Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 15
Krækjur í þágu ritunar —
„L’hypertexte au service de Fécriture“
Hér er ætlunin að segja í örfáum orðum
frá námskeiði fyrir frönskukennara sem
haldið var síðastliðið vor. Það var haldið í
Verzlunarskóla Islands á vegum Endur-
menntunarstofnunar og Félags frönsku-
kennara. Kennari á námskeiðinu var
Thierry Soubrié frá Montpellier. Þetta
námskeið var hugsað sem framhald á nám-
skeiði sem haldið var árið áður um nýja
tækni í frönskukennslu og Thierry kenndi
einnig (sjá grein eftir Grétar Skúlason í
Málfríði, haust 1998)
Okkar íyrsta verk var að reyna að skil-
greina það sem Thierry nefndi „hyper-
texte“ og gera okkur grein fyrir mismun-
inum á „hypertexte“ og „texte électron-
ique“. „Texte électronique“ þýddum við
sem „rafrænn texti“ en því miður tókst
okkur ekki að finna hentugt íslenskt orð
yfir fyrirbærið „hypertexte“. Til að reyna
að skýra mismuninn á þessum tveimur
gerðum veftexta getum við ímyndað okk-
ur kort af vefnum sem liti út eins og tré.
Ut frá einum stofni liggja nokkrar greinar
sem síðan greinast í aðrar smærri og svo
koll af kolli. Það sem skilur „hypertexte“
frá rafrænum texta er að það er ekki að-
eins hægt að ferðast upp og niður hinar
mismunandi greinar textans heldur einnig
þvert í gegnum hann á milli ólíkra greina.
Hinn dæmigerði „hypertexti“ væri t.d.
orðabók á netinu eins og orðabók
Hachette : http://www.francophonie.
hachette-livre.fr/. Ef flett er upp ákveðnu
orði fæst skilgreining á því eins og lög
gera ráð fyrir. Ef smellt er svo á einstök
orð í þessari skilgreiningu kemur upp síða
með þýðingu á því tiltekna orði. Þannig
má ferðast þvers og kruss um orðabókar-
vefinn. Rafrænn texti er hins vegar líkari
bók eða dagblaði á tölvutæku formi þar
sem farið er í gegnum efnisyfirlit á forsíðu
inn í mismunandi greinar eða kafla en
greinarnar eru svo ekki tengdar innbyrðis.
Rafrænn texti felur því í sér flutning
prentaðs efnis yfir á netið á meðan
„hypertexte“ er í rauninni nýtt tjáningar-
fornr.
Við skoðuðum mörg dæmi af netinu
og reyndum að greina hvort um væri að
ræða „hypertexte“ eða rafrænan texta. Það
var ekki alltaf auðvelt en rafrænn texti
reyndist mun algengari, t.d. vefir blaða
eins og Libération : http://www.Hber-
ation.com þar sem hefðbundið dagblað er
birt á netinu.
Rætt var um hugsanlega nýtingu á
internetinu í kennslu og mismunandi
möguleika þessara tveggja gerða veftexta.
Þátttakendur voru sammála um að hvers
konar vefvinna væri líkleg til að efla áhuga
nemenda á náminu. Það er hins vegar ljóst
að verulega þarf að vanda undirbúning
þess háttar vinnu. Ef senda á nemendur út
á netið til að leita sér að lesefni eða verða
sér úti um upplýsingar af einhverju tagi
þarf kennarinn að vita hvert hann ætlar að
senda þá og hvað þeir eiga að koma með
til baka. Hann getur t.d. skipulagt leiðang-
urinn og sent nemendur af stað með
ákveðnar spurningar í farteskinu, með eða
án slóðanna þar sem svarið er að finna. Ef
vinna á vefsíður þarf að velta fýrir sér til-
ganginum, hvegum á vefurinn að þjóna og
hvað á hann að innihalda. Einnig þarf að
huga vel að uppbyggingu vefsins og útliti
hans. Hann þarf að vera aðlaðandi fýrir
augað um leið og hann er léttur í vinnslu
og þannig skipulagður að auðvelt sé að rata
um hann.Við skoðuðum mörg dæmi um
skólaverkefni á netinu þar sem við sáum
bæði dæmi um góða og lélega vefi.
Annar hluti námskeiðsins fór fram í
tölvuveri Verzlunarskólans þar sem
nokkrum tíma var varið í að kynnast og
læra svolítið að nota vefnaðarforritið
Front page 98. Það er mjög myndrænt
forrit og einfalt í notkun.
Hrafnhildur Tryggvadóttir,
15