Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 13
vegar og í Þýskalandi hins vegar, hvaða
myndir eru í báðum löndum og hverj-
ar ekki. Berið einnig saman titilinn á
ensku og þýsku annars vegar og þýsku
og íslensku hins vegar og veljið hvaða
titill passar best.
3. Skrifið gagnrýni um eina af þessum
myndum sem þið hafið séð eða gerið
útdrátt úr gagnrýni sem þið finnið á
vefnum.
4. Veljið leikara úr einni mynd, lesið
gagnrýni um hann og skrifið saman-
tekt um gagnrýnina í eigin orðum.
(Sbr. Jánen, Tohannes: Kinowelt:
http: //www.skolinternet. telia.
se/TIS/tyska/kinowelt.htm)
íþróttir:
1. Gerið samantekt á einum fótboltaleik í
þýsku úrvalsdeildinni í þátíð, svara á
ákveðnum spurningum eins og hvern-
ig þróaðist leikurinn? Meiddist einhver
leikmaður, voru gefin mörg rauð
spjöld, hver skoraði o.fl. (krækjur eru
tengdar á málfræðisíður þar sem nem-
andinn getur aflað sér upplýsinga um
þau málfræðiatriði sem hann þarf að
kunna fyrir verkefnið, einnig eru
krækjur á fótboltasíður þar sem nem-
andinn getur lesið sams konar lýsingu
og hann á að skrifa).
2. Leitið að upplýsingum um einn leik-
mann í deildinni með hjálp leitarvéla,
skrifið stutta lýsingu á leikmanninum
með hjálp upplýsinga af vefnum.
3. Paraverkefni: Tveir nemendur vinna
saman og búa til viðtal við einn leik-
mann eða þjálfara, leitið að upplýsing-
um um manninn og reynið að gera
viðtalið trúverðugt. Leikið viðtalið fýr-
ir bekkinn, einn er fréttamaður og
annar leikmaður.
4. 4 æfingar: orðaforðaæfing, innfyllinga-
ræfing, paraæfing, útskýring á orðtök-
um og orðum sem eru bundin við fót-
bolta.
(Sbr. Jánen, Johannes:Bundesliga
fFussbalh: http://www.skolinternet.teHa.
se/TIS/tyska/obundes.htm)
Einnig er hægt að heimfæra þetta verkefni
upp á aðrar íþróttir eins og handbolta,
tennis o.fl.
Að mínu mati er nauðsynlegt fyrir
kennara sem ætla að láta nemendur sína
nýta vefinn í tungumálanáminu, að gera
vefsíðu fýrir áfangann þar sem þeir safna
saman krækjum sem eru áhugaverðar fyr-
ir tiltekinn átanga, þannig að nemendur
hafi greiðan aðgang að þeim. Vefsíðufor-
rit eru með tilbúin form sem auðvelt er að
fýlla inn í og þarf ekki mikla kunnáttu í
vefsíðugerð til þess að vinna slíka síðu.
Eg tel það ekki mögulegt að stunda
sjálfsnám í tungumálum gegnum netið, of
erfitt er að leita að einstökum kennslusíð-
um og engin ein síða æfir allt sem þarf að
kunna til að ná tökum á erlendu máli.
Efnið er einnig aðallega fyrir unglinga en
þeir sem stunda sjálfsnám eru frekar full-
orðið fólk.
Vefurinn er óþrjótandi viskubrunnur
sem mikilvægt er að bæði kennarar og
nemendur læri að nýta í starfi sínu. Nú
þegar er kennsluefni eins og Themen neu
með heimasíðu sem ítarefni fyrir kennara
og nemendur og í framtíðinni munu
heimasíður verða stærri hluti af námsefn-
inu. Hér hafa einungis verið nefnd nokk-
ur dæmi og þá eingöngu stuðst við þýsku-
mælandi vefi. Hver kennari verður að
sjálfsögðu að finna efni við sitt hæfi og
laga það að sínu kennsluefni og markmið-
um. Þetta er einungis brot af því sem ég
hef kannað og sjálfsagt mál er að gefa nán-
ari upplýsingar um niðurstöður mínar:
thorhir@hi.is einnig vísa ég í ritgerð
mína sem heitir Das Internet im DaF-
Unterricht og er hægt að nálgast hana í
Þjóðarbókhlöðunni. Að lokum vil ég
hvetja kennara, sem nýta vefinn í kennslu,
að gera úttekt á reynslu sinni og koma
þeim niðurstöðum á framfæri því mikiU
skortur er á upplýsingum af slíku tagi.
Heimildir
Döring, Nicola: Das WWW im Unterricht.
Freiburg, 1997: http://paeps.psi.uni-heidel-
berg.de/doering/cawdoe.htm
Frischherz, Bruno og Lenz, Peter: Deutsch ler-
13