Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 25

Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 25
að geta fylgst sem best með, því Berlín- armállýskan var líkleg til að vefjast fyrir mörgum. Dcemi: Die Rentnerin Marianne Dolch aus Berlin Lichtenberg hat die normale Zeit vor dem Mauerbau ja noch sehr gut gekannt und sagt: Ich hab's erlebt, wo die Mauer zu war und wir Rentner, als wir Rentner waren, durften wir dann nach West-Berlin fahren. Es war furchtbar, diesen Zwang, den wir 40 Jahre am Kopf hatten und am neunten auf einmal die Mauer weg, das kann man iiberhaupt nicht beschreiben, das kann auch keiner verstehen, der nie unter diesem System gelebt hat. Eine Befreiung, das kann man eben nicht beschreiben, der Mensch, der's nicht kennt, der eingesperrt war, der kann das nicht verstehen, wie frei man sich jetzt fiihlt. der Rentner = lífeyrisþegi der Zwang = þvingun, kúgun die Befreiung = frelsun einsperren = loka inni Til að ljúka þessari kennslustund skoðuð- um við myndir sem teiknaðar voru af börnum (einnig fengnar úr ofannefndu safni og ljósritaðar á glærur) til að sýna skilning barnsins á hruni múrsins. Allt þetta tel ég að hafi gefið nemendum ann- að sjónarhorn og annan skilning á Þýska- landi og þeim hræringum sem þar hafa átt sér stað og sett mark sitt á land og þjóð. 4. dagur: • Byijað á smásögunni „Ein Mann zuviel“ sem gerist í Berlín. Þessi smásaga var sett inn í kennslu á þessum tímapunkti þeg- ar nemendur voru búnir að kynnast borginni. • Kveikja: Rætt um hvað er utan á kápu sögunnar (fíkniefni). • Nemendur skiptust á að lesa hlutverk sögunnar og sögumann. Þannig tóku allir þátt í að hleypa lífi í söguna og æfð- ust í blæbrigðalestri. • Einnig skoðuðum við yfirlit (af Inter- netinu) yfir þær kvikmyndir sem unnið hafa Gullna Björninn á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín síðustu ár (en það tengdist efni sögunnar) og aðrar myndir tengdar ,,Berlinale“, s.s. mynd af „der goldene Bar“ og „der Zoo Palast“ þar sem kvikmyndahátíðin hefur verið haldin til þessa. I samhengi við texta smásögunnar lá einnig vel við að sýna nemendum myndir (einnig fengnar af Internetinu) frá borgarhlutanum Kreuz- berg t.d. Oranienstrasse og tengja við David Bowie sem hóf þar lagasmíðar sínar. Ég tel að öll slík tenging sé mjög mikilvæg og ekki hvað síst í þýsku þar sem ekki er jafn mikið val á efni sem höfðar til íslenskra unglinga og í ensku. • Nemendur svöruðu síðan hver fyrir sig eða í pörum skriflegum spurningum úr texta smásögu til að festa orðaforða bet- ur í minni. í lokin langar mig einnig til að benda á tímarit tengd Berlín sem getur verið bæði fróðlegt og skemmtilegt fyrir nemendur að blaða í gegnum og færir þá nær borg- inni og landinu, íbúum þess og menningu þar með. Elér ber að nefna tímarit eins og „Berlin“ (fáanlegt í þýska menningarsetr- inu) og „Zitty“. I þessu sambandi vil ég til gamans geta smásögunnar „Mittagspause" eftir WolfWondratschek sem hentar vel til að æfa nemendur í frjálsri ritun. Hægt er t.d. að biðja nemendur um að semja einkamálaauglýsingu í Berlínarblaðið Zitty og gefa þeim áður nokkur sýnis- horn. Þetta gerði ég reyndar í þýsku 303 og lét auk þess fylgja nokkrar forsíðu- myndir af blaðinu (prentaðar af Internet- inu á glærur). Niðurstaða: Að auka vinnu kennarans á þennan hátt sem ég hef reynt að lýsa hér má e.t.v. segja að sé að bera í bakkafullan lækinn og ekki í tengslum við þá vinnuskyldu sem hinn almenni kennari þarf að uppfylla. Er ekki 25

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.