Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 16
Þriðji liðurinn í námskeiðinu var hóp-
vinna þar sem unnið var að því að skipu-
leggja verkefni um vefsíðugerð með það í
huga að verkefnið væri raunhæft. Jafnvel
ætti að stefna að því að hrinda því í fram-
kvæmd í vetur. Ymsar hugmyndir komu
fram í hópunum, svo sem að nemendur
útbyggju vef í kringum heimsókn til
Frakklands, að ofinn væri kynningarvefur
um Island eða um Belgíu svo dæmi séu
nefnd.
Ég ætla að leyfa mér að láta hér fylgja
dæmi um verkefni úr hópnum mínum.
Aðrir meðlimir hópsins voru þau Grétar
Skúlason, Margrét Helga Hjartardóttir og
Hrefna Clausen.Við tókum þann kost að
vinna málfræðivef. Margrét og Grétar
tóku síðan að sér að framkvæma hug-
myndir hópsins í kennslu sinni í Kvenna-
skólanum í vetur. Sú vinna er þegar kom-
in af stað og verður spennandi að fylgjast
með verkefninu.
Markmið:
að bæta málfræðikunnáttu nemenda á nýj-
an og lifandi hátt,
að auka orðaforðann,
að nemendur geri sér grein fýrir nauðsyn
þess að læra málfræði,
að búa til kennsluefni fyrir aðra frönsku-
nema,
að kynna vefnað fýrir nemendum.
Nemendur verða
höfundar eigin
kennsluefnis sem
einnig nýtist
öðrum frönsku-
nemum til að
rifja upp og
bæta kunnáttu
sína.
16
Framgangur — fyrsta kennslustundin:
Kennarinn útskýrir fýrir nemendum að til
standi óvenjulegt verkefni. Hann reynir að
skilgreina með þeim hvaða vandamálum
þeir mæta í frönskunáminu. Þegar ljóst er
að það er málfræðin sem þvælist fýrir þeim
er tekin ákvörðun um að búa til málfræði-
vef. Þessi vinna verður metin sem hluti af
lokaeinkunn áfangans (að sjálfsögðu).
Nemendur verða höfundar eigin kennslu-
efnis sem einnig nýtist öðrum frönsku-
nemum til að rifja upp og bæta kunnáttu
sína.
Vinnan felst í að skrifa sögu um
ákveðnar persónur sem þróast smám sam-
an. Nemendur geta leitað innblásturs í
kennslubókinni, í því sem þeir vita um
Frakkland og í eigin reynslu. Til að koma
hugmyndafluginu af stað getur kennarinn
t.d. komið í tíma með mynd eða jafnvel
hluti sem yrðu upphafspunktur vinnunnar
(dæmi : sýna tvær húfur og spyrja hver eigi
þær ...).
Meginhugmynd:
Nemendur skrifa texta sem bæta við sög-
una.Villurnar sem þeir gera verða kveikjan
að æfingum og reglum. Villur nemenda
sjálfra ákveða því uppbyggingu vefsins eftir
því sem vinnunni miðar áfram. Með því að
smella á vitleysuna í sögunni fæst síða með
æfingum um þetta ákveðna atriði auk þess
sem hægt yrði að fara af æfingasíðunni á
aðra síðu þar sem reglan varðandi þetta at-
riði væri útskýrð. Þannig myndu sömu
villur í mismunandi hlutum sögunnar vera
krækjur í sameiginlega æfingasíðu.
Vonandi hefur mér tekist að gefa ein-
hverja hugmynd um námskeiðið sem mér
fannst bæði skemmtilegt og gagnlegt.
Svona stutt námskeið geta að sjálfsögðu
aðeins verið kynning á möguleikunum
sem felast í nýtingu tölvu- og upplýsinga-
tækni í kennslu. Þau eru hins vegar ómet-
anlegur upphafspunktur. Hver og einn
getur síðan lagt út frá honum í nánari
könnun og útfærslur á notkunarmögu-
leikum netsins í eigin kennslu.
Að lokum læt ég fýlgja nokkrar slóðir
sem við skoðuðum á námskeiðinu. Síð-
urnar eru af ýmsum toga en undirrituð
tekur enga ábyrgð á þeim, hvorki inni-
haldi né virkni.
a) Nokkrar síður sem við reyndum að
greina í „hypertexte“ og rafrænan texta:
Dictionnaire Hachette :
http: / / www.francophonie.hachette-livre.ff /
Le-temps-du-ucre : http://www.
erabliere-lac-beauport.qc.ca/blonde.htm
Enseigner le franfais au lycée: http://www.
bplorraine.fr/Jeg/sommaire.htm
Périodiques électroniques :
http://bibHo.ntic.org/biblio/
Hyperfiction : http://metafort.com/
synesthesie/synó/
boutiny/intro.htm#non
Dictionnaire des synonymes :
http://elsapl .unicaen.fr/cgi-bin/trouve8