bjóða upp á fréttir á klukku- tíma fresti, fréttirnar eru stuttar og fjalla oft um sömu mál og eru í fréttum hérna heima og því auðvelt að átta sig á inni- haldinu þó svo að hvert orð skiljist ekki. A sumum vefsíðum (t.d. http://www.dwelle.de/today/nrdeu.htm) er textinn birtur samhliða hljóðskránni og er þá auðveldara fyrir kennarann að undir- búa efnið. Dæmi um hvernig vinna má fréttir af vefnum (miðað er við fréttir sem birta texta samhliða hljóðskrá): 1. Stutt samtal um viðfangsefni úr pólitík dagsins. Virkjun orðaforðans. 2. Hlustað á fréttirnar. Heildarskilningur. Fréttirnar eru unnar eftir ákveðnu formi, í hverri frétt ætti að spyrja þess- ara spurninga: Hver hefur hvar, hvenær, og hvers vegna gert hvað? 3. Textavinna-nákvæmnisskilningur. Vista textann og jafnvel einfalda. Fyrir lengra komna: hlusta á fréttirnar af heimasíðu fréttamiðilsins. Jafnvel vista fréttir frá því fyrr um daginn 4. Hlusta á fréttirnar aftur. Nákvæmnis- skilningur.3 Lestur. Texti á vefsíðum er lesinn hraðar og yfirborðskenndar en prentaður texti, augun verða þreyttari af að lesa af skjánum og sú freisting að halda áfram á vefnum og skoða næstu síðu, er mikil. Þetta er mik- ilvægt að hafa í huga þegar verkefni eru valin á vefnum og þá sérstaklega lesefni, ekki má vera of langur texti á hverri síðu og það verður að skreyta síðuna til að gera hana áhugaverða. Flest efni á vefnum er lesefni en það kom á óvart í rannsókn minni hvað lítið var af unnu lesefni fyrir tungumálanánr á vefnurn, sérstaklega fyrir byrjendur, en æskilegt lesefni fyrir byrj- endur í tungumálanámi væri efni með mikið af myndum til útskýringar á textan- um og útskýringar á krækjum (hypertext), þar sem smellt er á orðið til að fá þýðingu á því. Dæmi um slíka texta: tímaritsgrein

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.