Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 24
Þegar form eru valin til að þjálfa málfræði skiptir miklu máli að velja þau þannig að þau henti sér- staklega til að fjalla um af- markað efni 24 fallega og velti ég því vel fyrir mér. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það gæti verið réttlætanlegt. I fyrsta lagi vegna þess að þetta er jú sú þýska tónlist sem ung- lingar hlusta mest á í dag (ásamt Ninu Hagen var mér tjáð hjá Skífunni), og einnig verða verri hlutir en þessir á vegi þeirra daglega úr heimi tónlistar, kvik- mynda og frétta. Ég tel eins og áður sagði að það veki áhuga nemenda að nota texta sem eru vinsæhr hjá ungu fólki til að fjalla um málfræðiatriði. Það getur gert mál- fræðina skemmtilegri og hagnýtari í aug- um unga fólksins.Almennt séð tel ég mjög áhugavert að ijalla um ljóðatexta í mál- fræðikennslu og gæti ég þar bent t.d. á Fried, Kástner og Jandl sem leika sér mik- ið með einföld orð og verða ljóðin og þar með umfjöllun þeirra því ekki óyfirstíg- anleg nemendum á framhaldsskólastigi. Þegar form eru valin til að þjálfa mál- fræði skiptir miklu máli að velja þau þan- nig að þau henti sérstaklega til að fjalla um afmarkað efni, t.d. ljóð fyrir lýsingarorð (sbr. H.I. 1998). í því tilfelli eru textar ljóðanna það tæki sem þjóna á til þess að hvetja nemendur og auka áhuga þeirra og þar með þá þekkingu sem stefnt er að þeir bæti við sig á þessu tiltekna sviði (sbr. Wajnryb R. 1989). I þessari kennslustund notaði ég einnig mikið af efni um Berlín sem fengið var af Internetinu. Ég prentaði efnið beint á glærur (til að ahir gætu séð og fjallað um sama hlut í einu - getur komið í staðinn fyrir litskyggnur) t.d. kynningarsíður kynnisferða um Berlín (Berlin Tours) sem henta vel til að kynna nemendum helstu sögufrægar byggingar og staði í borginni. Einnig má finna margar góðar myndir af sögufrægum byggingum á netinu sem koma skemmtilega út sýndar af glæru t.d. „die Kaiser-Wilhelm — Gedáchtnis- kirche" fyrir og eftir seinni hcimsstyrjöld- ina (sýnir nemendum eyðileggingarmátt stríðsins), „das Brandenburger Tor “, og svo auðvitað hinn sögufrægi múr. Auk þessa sýndi ég nemendum tvær myndir af glæru sem fengnar voru af Int- ernetinu. Mynd sem tekin var af ungu fólki sem tók þátt í að hlaða múrinn á milli Vestur- og Austur-Berlínar í ágúst 1961 og mynd sem sýnir hvernig múrað var fyrir glugga húss sem lenti við mörkin austan megin, til að byrgja mönnum sýn til vestursins. Báðar myndir virkuðu vel til að kalla fram tilfinningaleg viðbrögð nemenda við múrnum. Ég tel að ungling- ar í dag átti sig síður á þessum þætti sög- unnar heldur en margir halda. A Internetinu var einnig að finna myndir og grein um þekktasta fórnarlamb múrsins, Peter Fechter, sem skotinn var á flótta sínum 17. ágúst 1962. Þessu efni dreifði ég ljósrituðu til nemenda og við ræddum um það. Tvo aukahluti hafði ég svo í fórum mínum (fengnir að láni hjá æfingakenn- ara) sem vöktu mikla lukku hjá nemend- um og þeir vildu ólmir handfjatla, „al- vöru“ brot úr Berlínarmúrnum og lítill leikfangabíll af gerðinni Trabant; hvort tveggja hlutir sem sköpuðu skemmtilegar umræður. 3. dagur : • Kveikja: Hlustað á frásögn íbúa Berhnar. Gerir texta kennslubókarinnar áhuga- verðari og tengir við raunveruleika. Þetta efni sneið ég þannig til að ég vann úrklippur úr textum sem fylgdu með lit- skyggnusafni um Berlín (Stádteportrát Berlin) sem var að finna í Menntaskól- anum við Hamrahlíð (og eflaust í öðr- um framhaldsskólum). Fyrst hlustuðu nemendur á brot úr lagi um Berlín (Liedtext:Volker Ludwig), síðan á hluta úr lesnum texta um Berlín og að lokum á stutta frásögn íbúa borgarinnar sem ég valdi með það í huga að hún höfðaði sem mest til unglinganna og gæfi sem breiðasta lýsingu á hugsunum hins al- menna borgara, þ.e. lífeyrisþegi, 16 ára unglingur og kennslukona. Persónurnar þrjár komu hver úr sínum borgarhluta og skoðuðum við af glæru í leiðinni (í samhengi) hvaðan hver kom. Nemend- ur fengu textann tilbúinn á lausblöð- ungum. Nokkur erfið orð voru gefin til

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.