Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 4
Norsku- og sænskukennsla á neti T ilraunaverkefni Brynhildur A. Ragnarsdóttir 4 „Mamma, það er svo erfitt að tala íslensku þegar maður er með svona mikið af sænsku inni í sér.“ (Sölvi, 5 ára, Gautaborg) Og hvernig er svo komið til móts við Sölva og alla þessa sænsku, þegar hann er kominn heim til Islands? „Kennsla í norsku eða sænsku stendur til boða nemendum sem hafa sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð og kemur kennslan þá í staðinn fyrir dönskukennslu og hefst á sama tíma og dönskukennsla hefst í grunnskóla.“ AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA, Erlend tungumál: 1999, Menntamálaráðuneytið (bls.47) Nemendur í norsku og sænsku á Is- landi hafa þessi mál annaðhvort sem móð- urmál eða sem annað mál. Foreldrar þeirra eru oft frá Noregi eða Svíþjóð eða hafa vegna námsdvalar og atvinnu sterk tengsl við landið. Nemendurnir hafa því grunn- þekkingu í málinu og menningarlegar rætur í landinu, áður en formlegt nám hefst. Nemendurnir hafa þó mismikla kunnáttu í málinu og misjafnar aðstæður til að viðhalda kunnáttu sinni. Nemendahópurinn í norsku og sænsku hefur þá sérstöðu að vera fámennur og dreifður um land allt. Skólaárið 1999—2000 fór kennsla í sænsku fram á 32 stöðum á landinu og var heildarfjöldi nemenda um 260. I norsku voru 120 nemendur sem fengu kennslu á alls 17 stöðum. Formlegt nám í norsku og sænsku hefst samtímis og dönskukennsla í grunn- skóla og hafa nemendur víða einungis átt kost á tveim kennslustundum í tungumál- inu í viku hverri. Námið hefur farið fram að loknum hefðbundnum skóladegi og nemendur hafa oft þurft að sækja kennslu utan síns venjulega námsumhverfis. Þetta á við um þéttbýlli staði þar sem nemendur eru fleiri. Víða úti um land er skortur á menntuðum kennurum, sem getur valdið því að nemendur eiga þess ekki kost að viðhalda kunnáttu sinni í málinu og eru neyddir til þess að taka dönsku í staðinn. Til samræmingar kennslu í norsku og sænsku hafa kennararnir og leiðbeinendur þessara barna unnið undir stjórn kennslu- ráðgjafa, sem starfa á vegum Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur og er það undir hverju sveitarfélagi komið hvort það kaupir þessa þjónustu af Fræðslumiðstöð. Vinnuskilyrðum kennara í norsku og sænsku er þannig háttað að á Reykjavíkur- svæðinu hafa þeir þurft að hitta nemend- ur sína á fleiri en einum stað sama daginn. Það er ljóst, að við aðstæður sem þessar, er fjarkennslutilhögun góður kostur. Hvatinn að kennsluvef í norsku og sænsku á grunnskólastigi eru fyrrgreindar aðstæð- ur nemenda í norsku/sænsku og kennara þeirra, ásamt von um að fjarkennsla muni bæta og auðga starfsaðstæður þeirra. Undirrituð átti frumkvæði að gerð kennsluvefsins í nafni Norrænu tungu- mála-ráðgjafarinnar. Leitað var eftir sam- starfi til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sem býður upp á kennsluráðgjöf í norsku/sænsku, Islenska menntanetsins, sem hefur umsjón með uppsetningu verk- efnanna á netinu og hýsir verkefnið. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Is- lands mun síðan annst mat á þessari vinnutilhögun.Verkefnið nýtur velvilja og stuðnings Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Styrkir hafa fengist úr Nordmál áætl- un Norrænu ráðherranefndarinnar og Þróunarsjóði grunnskóla. Verkefnið hófst um áramót 1997—98 og lýkur um áramót- in 1999-2000. Markmið Markmiðin í námskrá gera ráð fyrir að nemandinn öðlist í málanáminu færni í hlustun, tali, lestri og ritun (communicati-

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.